Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Kópavogurfær vatnsveitu Kópavogsbær hefur opnað eigin vatnsveitu. í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að vatnið sé fengið úr vatnsbóli í Vatnsenda- krikum í Heiðmörk. Hingað til hefur Kópavogsbær keypt vatn af Orkuveitu Reykjavíkur. Nýja vatnsveitan mun auk þess veita íbúum Garðabæjar vatn til næstu 40 ára. I tilefni opnunar vatns- veitu hefur vatnsskattur í bænum verið lækkaður um tíu prósent. Síbrotamenn ífangelsi Þrír karlmenn voru á fimmtu- dag í Hæstarétti dæmdir í fanga- vist fyrirýmis hegningarlagabrot. Sá sem hlaut lengsta dóminn, Ing- þór Haraldsson, var dæmdur fyrir að hafa selt úr sem voru þýfi úr innbroti. Hann var einnig dæmd- ur fyrir að hafa í vörslu sinni fíkni- efni. Hann hefur margoft áður verið dæmdur en hann framdi vopnað rán í Laugarnesapóteki árið 2005 þar sem hann var vopn- aður hnffi. Hann fékk átján mán- aða fangelsi. Sigurþór Amarsson var dæmdur í fimm mánaða fang- elsi og Sævar Már Indriðason fékk átta mánaða dóm. Þeir voru báðir sakfelldir fyrir rán og þjófnað. Rigning og slydda næstu daga Búast má við vaxandi suðaust- anátt og snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands sam- kvæmt upplýsingum ffá Veður- stofú íslands. Undir kvöld má svo búastvið rigningu. Hægviðri, skýj- að og kalt norðaustan til fram efdr degi en hvessir með snjókomu í kvöld. Á morgun mun hlýna sunn- anlands og fara að rigna. Það léttir til austanlands en seinnipartinn má svo búast við slyddu og síðan rigningu. Hiti í kringum frostmark vestanlands. Nanna Westerby-Jensen, 23 ára, hlaut nýverið kjör inn á danska þingið. Hún á ættir sínar að rekja til íslands því amma hennar var íslensk og því á þingmaðurinn fjölda ættingja hér á landi. Sem barn heimsótti hún landið reglulega og hún er í miklum samskiptum við islensk frændsystkini sín. Sirri Westerby-Jensen, móðir Nönnu, er virkilega stolt af uppruna sínum. ÍSLENDINGUR SITUR Á DANSKA ÞJÓÐÞINGINU TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: traustkj'dv.is „Þetta er virkilega skemmtilegur áfangi fyrir dóttur mína. Ég er ofboðslega stolt af henni og við erum stoltar af því að vera íslendingar," segir Sirri Westerby-Jensen, móðir Nönnu Westerby-Jensen, á góðri íslensku. Nanna, 23 ára, hlaut nýverið kjör sem danskur þingmaður og hefur tekið sæti á þinginu. Þar með eignuðumst við íslendingar okkar fulltrúa á danska þinginu því hún á ættir sínar að rekja hingað til lands. Amma Nönnu var íslensk og hét Guðbjörg Jakobsdóttir, kölluð Dúa. Faðir hennar var Jakob Lárusson, prestur á Holti undir Eyjafjöllum. Guðbjörg rak lengi vel hárgreiðslu- stofu á Laugaveginum en í lok síðari heimsstyrjaldar ákvað hún að halda út í ævintýri. Á ieið sinni til Svíþjóðar, þar sem hún ætlaði að fara að starfa sem hárgreiðslukona í leikhúsi, hafði hún viðkomu í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hún dönskum manni, sem síðar varð eiginmaður hennar, og fór hún því aldrei til Svíþjóðar eins og til stóð. Komu oft sem börn Guðbjörg hélt ávallt miklum tengsium við íslenska ættingja sína og kom hingað reglulega í heimsókn- ir. Aðspurð segir Sirri að mjög reglu- leg samskipti séu milli hennar og ís- lensku ættingjanna. „Ég var mjög tengd móður minni og er mjög tengd ættingjum mínum á Islandi. Við kom- um oft í heimsóknir og hringjumst alltaf reglulega á. Síðustu árin hefur Nanna eiginlega verið meira á íslandi heldur en ég og hún er í miklum sam- skiptum við ffændsystkini sfn," segir Sirri. Thomas Westerby-Jensen, bróð- ir Nönnu, er stoltur af árangri systur sinnar að komast inn á þing. Hann er einnig stoltur af tengslum sínum við ísland og segir þau systkinin hafa oft heimsótt landið sem börn. „Við eigum fullt af ættingjum á fslandi. Ég kom oft í heimsókn sem bam og Nanna líka, en dregið hefur úr heimsóknun- um í seinni tíð. f staðinn em ættingjar okkar duglegir að koma í heimsókn til okkar í Danmörku," segir Thomas. Nanna Westerby-Jensen Hinn (slenskættaði þingmaður Dana er í reglulegum samskiptum við íslensk frændsystkini s(n og er stolt af rótum sínum. Fallegt land Nanna hefur ekki einvörðungu tengsl til fslands og Danmerkur því faðir hennar er norskur. Sirri segir dóttur sína aftur á móti mun meira í sambandi við íslenska ættingja sína en þá norsku. „Það er svo skrítið að „Það er svo skrítið að hún hefur alltafverið miklu tengdari við ís- land heldur en Noreg. Við erum mjög hrifin af rótum okkar frá íslandi og Nanna er mjög stolt afþeim" hún hefur alltaf verið miklu tengdari við ísland heldur en Noreg. Við emm mjög hrifin af rótum okkar ffá fslandi og Nanna er mjög stolt af þeim," seg- ir Sirri. Aðspurður segist Thomas muna vel eftir heimsóknum sínum til fs- lands sem drengur. „Ég man vel eftir heimsóknum okkar til fslands og ég á fallegar minningar þaðan. ísland er virkilega fallegt land," segir Thomas. Nanna kemur úr grasrótarstarfl og gegndi meðal annars stöðu for- manns ungliðahreyfingar dönsku jafnaðarmannahreyfingarinnar. 160 m2 Ibúðá tveimur hæðum (101 Reykjav(ktil leigu. Efri hæð. Eldhús og stofa er eltt opið rými, innrétting er svart háglans sprautulökkuð og granít borðpiata, tæki með stáláferð, innbyggð uppþvottavél fylgir með. Eikarparkett á gólfum. Salerni flisalagt I hólf og gólf, handlaug og vegghengt klósett svört að llt, stór spegill með flúorlýsingu. Neðri hæð: Hringstigi milli hæða. Þrjú svefnherbergi annað með fataherbergi innaf. Sjónvarpsými. Á gólfum er eikarparkett. Allar hurðar eru háglans svart sprautulakkaöar. Stórt og rúmgott baöherbergi með Ijósum flisum á veggjum og gólfi, hornbaökar og rúmgóöur sérsmlðaður sturtuklefi, góð innrétting, handlaug á borði og spegill, halógenlýsing ofan við innréttingu, hiti (gólfi. Þvottahús og geymsla meö fllsum á gólfi, hiti i gólfi. Húsgögn fýlgja Útg. (sameiginlegan garð. Athugiö eingöngu leigt til fyrirtækja. Upplýsingar e-mail agust.magnusson@gmail.com Sveinbjörn Bjarkason varð bráðkvaddur á heimili sínu: Baráttumaður látinn Sveinbjörn Bjarkason varð bráð- kvaddur á heimili sfnu í Fannarfelli 18. október. Hann var jarðsunginn á föstudag í Bústaðakirkju. Sveinbjörn tileinkaði síðustu ár lífs síns baráttunni fýrir bættum hag útigangsfóiks. Sjálfur bjó hann á strætum borgarinnar í þrjú ár og fór í fjölda meðferða. Hann náði sér á strik fýrir um tveimur árum og lét til sín taka í málefnum þeirra samborg- ara okkar sem fæstir vilja af vita. Sveinbjörn var í helgarviðtali í DV í júní þar sem hann sagði ffá þeim erfiðu aðstæðum sem við honum blöstu þegar hann kom úr síðustu meðferðinni en einnig gleðinni yfir að hafa byrjað nýtt líf. Yfirskrift við- talsins var: „Eymdin ríkir hjá þeim sem hvergi býr" og fannst hon- um þessi orð lýsandi fyrir aðstæður heimilislausra. Hann bjó á götunni fyrir meðferð og þegar henni var lokið mætti hon- um ekkert nema gatan. Þegar hann loks fékk húsnæði yfirgaf hann ekki sína gömlu félaga heldur hvatti þá áfram í lífsbaráttunni og var ástríðu- fullur talsmaður fyrir bættum að- stæðum þeirra. Sveinbjörn var gagnrýninn í garð þeirra sem rakka heimilis- lausa niður sem óþjóðalýð og sagði í samtali við DV: „Mér finnst það siðferðileg skylda okkar að rétta út hjálparhönd þegar við getum. Vonin er það eina sem þetta fólk á. Mér finnst að þegar viðbrögð sem þessi koma fram sé verið að hrækja á vonina." Hann var rómaður fyrir orðheppni sína og átti þann draum að skrifa bók. Lengi safnaði hann saman tilvitnun- um, sögum og myndum sem veittu honum innblástur og vildi koma efn- inu á ff amfæri. Sveinbjörn var þakklátur og æðrulaus í fasi. Eftir að hann varð edrú gerði hann sitt besta til að hvetja gamla félaga sína til að hætta neyslu. í samtali við DV í júní sagði hann: „Hver dagur er sigur. Bestu ár ævi minnar eru þau sem ég á eftir ólifuð." erla@dv.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.