Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 55

Gerðir kirkjuþings - 1997, Side 55
1997 AUKA-KIRKJUÞING 1. mál Ákvörðunum kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjómsýslu verður eigi áfrýjað til kirkjuþings en fjalla má um málefnið á kirkjuþingi að fmmkvæði einstakra kirkjuþingsmanna. Um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjómvalda. skal fylgt ákvæðum stjómsýslulaga nr. 37/1993 eftir því sem við getur átt, leiði annað eigi af ákvæðum laga eða starfsreglna sem kirkjuþing setur skv. 60. gr. Hið sama á almennt við um sérstakt hæfi kirkjulegra stjómvalda til meðferðar einstakra mála. 26. gr. Kirkjuráð í samráði við forseta kirkjuþings undirbýr fundi kirkjuþings og fylgir effir samþykktum þess. Kirkjuráð undirbýr af hálfu þjóðkirkjunnar tillögur til fjárveitinga til hennar á fjárlögum. Kirkjuráð hefur yfirumsjón með ráðstöfun fjár sem veitt er af opinberri hálfu til kirkjulegrar starfsemi. Kirkjuráð hefur forræði og forsjá um Skálholtsstað, svo sem greinir í lögum nr. 32/1963, og hefur þau afskipti af málefnum Skálholtsskóla er greinir í lögum nr. 22/1993. 6. Prestastefna 27. gr. Biskup íslands boðar til almennrar prestastefnu og er forseti hennar. A prestastefhu eiga setu og atkvæðisrétt vígslubiskupar og allir starfandi þjóðkirkjuprestar skv. 32. gr., svo og fastir kennarar guðffæðideildar Háskóla íslands með guðffæðimenntun og guðffæðingar sem gegna fostum störfum á vegum þjóðkirkjunnar. Aðrir prestar og guðffæðingar eiga rétt til fundarsetu með málffelsi og tillögurétti enda séu þeir innan safnaða er starfa á játningargrundvelli evangelísk- lútherskrar kirkju. A prestastefiiu skal fjalla um málefni prestastéttarinnar, svo og önnur kirkjuleg málefni. Prestastefna hefur tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og annars heyra undir biskup og kirkjuþing, sbr. 10., 11. og 19. gr- 7. Prófastar. Almennt. 28. gr. Biskup Islands skipar prófasta úr hópi presta til fimm ára í senn. Nánari reglur um skipan þeirra og störf skal setja í starfsreglur, sbr. 60. gr. Prófastar eru fulltrúar biskups íslands í prófastsdæmum og trúnaðarmenn hans og hafa í umboði hans almenna tilsjón með kirkjulegu starfi þar. Biskup getur skipað prófasta til að hafa umsjón með tilteknum þáttum kirkjulegrar þjónustu. Héraðsfundir og héraðsnefndir. 29. gr. Héraðsfundi skal halda í hveiju prófastsdæmi ár hvert. Héraðsfundur er vettvangur prófastsdæmis til þess að ræða um sameiginleg málefni þjóðkirkjunnar í prófastsdæminu og önnur þau málefhi sem lög leggja til hans eða stjómvöld 49

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.