Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 Fókus DV HEKKA ÍSLAM) Hvar er tata- tatatamm? Fegurðarsamkeppnir eru orðnar öðruvísi en þær voru á mínum uppvaxtarárum þegar ég gladd- ist í gegnum tárin með Hófí, Lindu, Þór Jósefs og því fagra fólki öllu. Allavega ef marka má herra fsland-keppnina sem sýnd var á SkjáEinum. Það vantar ekki að þetta voru flestallir vörpuleg- ir piltar, en hvað er málið með leiklistina og húsgagnaburðinn? Það var kjánalegra en tárum taki atriðið þar sem þeir þótt- ust nývaknaðir og vera að taka sig til fyrir daginn og svo þegar þeir báru húsgögn inn og út af horfði á Herra Island ■k irk'k'k sviðinu. Þetta var samt ekki al- slæmt; ég hafði til dæmis gaman af fótboltaleiknum við kvennalið Fylkis. Kynnirinn Nadia fannst mér komast ágætlega frá sínu, en rosalega fannst mér það draga úr spennunni að hafa ekki stefið fræga, „tatatatatatatatatat ammmm!", áður en tilkynnt var um sigurvegarann. SILFUR KGILS avivoa>i £ 'aiaNnaanaN3 T'NOSsaanois aAnvA i LEIKDÓMUR Sama gamla tuggan Það var nóg um að vera hjá Agli í Silfrinu í gær. Egill sjálfur var hálfsyfjaður í upphafi þáttarins, en tókst að bjarga sér fyrir hom með glottinu. f upphafl þáttarins var rætt um launamun kynjanna og fleira. Oddný Sturlu var mjög góð. Svo í næsta holli komu Guð- mundur Gunnars og Ami Þór Árnason. Fóru mikinn, en spjallið reis hæst þegar talað var um mál- efni útíendinga og innflytjenda. Fjölmiðlar verða að róa þessa umræðu niður áður en það verður allt vitlaust. Svo kom Óttar Guð- mundsson geðlæknir og ræddi um lóbótómíur og bókina um Klepp. Nokkuð merkilegt. Sigmundur Ernir og Guðni Ágústsson mættu svo til þess að ræða bókina, sem verður líklega mál málanna fyrir þessi jól. Silfrið er alltaf jafnvand- að og fágað. Mér finnst að Egill ætti að prófa að fara að fordæmi Bandaríkjamanna og fá skrautíegri persónuleika til þess að mæta í þáttinn áður en hann staðnar full- komlega. sínu öllu saman, og halda okkur föngnum til loka. Við brosum að þeim, skellum stundum upp úr - en hláturinn þagnar nánast um leið, maður verður aftur alvarlegur um stund, þá gerist enn eitthvað fyndið, við förum aftur að hlæja, hláturinn víkur fýrir brosi - en brosið stirðnar og fýrr en varir situr maður með lítið tár á hvarmi, jafnvel kökk í hálsi. Ég kann ekki að útskýra þennan leyndardóm, hinn eilífa leyndardóm trúðsins sem getur sveiflað okkur svona á milli hláturs og gráts. Ef til vill er skýringin sú að okkur finnist flestum þetta líf okkar stundum vera kómedía, stundum tragedía - og að við vitum sjaldnast hvort það er fremur! Er það það sem trúðurinn er að segja okkur? Ég veit það ekki; ég veit aðeins að þarna er eitthvað dularfullt sem mér finnst stórkostlegt að leiklistin skuli geta tjáð. Og þegar ég geng út úr leikhúsinu eftir svona sýningu er ég aftur orðinn viss í minni sök, þeirri sök sem fýrir margt löngu leiddi mig ungan græningja út á brautir listar þar sem maður fær svo oft yfir sig rusl og jafnvel hreina þvælu: lifandi leikhús, raunverulegt lifandi leikhús, borið uppi af ósvikinni, gegnheilli fagmennsku og djúpstæðri, einlægri þörf til að tjá eitthvað sem skiptir leikarana og okkur öll máli, slíkt leikhús er og verður „það mesta í heimi" eins og Indriði sálugi Einarsson orðaði það. Slíkt leikhús gefur okkur eitthvað sem bíómyndin með allri sinni tækni, öllu sínu brelluverki og makalausu áhrifatækjum, myndi aldrei geta bætt upp, ef það hyrfi. En töfra listarinnar skilgreini ég ekki og get ekki veitt öðrum hlutdeild í þeim með orðum. Ég ætla því að láta ógert að skrifa krítík um þessa sýningu. Þessir listamenn þurfa ekki á minni krítík að halda, áhorfendur varla heldur. Þetta er list sem hver og einn á að fá að túlka eins og honum líst. Þú getur séð út úr henni allt annað en ég - án þess ég sé með því að segja að öll túlkun, allir dómar hljóti að vera jafngildir. Ef þú vilt á annað borð setja fram ákveðna túlkun, fella ákveðinn dóm, verðurðu að geta stutt hann með beinum vísunum í það sem gerðist á sviðinu. Ef þú segist hafa gengið ósnortinn út, þá get ég hvorki borið brigður á það né gert neitt til að hjálpa þér. Ég myndi í hæsta lagi leyfa mér, í allri hógværð og kurteisi, að ráðleggja þér að gefa þessu annan séns, vera þá óhræddur við að hlæja eins og lítill krakki að slapp-stikkinu, dást að vandlega unnum smáatriðunum og alls ekki hafa áhyggjur þótt þú náir því ekki í hvert einasta skipti hvað leikendur eru að fara. Þetta verður hvort eð er aldrei leiðinlegt, það er sífellt eitthvað nýtt að gerast, og þó maður verði stundum eitt stórt spurningamerki kemur alltaf að því að eitthvað hrífur mann, snertir við þeim stöðvum tilfinninganna sem eru ekkert allt of virkar dags daglega. Yfirþyrmandi tónlistin, voldug, draumkennd, sposk og ógnvekjandi, og íjölbreyttar, litsterkar bylgjur ljósanna spilla veislunni ekki heldur. Og hér er allt í lagi að láta sviðspallinn sporðreisast af því að maður þykist geta séð einhverja meiningu með því. Stóri Þjóðleikhússalurinn var þéttsetinn á fimmtudagskvöldið og leikhúsfólk áberandi. Við- tökur voru mjög góðar, en síst hlýlegri en þessir snillingar áttu skilið. Ég sá reyndar ekki hvort þarna voru margir af hinum framsæknu listamönnum Leikfélags Reykjavíkur, en ég vona - þeirra sjálfra vegna og okkar allra - að þeir hafi ekki látið sig vanta. Eins ætla ég að rétt að vona að nemendur Listaháskólans hafi fjölmennt. Állir, sem eru ungir í listinni, þurfa að setjast við fótskör meistaranna - og þá er eins gott að finna réttu meistarana, en láta gervimennin eiga sig. Það mun alltaf fara með þau eins og upptrekkta næturgalann í ævintýr- inu hans H.C. Andersens; þau úreldast og klikka og enda á ruslahaugnum, þegar glamúrinn er far- inn af þeim. En þannig fer ekki með trúðinn, hinn ævaforna förunaut mannskepnunnar sem ger- ir allt í senn: hlægir okkur, hrellir og huggar, ger- ir okkur óumræðilega sorgmædd og óumræðilega glöð. Fyrir því er þessi sýning alveg hreint óborg- anleg sönnun. Verm velkominn, Kristján, og megum við fá að njóta listar þinnar sem lengst og best! „Loksins, loksins," sagði ritdómarinn og lagði frá sér Vefarann mikla - ætíi það sé ekki í eina skiptið sem ummæli gagnrýnanda hafa orðið fleyg í íslensku máli? Hvað sem því líður: eftir langt og dapurt og drungalegt leikhúshaust, með umhleypingum og dimmviðri og allt of fáum fögrum vetrardögum inn á milli, kom loksins að því: við fengum að sjá eitthvað almennilegt hér í höfuðstaðnum. Kristján Ingimarsson kom hingað með leikhóp sinn, Neander, og sýndi nýjustu sýningu sína, Frelsarann (á dönsku Frelserens genkomst), á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastíiðið fimmtudagskvöld. Enn verð ég að hafa allt í sama orðinu, þakka Þjóðleikhúsinu og átelja það: leikhúsið á sannarlega lof skilið fýrir að gefa okkur tækifæri til að njóta slíkrar listar, en það nær ekki nokkurri átt að hafa aðeins eina sýningu. L.A. stóð sig betur, það sýndi þó tvisvar. Þegar þessi orð birtast í DV eru gestirnir farnir eftir örskamma viðstöðu. Eitt sinn byrjuðu leikdómarar gjarnan á því að rekja söguþráð verksins, útlista efni þess fýrir lesendum. Hér væri það út í hött. Frelsari Kristjáns Ingimarssonar er hreinn og tær sviðsskáldskapur, án orða og - að því er mér virtist - án samfelldrar sögu, eða tilraunar til að segja sögu. Nú er ég að vísu svo gamaldags að ég vil alls ekki að leikhúsið týni getu sinni til að segja sögur og lýsa fólki, rétt eins og Shakespeare og Ibsen og allir þessir gömlu gerðu svo vel. En að þessu sinni saknaði ég ekki sögunnar - og af undirtektum áhorfenda í Þjóðleikhúsinu heyrðust mér þeir ekki gera það heldur. Hér er einfaldlega skáldað í rýmið með hjálp fáeinna leikmuna og alhliða líkamsbeitingar sem er í sjaldséðum gæðaflokki. Einhvern heyrði ég kvarta undan því að meiningin væri ekki nógu skýr með þessu, kannski saknaði hann góðs boðskapar að fara heim með í vasanum; ég gerði það ekki. Mér nægði að hrífast af því sem fram fór. Sviðsskáldskap eins og þennan held ég sé nefnilega aðeins hægt að meðtaka á einn hátt: með því að hafa augun opin og vera tilbúinn að njóta þess sem ber fyrir augu og eyru. Á sviðinu eru þrír leikarar, þrír trúðar - í hinni klassísku, jákvæðu merkingu þess orðs, svona trúðar eins og Chaplin var eða hirðfíflið hans Lés konungs sem eitt sagði sannleikann á meðan kóngurinn og allir hinir létu eins og fífl. Þessir trúðar ná okkur strax á sitt vald með hreyfingum, svipbrigðum, látæði Handrit: Kristján Ingimarsson Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Sviðsmynd:Kristian Knudsen Tónlist: Rúnar Þór Magnússon Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson L'-' !*£í«£ Jón Viöar Jonsson leiklistargagnrýnandi HVAÐ VEISTU? 1. Hvað heitir verðandi RfKISSAKSÓKNARI? 2. Hvað heitir nýjasta bók EINARS KÁRASONAR? 3. Hverjir slógu ENGLENDINGA út úr Evrópukeppni landsliða á dögunum? „Sviðsskáldskap eins og þennan held ég sé nefni- lega aðeins hægt að með- taka á einn hátt: með því að hafa augun opin og vera tilbúinn að njóta þess sem ber fyrir augu og eyru. f 41 j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.