Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 Sport PV Ferguson vill framlenqja við Tovoz Sir Alex Ferguson vill framlengja samning CarlosTevez við Manchester United. Hann telurTevezvera tiltölulega ódýran í rekstri ef miðað er viðaðra íliðinuogþvfvill Ferguson breyta. „Þaðerengin spurning um það að við viljum halda honum í langan tíma. Tevez hefur heillað alla hjá félaginu. Hann hefur svo gaman af því að spila fótþolta og það er eiginleiki sem við viljum hafa hjá leikmanni," segir Ferguson.Tevez er 23 ára. Juando Ramos sogir sóknarmenn liðsins moga fara Juande Ramos hefur gefið það í skyn að hann muni ekki standa í vegi fyrir þeim leikmönnum sem vilji fara frá félaginu. Ramos vill taka til í herbúðum Tottenham og heyrst hefur að Dimitar Berbatov og Jermaine Defoe vilji fara frá félaginu.„Ég myndi vilja halda öllum sóknarmönnunum hjá félaginu en ef það er einhver sem vill fara frá félaginu get ég ekkert við því gert. Ég held að þeir geti allir verið ánægðir hér en þeir verða að taka ákvörðun um það hvort það henti þeim að spila ekki alltaf," segir Ramos. Rangt að láta Carson spila David James hefur látið hafa eftir sér að það hafi verið rangt að láta Scott Carson spila á móti Króötum á miðvikudaginn síðastliðinn. Hann telur að það hafi verið of mikil pressa fyrirungan mann að leika svo mikilvægan leik. „Scottyerfrábær markvörðurog hannmunán vafa verða fyrsti markvörður Englands. En hann var ekki tilbúinn í þennan leik sem er af því að hann var ekki valinn í fyrra þegar hann átti það skilið með Charlton. En þar sem hann var ekki valinn fyrr var ekki rétt að spila fýrir hann," segir James. Vandamál Englendinga oru sálfræðilog Fabio Capello segir að vandamál Englendinga hafi ekkert með tæknilega getu leikmanna að gera. Hann telur andlega þætti hrjá liðið og leikur liðsins sé ekki nægilega stöðugur.„Við þjálfararnir spyrjum okkur hvernig standi á þviað Englendingar náðu ekki að tryggja sér sæti á EM 2008. Enska liðið líkt og það spænskavinnur lítið þrátt fyrir að ídeildarkeppnunum séu miklir peningar. Ég hef séð nokkra leiki hjá Englandi og það er mikill óstöðugleiki ( leik liðsins. Á móti Rússum vörðust þeir á vltateig frá því þeir komust yfir 1-0 en á móti Króötum ætluðu allir að sækja þrátt fyrir að jafntefli hefði dugað þeim. Það vantar aga í leikmenn og leik liðsins." 57% M£0 B0LTANN 43% 16 SKOTAÐMARKI 9 4 SK0TÁMARK 4 1 RANGSTÖÐUR 3 11 H0RNSPYRNUR 6 16 AUKASPYRNUR 17 2 GUL SPJÖLD 1 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁH0RFENDUR: 23,900 MIDDLESBROUGH Schwarzer, Young, Woodgate, Wheater, Pogatetz, 0'Neil, Cattermole (Rochemback 53.), Boateng,Johnson,Aliadiere (Hutchinson 75.), Downing. AST0N VILLA Carson, Mellberg, Knight, Laursen (Davies 84.), Bouma, Petrov (Gardner 79.), Reo-Coker, Barry, Young, Carew (Maloney 74.), Agbonlahor. msm* MADUR LEIKSINS Gabriel Agbonlahor, Aston V. Chelsea sækir að efstu liðunum en Derby grær fastar við botnsætið. Lundúnaliðið vann 0-2 í daufum leik á Pride Park um helgina. Löglegt mark var dæmt af Derby og Michael Essien fékk rauða spjaldið. Stjóri Derby vonast eftir íjármunum til leikmannakaupa í janúar. Vandræði Derby County aukast æ, en liðið er með 28 mörk í mínus eftir fjórtán leiki. Lokatölumar 0-2 gegn Chelsea voru því viðeigandi. Eins og víðar á enskum knattspymuvöllum var baulað á ensku landsliðsmennina, þá Wright-Philipps, Lampard og John Terry. Derby hefur reyndar átt slakari leild á þessari leiktíð. Eftir að hafa haldið hreinu í rúmt korter kom Salomon Kalou gestunum yfir eftir gott spil. Heimamenn tóku sig saman í andÚtinu og í upphafi síðari hálfleiks skoraði Kenny MilJer mark íyrir Derby, sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Seinna mark Derby kom á 73. mínútu eftir að Andriy Shevchenko vann boltann, að því er vrtist ólöglega, af Giles Barnes, kom honum á Frank Lampard sem skaut í stöng þaðan sem boltinn féll fyrir fætur Shauns Wright- Philipps sem þurfti ekki annað en ýta boltanum yfir línuna. í uppbótartíma var Michael Essien, sem kom inn á sem varamaður, vikið af velli fyrir að löðrunga Kenny Miller. Vantar vasa á búningana Akvörðun Andres Marriner dómara ergði Avram Grant, stjóra Chelsea. „Ég vil ekld gagnrýna dómara, ég hef sjaldan gert það og ég vil ekki gera það, sérstaklega ekki þar sem hann er á fyrsta ári sínu í úrvalsdeildinni. En ég hef ákveðna tilfinningu - og ég var varaður við þessu áður en ég kom til Chelsea og óttast að það sé rétt - að við eigum auðvelt með að láta reka okkur út af. Það gerðist gegn bæði Manchester United og Fulham og allir sögðu að það hefðu verið rangir dómar og það sama má segja um brottreksturinn í dag." En ensldr blaðamenn settu ofan í við Grant. 1 fyrsta lagi bentu þeir hon- um á að Marriner væri á sínu þriðja ári í úrvalsdeildinni og sjónvarpsmyndir af atvikinu sýndu Essien líta upp áður en hann slæmdi hendinni framan í Miller. „Ég veit ekki hvort þið vitið það en það eru engir vasar á búningunum. Menn geta ekki sett hendurnar í vas- ann. Mér finnst það ekki vera brott- rekstrarsök þegar menn rétta hand- legginn svona út,“ sagði Grant og sýndi handarsveifluna. Bíður eftir símtali frá stjórnarfor- manninum Billy Davies, stjóri Derby, segir liðið þurfa sex nýja leikmenn. 0:2 Kalou 17., Wright-Ptullips 73. 34% MEÐ B0LTANN 66% 7 SK0TAÐ MARKI 9 1 SKOTAMARK 4 1 RANGSTÖÐUR 1 3 H0RNSPYRNUR 2 8 AUKASPYRNUR 9 0 GULSPJÖLD 1 0 RAUÐ SPJÖLD 1 AHORFENDUR: 32,789 DERBY Bywatef, Griffin, Davis, Moore, Leacock, McEveley, Fagan (Earnshaw 86.), Oakley (Feilhaber 84.), Jones, Miller, Barnes (Howard75.). CHELSEA Cudicini, Belletti, Terry, Ben- Haim, Ashley Cole, Obi, Lampard (Pizarro 90.), Sidwell (Essien 75.), Wright-Phillips, Shevchenko, Kalou. ’grx MAÐUR LEIKSINS | * r.8 f 7^9 S. Wright-Phillips, Chelsea Bíður eftir stjórnarformanninum Billy Davies, stjóri Derby, var held- ur ekki hrifinn af dómgæslu Marriners. „Ég er búinn að sjá upptöku af marki Kennys Miller og hann er greinilega réttstæður. Ég er búinn að sjá brot- ið á Giles Bames og það er greinilegt brot. En það er ekki aðalvandamál- ið," sagði Davies. Fyrir honum er að- alvandamálið leikmannahópurinn og samskipti, eða skortur á samsldptum, við nýja stjómarformanninn, Adam Pearson, sem tók við af Peter Gadsby í lok október. „Við verðum að fjárfesta í nýjum leikmönnum. Ég finn til með Óblíðar móttökur Giles Barnes, leikmaður Derby, var tæklaður niður af Steve Sidwell (seinna marki Chelsea. I1 stuðningsmönnunum því þeir blæða, styðja félagið og leikmennina og vilja sjá góða frammistöðu á vellinum og hún verður að fara að sjást." Davies notaði tækifærið í fjölmiðl- um eftir leikinn til að koma boltanum til Pearsons. „Ég hef hitt hann og rætt við hann í síma en síðan eru þrjár vik- ur. Mun ég hitta hann í þessari viku? Það er stóra spumingin." Davies er hreinskilinn og segir leik- mannahóp Derby einfaldlega ekki samkeppnishæfan í úrvalsdeildinni. „Leikmennimir stóðu sig frábærlega og komu liðinu í úrvalsdeildina en þá skortir sjálfstraust og þeir verða að sjá leikmenn í hópnum sem hafa þessa einstöku tækni sem þarf í deildina. Leikmennirnir hafa lagt sig alla fram en munurinn milli deilda er svo gríð- arlegur. Ég hef sagt að við þurfum sex leikmenn og ég er búinn að finna þrjá þeirra." GG Aston Villa sigraði Middlesbrough 0-3 á Riverside: Góður útisigur Aston Villa Scott Carson, markvörður Aston Villa, mætti miklu mótlæti á Riverside þegar Aston Villa kom í heimsókn og mætti Middlesbrough. Áhorfendur púuðu á hann en hann yfirgaf leikvanginn sem sigurvegari enda sigraði Aston Villa 0-3. Aston Villa byrjaði leikinn mun betur og Ashley Young var sprækur framan af. Minnstu munaði að hann næði að skora fyrsta markið en John- athan Woodgate komst fyrir skotið á síðustu stundu. John Carew skoraði fýrsta mark leiksins rétt fyrir lok fýrri hálfleiks með fi'nu skoti eftir fyrirgjöf frá Gar- eth Barry. 1 síðari hálfleik náðu Villa-menn enn betri tökum á leiknum og Olaf Mellberg skoraði sitt fyrsta mark síð- an í ágúst árið 2006 þegar hann nýtti sér varnarmistök Lees Cattermole. Niðurlæging Middlesbrough var fullkomnuð á 58. mínútu þegar Gabr- iel Agbonahor skoraði þriðja mark Aston Villa. Middlesbrough reyndi hvað það gat að sækja undir lokin en af veikum mætti og augljóslega saknar liðið sóknarmanna á borð við Mido sem er búinn að vera mikið meiddur að undanförnu. Scott Carson varði nokkrum sinn- um vel í leiknum en hann líkt og Gar- eth Barry fékk mikið baul á sig vegna frammistöðu Englendinga á mið- vikudaginn. Martin O'Neill, framkvæmda- stjóri Aston Villa, hrósaði Scott Car- son eftir leildnn.„Þessi ffammistaða hans sýnir hversu sterkur karakter hann er. Ég hef aldrei efast um hæfni hans sem markvarðar og við þurfum á slíkum hæfileikamanni að halda." Aðspurður hvort hann vildi taka við enska landsliðinu sagði O'Neill svo ekki vera. „Ég virkilega nýt þess að vera hér og ég sé framtíð mína hjá þessu félagi," segir O 'Neill Gareth Southgate var að vonum vonsvikinn eftir leikinn. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Það var ekkert að gerast í leiknum í 45 mínútur en svo fáum við mark á okkur við lok fyrri hálfleiks og aftur í upphafi síðari hálfleiks. Það drap niður leikinn og við vorum aldrei nálægt því að kom- ast aftur inn í leikinn," sagði South- gate vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.