Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 36
1997
AUKA-KIRKJUÞING
1. mál
í frumvarpi því sem lagt var fram á 118. löggjafarþingi var farin önnur leið en
hér er lögð til einkum varðandi tengslin milli þingsins og biskupsembættisins. Var þar
sú hugmynd reifuð að aðskilja bæri valdsvið kirkjuþings annars vegar og biskups hins
vegar með því að búa svo um hnútana að kirkjuþing yrði í sem fyllstum mæli
sjálfstæð og lýðræðislega kjörin stoínun sem hefði sinn eigin forseta og nefndir sem
störfuðu að einhverju leyti allt árið. Enn fremur að kirkjuþing hefði sína eigin
stjómsýslu til þess að undirbúa störf þingsins og til þess að koma samþykktum þess í
ffamkvæmd. Biskup Islands ætti að vísu sæti á kirkjuþingi en tæki þar eigi formlegan
þátt í afgreiðslu mála. Honum væri hins vegar heimilt að taka til máls hvenær sem
væri og þyrfti ekki að skrá sig á mælendaskrá. Enn ffemur hefði hann rétt til að
tilnefna ákveðinn fjölda þingfúlltrúa. Með þessu yrði komið í veg fyrir að biskup yrði
eins konar framkvæmdastjóri kirkjuþings sem lyti ákvörðunum og samþvkktum þess
og gæti jafnvel orðið í minni hluta við atkvæðagreiðslur. Hann gæti þá fremur en nú
er helgað sig andlegu leiðtogahlutverki biskups eins og það hefur víða mótast í
lúterskri kirkjuhefð. Nefndin varð hins vegar ásátt um að bera þessa tillögu ekki ffarn í
ffumvarpsformi heldur láta nægja að benda á hana og minna á að sú skipan mála væri
viðtekin í lúterskum kirkjum í sumum grannlöndum okkar.
Nefitd sú sem skipuð var af kirkjumálaráðherra í júlí 1996 ákvað að ganga að
nokkru til móts við þau sjónarmið sem að ffaman eru reifúð. Lagt er til að biskup
Islands verði ekki forseti kirkjuþings, og hafi einungis málffelsi og tillögurétt á
kirkjuþingi. Kirkjuþing kjósi sér hins vegar sérstakan forseta, til fjögurra ára. Nefhdin
taldi hins vegar ekki rétt að ganga lengra til að byrja með, en leyfa kirkjuþingi, í
breyttri myndi, að móta starf sitt á næstu árum og gera því ekki ítarlegar tillögur í
ffumvarpinu um einstaka starfsþætti þess.
Um 21. gr.
I greininni er gert ráð fyrir því að kirkjuþing kjósti við upphaf hvers
kjörtímabils fastanefndir kirkjunnar.
Um 22. gr.
Af 2. mgr. greinarinnar leiðir að allir þeir kirkjulegu aðilar, sem hafi fjárreiður
með höndum, verða að færa bókhald og gera reikningsskil sem hljóti fullnægjandi
endurskoðun þar til bærra aðila. Skal kirkjuþing hafa yfirumsjón með því að þessarar
skyldu sé gætt, en af eðli máls leiðir að önnur stjómvöld þjóðkirkjunnar hafa einnig,
að sínu leyti, eftirlitsskyldur í þessu efni. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringar
Um 23. gr.
Greinin samsvarar að mestu efni 15. gr. laga nr. 48/1982.
Um 24. gr.
Greinin svarar til efnis 15. gr. laga nr. 48/1982.
Um 25. og 26. gr.
Ákvæði þessi samsvara um margt efhi 16. gr. laga nr. 48/1982, nema jafhffamt
er kveðið á um stjómunarhlutverk kirkjuráðs í kjölfar nýmæla sem leitt hafa af
nýlegum lögum. Þá er og lagt til í frumvarpinu að gerður verði aðskilnaður á
valdsviðum kirkjuþings annars vegar og kirkjuráðs hins vegar, sbr. og 20. gr.
frumvarpsins. Kveðið er á um að ákvörðunum kirkjulegra stjómvalda megi almennt
30