Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 11

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 11
í samráði við ráðuneytið boðaði ég því til þessa aukaþings og skyldi það hefjast í dag 21. janúar. Því miður var þó frumvarpið um “stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar” ekki fullrætt í ríkisstjóminni, svo að það komst ekki í hendur kirkjuþingsmanna með þeim íyrirvara, sem æskilegur hefði verið og áformað var. Vom atriði í ffumvarpinu ekki fullrædd á þeim ríkisstjómarfundi, sem ráðherra kynnti frumvarpið, svo að ekki var um annað að ræða en fresta umræðum þar til í gær. Og tafði það því dreifmgu frumvarpsins. En þýðing málsins og stuðningur ráðherra kemur enn frekar í ljós við það, að nú þegar eftir þingsetninguna mun hann sjálfur fl}hja þetta mál hér á þinginu og gera grein fyrir afstöðu sinni og ríkisstjómar til þess. Fagna ég því, að ráðherra skuli þann veg koma sjálfur að þessu máli og teysti því, að það verði bæði til þess að Alþingi bregðist fljótar við, og líka að við hér á kirkjuþingi gerum okkar ítrasta til að leita samstöðu og forðast þær deilur, sem tefja kynnu. Ekki er ég með þessu að fara ffarn á, að kirkjuþingsmenn liggi á skoðunum sínum, slíkt væri hvorki æskilegt né eðlilegt, heldur hitt, að við stillum ræðum í hóf og forðumst stóm orðin, sem kunna að skerpa skil milli manna og leiða til ffekari flokkadrátta, og em þá oft hent á lofti af fjölmiðlum án þess þar þurfi endilega að vera um aðal- og kjamaatriði að ræða. En bæði þessi mál hafa nú þegar verið mikið rædd og það einnig hér á kirkjuþingi, svo að þess vegna ætti að mega vænta þess, að ekki fari alltof langur tími í ræðuhöld, en ríflegri tími gefist fyrir nefndir að gaumgæfa mál og kalla þá til funda, sem helst geta veitt gagnlegar upplýsingar. En ég vil vekja sérstaka athygli á síðara málinu, þar sem er samningurinn um kirkjueignir og prestsembætti. Er um tímamótatillögu að ræða, en segja má, að kirkjueignamálin og hlutur hins opinbera í launagreiðslum presta hafi verið í nokkuð stöðugri umræðu allt ffá því hinar miklu breytingar urðu á þessum málum með löggjöfmni ffá 1907. Eg færi nefhdarmönnum þakkir fýrir vel unnin störf í miklum fúsleika við að fmna lausn á þeim vanda, sem þama var vissulega til staðar. Á ég ekki aðeins við fulltrúa kirkjunnar með þessum orðum mínum, heldur einnig ráðuneytisstjórana, sem fjölluðu um málið af hendi hins opinbera. Vona ég, að með þessari lausn vandasamra mála þagni sú umræða, sem oft hefur ffekar byggst á sleggjudómum en þekkingu, að kirkjan og prestamir séu baggi á ríkinu og hefur iðulega verið vitnað til íjárlaga. Komið hefur ffam hjá ráðherra, að hann telji eðlilegt að fella þessi tvö mál saman í eitt frumvarp, þegar hugað verður að afgreiðslu Alþingis á þeim. Vonandi verður ffumvarpinu vel tekið af vísum landsfeðrum og það skoðað framar öðm, sem ætti að geta eflt þjónustu kirkjunnar við þjóðina alla. Veit ég, að með aukinni ábyrgð mun fylgja aðgæsla í hvívetna, þegar kirkjan tekur ýmis mál til fúllnaðarafgreiðslu. Á ég þar ekki síst við eðlilega breytingu á skipun prestakalla og prófastsdæma, en endurskoðun þeirra hlýtur að verða með því fýrsta, sem lagt verður fýrir kirkjuþing að ffumvarpinu samþykktu. I viðbót við þau tvö mál, sem að ffaman er getið og kirkjuþing í haust samþykkti að fjalla um núna, kemur þriðja málið til umfjöllunar þessa auka-kirkjuþings. En það em breytingar á lögum um biskupskosningar ffá 1980. Ágreiningur kom upp við síðustu vígslubiskupskosningar í Skálholtsstifti um kosningarétt sérþjónustupresta, sem ekki vom á kjörskrá. Var málinu þá vísað til umboðsmanns Alþingis og hvað hann upp þann úrskurð, að þeim bæri atkvæðisréttur. Með því frumvarpi, sem nú verður lagt fyrir þingið, ef aukaþing samþykkir að bæta því við upphaflega málaskrá viðfengsefna, felst að sérþjónustuprestar fá allir 5

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.