Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 15

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 15
1997 AUKA-KIRK JUÞIN G 1. mál Um kirkjuaga og lausn ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi. Urskurðamefnd. 11. gr. Biskup Islands hefur yfirumsjón með kirkjuaga innan þjóðkirkjunnar og beitir sér fyrir lausn ágreiningsefna sem rísa kunna á kirkjulegum vettvangi. Vegna agabrota getur hann gripið til þeirra úrræða sem lög og kirkjuhefð leyfa. Nú rís ágreiningur á kirkjulegum vettvangi eða starfsmaður þjóðkirkjunnar er borinn ásökunum um siðferðis- eða agabrot og getur þá hver sá sem hagsmuna á að gæta borið málið undir úrskurðamefnd sem biskup Islands skipar til fjögurra ára í senn. Úrskurðamefnd skal skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Skal einn tilnefhdur af leikmönnum á kirkjuþingi og einn af prestastefnu. Formaður skal skipaður án tilnefningar og sé hann löglærður. Varði mál meint agabrot starfsmanna þjóðkirkjunnar eða embættisfærslu prests sérstaklega, getur nefndin vikið hlutaðeigandi úr starfi meðan um mál hans er fjallað og skal þá annar settur til að gegna starfi hans á meðan. í úrskurði vegna agabrota getur nefndin gripið til effirfarandi úrræða: a. veitt starfsmanni áminningu, eftir atvikum með skilyrðum eða leiðbeiningum eða nánari fyrirmælum um rétta starfshegðun b. mælt fyrir um að hann skuli fluttur til í starfi c. mælt fyrir um að hann skuli ekki gegna núverandi starfi eða sambærilegu starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi um ákveðið tímabil eða til ffambúðar eða d. mælt fyrir um endanlega brottvikningu hans úr hvaða starfi sem er á kirkjulegum vettvangi sem valdsvið nefndarinnar nær til. Kirkjuþing setur nánari ákvæði um úrskurðamefnd í starfsreglur skv. 60. gr. Affýjunamefnd. 12. gr. Niðurstöðu úrskurðamefndar skv. 11. gr. má skjóta til áfrýjunamefndar sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Hafa málsaðilar og kirkjuráð heimild til áffýjunar. Áfiýjunarffestur er þrjár vikur. Um úrræði þau, sem áfrýjunamefnd getur gripið til með úrskurði gildir hið sama og ffá var greint um úrskurðamefnd í 11. gr. Um réttaráhrif kærðs úrskurðar gilda ákvæði 29. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993. Áffýjunamefnd er skipuð þremur löglærðum mönnum sem fullnægi almennum skilyrðum til þess að vera skipaðir hæstaréttardómarar og sé einn þeirra formaður. Skulu þeir allir skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Við meðferð einstakra mála skal nefndin skipuð tveimur sérfróðum mönnum til viðbótar sem nefndin kveður sjálf til starfans. Úrskurðir áffýjunamefhdar, sem skulu vera rökstuddir og að jafnaði kveðnir upp innan sex vikna ffá því að mál barst nefndinni, em endanlegir og bindandi innan valdsviðs þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing setur nánari ákvæði um málsmeðferð fyrir úrskurðamefnd og áffýjunamefnd í starfsreglur skv. 60. gr. Kirkjulegir ffamkvæmdarvaldshafar skv. 22. gr. skulu ffamfylgja úrskurðum skv. 11. og 12. gr., undir yfirumsjón kirkjuráðs, og fylgjast jafhffamt með því, að farið sé eftir úrskurðum, er snerta starfsemi eða ffamferði einstakra starfsmanna. 9

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.