Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 27
DV Biá MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 27 Katrín Halldóra Sigurðardóttir er heldur betur virk í leiklistarlífinu í heimabæ sínum Neskaupstað. Fyr- ir utan að hafa nýverið sett upp leiksýningu fyrir gagnfræðaskólann leikur hún einnig í árlegri sýningu Norðfirðinga og er formaður leiklist- arfélagsins Djúps- ins. MJALLHVÍT 0G DANSARARNIR SJÖ (hlutverki útvarpsþulunnar f sýningunni Lög unga fólksins. Pitthætturvlð Brad Pitt hefur hætt við að leika í stjórnmálatryllinum State of Play en þar átti liann að leika aðalhlutverkið gegn félaga sínum Edvvard Norton. Myndin mun einnig skarta stórleikurum eins og Helen Mirren, Rachel McAdams, Jason Bateman og Robin Wright Penn. Ástæðan er sögð vera deilur vegna handrits en nú stendur einmitt yfir verkfaU handritshöfunda. Þeir leikarar sem hafa verið orðaðir við hlutverkið í stað Pitts eru Russell Crowe og Johnny Depp. Verri meðferð enbarnaníð- ingur Heather Mills, fyrrverandi eiginkona BíUlsins Pauls McCartney, heldur sttíði sínu við fjölmiðla áfram. Heather er sannfærð um að hún fái verri meðferð en bamaníðingur í fjöl- miðlum. „Ég held að ekkeit geti undirbúið þig undir að fá verri meðferð en morðingi og barnaníð- ingur í fjölmiðlum þegar allt sem þú hefur gert undanfarin 17 ár er að vinna að góðgerðarmálum," sagði Heather um málið. „Það var bara haft samband við mig um miðjan október því krakk- arnir í níunda bekk hér í Neskaup- stað voru að fara að setja upp sína árlegu sýningu. Það er alítaf sett upp fjáröflunarsýning til að safna pen- ingum fyrir árlega níundu bekkjar vorferð. Ég var sjálf ffæg fýrir það að vera sjúk í að setja upp sýningar þeg- ar ég var í skólanum og var alltaf að bralla eitthvað með bekkjarfélögun- um," segir hin átján ára Neskaup- staðarmær Katrín Halldóra Sigurð- ardóttir. Katrín hefur vakið mikla athygli í heimabæ sínum fyrir virkni sína í leiklistarlífi bæjarins. En auk þess að hafa nýverið skrifað og leikstýrt leiksýningu gagnfræðaskólans er hún formaður leikfélagsins Djúpsins og leikur eitt aðalhlutverkið í árlegri sýningu sem stendur yfir í Egilsbúð um þessar mundir og nefnist Lög unga fólksins. „Krakkarnir sögðu mér bara frá því sem þeir höfðu í huga og svo saumaði ég eitthvað saman út frá þeirra hugmyndum. Hingað til hafa þetta verið mörg stutt atriði sett saman í eina sýningu en ég ákvað að breyta til og gera þetta að einni samfelldri sögu. Ég bar þá undir þau hugmyndina mína um að breyta æv- intýrinu um Mjallhvít og dvergana sjö og þau tóku bara vel í það, svo úr varð leikritið Mjallhvít og dansararnir sjö. Ég hafði þar af leiðandi ákveðna hugmynd svo ég byggði leikritið upp frá ákveðinni beinagrind og settí svo bara kjöt á beinin. Fyrirvarinn var stuttur svo ég vann dag og nótt í tvo daga við að skrifa það og krakkarn- ir fengu það svo sjóðheitt í hendurn- ar og höfðu einungis tíu daga til að æfa sig." Fullt út úr dyrum í Egilsbúð Katrín segir leikritið hafa heppn- ast einstaklega vel og að leikhópur- inn hafi staðið sig mjög vel. „Þetta var rosalega flott hjá krökkunum og alveg fullt út úr dyrum í Egilsbúð. Það voru þrjú hundruð manns á sýn- ingunni og biðröð niður fýrir hús. Það er vanalega bara sett upp þessi eina sýning en af því að það komust í rauninni færri að en vildu ætlum við að hafa eina aukasýningu núna 18. desember sem að öllum líkindum verður bæði fyrir börn og fullorðna." Önnur árleg hefð þeirra Norðfirð- inga er skemmtisýning sem einnig er sett upp í Egilsbúð þar sem blandað er saman borðhaldi og sýningu. „Tón- listarfélagið Brjánn hefur alltaf staðið fyrir sýningunum en nú var ákveðið að yngja upp í hópnum. Eldri karl- arnir voru látnir fara og inn var tek- ið unga tónlistarfólkið og dansararn- ir hérna í staðinn. Svo var ég sú eina sem var að leika í sýningunni. Þem- að var seventís diskó og við settum upp sýninguna Lög unga fóiksins. Ég er útvarpskona og kynni lögin og at- riðin, sendi kveðjur til hlustenda og skelli vínylplötum á fóninn. Þetta er svona eins konar live-útsending á út- varpsþætti," segir Katrín. „Það eru oftast fimm tíl sex sýn- ingar og átján ára aldurstakmark þar sem þetta er einnig svona borðhald og áfengi haft um hönd. Um leið og fyrsti eftirréttardiskurinn er borinn inn í sal fer sýningin í gang. Við ætl- um hins vegar að vera með eina al- menna sýningu núna 11. desember þar sem er ekkert aldurstakmark. Svo verður sýningin sett upp á Broadway í Reykjavík í febrúar." Hamingjusöm í búningaherferð Katrín segist hafa haft mikinn áhuga á leiklist frá unga aldri og hafi ekki verið hægt að halda svo mikið sem saklaust matarboð í íjölskyld- unni án þess að hún setti upp leik- þátt. „Atriðin mín lögðust reyndar misvel í fjölskyldumeðlimi. Ég dró alltaf hin frændsystkinin með og yf- irleitt voru eldri fjölskyldumeðlim- irnir löngu farnir eitthvað annað eða hættir að hlusta þegar við loksins lukum við atriðið," segir Katrín hlæj- andi. Fram undan hjá þessari hressu stúlku er ýmislegt tengt leiklist- inni. „Við í Leikfélaginu Djúp- inu, sem er leikfélag Verkmennta- skóla Austurlands, vorum að setja upp búningadeild í kjallaranum í skólanum. Við fórum ásamt Berg- sveini búningaverði í búningaher- ferð í haust með góðum árangri. Við fengum fullt af góðum búning- um frá hamingjusömu fólki enda er mottóið hans Bergsveins ham- ingja. Svo setjum við upp sýningu í vor en ég ætla að reyna að einbeita mér að stúdentsprófunum í vor og undirbúa mig fyrir inntökupróf í leiklistarskóla," segir Katrín Hall- dóra að lokum. krista@dv.is Óttaðistum leikferllinn Leikarian Owen Wilson óttaðist að liann myndi aldrei nokkurn tímann landa hlutverki í kvikmynd eftir að hraunað var yfir frammistöðu hans í myndinni Bottle Rocket af gagmýn- endum. Wilson, sem auk þess skrifaði handritið að myndinni í sam- starfi við vin sinn Wes Ánderson, fékk versm niðurstöður úr prufu- frumsýningu hjá Columbia-Pictures frá upphafi. Þó myndin sem sýnd var árið 1996 hafi verið algjört flopp hefur hún síðan orðið að vinsælli költmynd. „Wilson var sannfærður um að ferill hans væri ónýtur og við værtim búnir að vera og þyrftum að leita að hlutverki í auglýsingum," sagði Anderson. íslenskir rithöfundar verða fyrir barðinu á torrent-deilisíðum: ISLENSKAR HLJOÐBÆKUR ATHE PIRATE BAY Eftír að vefsvæðinu torrent.is var lokað hafa margir íslendingar brugðið á það ráð að notfæra sér sænsku heimasíðuna thepiratebay. org til þess að nálgast torrent-skjöl. The Pirate Bay er ein elsta torrent- síða heimsins og sú allra stærsta. Síðan er í 192. sæti yfir mest sóttu síður alheimsins. Höfundarréttar- brot af því tagi sem gerast inn á torrent-vefjum snúa flestöll að tónlist eða myndefni. Nú er hins vegarspurningumhvortrithöfundar þurfi að fara óttast torrent-heiminn. Á The Pirate Bay er hægt að finna hljóðbækur eftir tvo íslenska rithöf- unda, þau Yrsu Sigurðardóttur og Arnald Indriðason. Um er að ræða stórar skrár þar sem sænskar þýðingar á bókum eftir höfundana eru lesnar upp í heild sinni. Tvær bækur eftir Yrsu eru á thepiratebay. org en það eru bækurnar Þriðja táknið sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarið og bókin Sér grefur gröf. En báðar bækurnar komu út á hljóðbók í Svíþjóð árið 2006. Þrjár bækur eftir Arnald liggja hins vegar inni á vefnum. Bækurnar Mýrin, Vetrarborgin og Betty. Bækurnar njóta töluverðra vinsælda inni á vefnum en tugir manna voru í miðjum klíðum við að sækja bækurnar þegar fréttin er skrifuð. Sænsk höfrmdarréttarsamtök hafa lögsótt eigendur síðunnar í tvígang, en í fýrra skiptíð voru þeir sýknaðir. Nú hafa talsmenn samtakanna fundið nýjan flöt á málinu og eru vongóðir um að eigendur síðunnar verði sakfelldir, en niðurstaða er væntanleg skömmu eftir áramót. Arnaldur Indriðason Þrjár hljóðbækur þýddar á sænsku eftir Arnald má finna á The Pirate Bay sem er vinsælasta torrent-heimaslða heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.