Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 31

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 31
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál íslands. Kirkjuráð ráði starfsmann til verksins í samráði við nefndina. Nefndin skili greinargerð um stöðu mála á kirkjuþingi 1993.” Nefiid sú, er skipuð var af þessu tilefni svo sem þingsályktunin bauð og fyrr hefur verið greint frá, hóf fljótlega störf og skilaði síðan áfangaskýrslu um starf sitt er lögð var fyrir kirkjuþing haustið 1993. Birtust þar frumhugmyndir nefndarinnar í stórum dráttum, með ítarlegum rökstuðningi, ásamt frumdrögum nefndarinnar að “rammalöggjöf’ um stöðu, starf og stjómskipan þjóðkirkjunnar. Leiddi skýrsla þessi til frjórra umræðna á kirkjuþingi og var að lokum afgreidd þar, að mestu á jákvæðan hátt, og nefndinni falið að leiða starf sitt til lykta. Nefhdin hafði eftirfarandi markmið að leiðarljósi: Byggt verði til frambúðar á núverandi þjóðkirkjufyrirkomulagi og eigi rofið það samband milli ríkis og kirkju sem stjómarskráin kveður á um. Ríkisvaldið ber því enn sem fyrr ábyrgð (þar á meðal fjárhagslega ábyrgð) gagnvart þjóðkirkjunni. Hins vegar verði gerðar vemlegar breytingar á “starfsramma” þjóðkirkjunnar, m.a. með því að sett verði “rammalöggjöf’ um stöðu, stjóm og starfshætti hennar þar sem fjallað verði í ským máli um þessa meginþætti, en að önnur kirkjuleg löggjöf verði um leið einfölduð svo sem verða má. Með þessu mun vægi löggjafarstarfsemi Alþingis um málefni þjóðkirkjunnar minnka mjög ffá því sem verið hefur, en þess í stað verður vald kirkjunnar aukið vemlega frá því sem nú er og valdsviðið skýrt svo vel sem frekast er kostur. Mikilvægur þáttur í tillögum nefndarinnar, svo sem þær birtast í þessu lagaffumvarpi, er að vald kirkjuþings verði aukið og því fengið ákvörðunarvald í kirkjulegum málum, þó innan þess ramma sem hin nýja meginlöggjöf (rammalöggjöf) setur ef frumvarp þetta verður að lögum. Er, svo sem fyrr segir, lagt til að á grundvelli laganna samþykki kirkjuþing ítarlegar reglur um allt innra starf og starfshætti kirkjunnar, en nefndin telur að mjög skorti nú á að kirkjunnar menn hafi nægar leiðbeiningar á þessu sviði eða fullkomnar starfsreglur sem þeim ber að fylgja. Lagt er til að skýrar reglur gildi um allt stjómkerfi kirkjunnar undir yfirstjóm kirkjuþings, svo sem fyrr segir. Það er ætlun og vissa nefhdarinnar að aukin sjálfsstjóm íslensku þjóðkirkjunnar og ábyrgð, sem þar af leiðir, muni auðvelda kirkjunni störf hennar og efla kirkjunnar menn til samræmdra átaka í starfi. Hafi kirkjan og sýnt, með nærfellt eitt þúsund ára starfi sínu í landinu, að henni sé treystandi til sjálfsstjómar. Þá skal eigi undan dregið að aukinni sjálfsstjóm kunni að fylgja ný vandamál innan kirkjunnar (a.m.k. í augum sumra) þar sem í “návígi” verður tekist á um mál er embættismenn ríkisins önnuðust áður, þar með talið ýmsa ráðstöfun fjármuna. Þessi vandamál á þó kirkjan að geta leyst innan sinna vébanda. Á prestastefhu í Vestmannaeyjum í júní 1994 vom helstu hugmyndir nefndarinnar kynntar ítarlega og er óhætt að fullyrða að viðtökur hafi verið góðar. Urðu allmiklar umræður um málið. Loks fyallaði kirkjuþing um frumvarpið í endanlegri gerð sinni 25. október til 3. nóvember 1994. Eftir miklar almennar umræður og nefndarvinnu var ffumvarp skipulagsnefhdar samþykkt með nokkmrn breytingum. Var biskupi og kirkjuráði falið að kynna frumvarpið fyrir prestum og sóknamefndum í nóvember 1994, jafhframt var skipulagsnefnd falið að ganga endanlega ffá greinargerð með ffumvarpinu, svo og 67. gr. er fjallar um lög sem breytast við gildistöku frumvarpsins. Verði ffumvarp þetta að lögum telur nefndin að merkum áfanga sé náð í þróunarsögu íslensku þjóðkirkjunnar. Staða hennar verði skýrð ffá því sem nú er og allt regluverk hana varðandi verði mun fyllra og gleggra en það er við búum við, en 25

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.