Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 9
DV Umræða MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 9 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór GuÖmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóörituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Fólk í netheimum hefur nú beint reiði sinni gegn mann- lif.is, vef tímaritsins Mannlífs, og Þórarni Þórarins- syni rit- stjóra eft- ir að þar var vakin athygli á undirskriftalista sem hvatti fólk til þess að lýsa frati á SMÁÍS fyrir að beita sér fyrir lokun netsíðunnar torrent. is vegna ólöglegs niðurhals. Reiðin er tilkomin vegna þess að á vefnum er tekið upp nýyrðið netlúði en fram að þessu hefur gjarnan verið talað um tölvunörda. Mann- líf er aðeins eitt fórnarlamb netlúðanna reiðu því alnafni Snæbjörns Steingrímssonar, framkvæmdastjóra SMÁÍS, þurfti að kæra líflátshótanir frá þeim sem nú beina spjót- um sínum að mannlif.is. ■ össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra dregur hvergi af sér á bloggi sínu þegar hann lýsir klofningn- um í sam- starfsflokki sínum, Sjálfstæðis- flokknum, og uppreisn- inni gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi borgarstjóra, sem kostað hafi Sjálfstæðisflokk- inn borgina og borgarbúa tugi milljarða í gróða af REI. „Hvað er að þessu liði?" end- ar ráðherra pistil sinn. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfull- trúi og einn sexmenninganna sem plottuðu gegn leiðtoga sínum, er sagður hafa snúist í REI-málinu og að hann vilji í framtíðinni fara í gróða- brall með fyrirtækið erlend- is. Harka er hlaupin í málið því Júlíus Vífill ýjaði að því í fréttum RÚV að Óssur hefði ekki verið með réttu ráði þeg- ar hann skrifaði pistilinn. ■ Pist- ill Össurar Skarphéðins- sonar þykir vera vís- bending um að Sam- fylking geti hugsað sér að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr rík- isstjórn og taka upp sam- starfvið stjórnarandstöðuna í landsstjórninni. Verði sú niðurstaðan að Sjálfstæðis- flokkurinn hrökklist einnig úr ríkisstjórn eru dagar Geirs H. Haardc á formannsstóli væntanlega taldir. Geir er leg- ið á hálsi fyrir að taka ekki á málum í flokknum og losa sig við Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sem af mörg- um er talinn vera guðfaðir að klúðrinu í borginni sem varð til þess að flokkurinn hrökkl- aðist frá völdum. rt@dv.ls Skref í rétta átt LEIÐAKI BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON FRÉTTASTJÓRISKRIFAR. Sú ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heil- brigðisráðherra að láta yfirfara og endur- skoða hvernig staðið skuli að stækkun Land- spítalans, sem eitt sinn var kölluð bygging hátæknisjúkrahúss, gæti orðið ein besta ákvörðun stjórnmálamanns á þessu kjörtímabili. Þess vegna ber að fagna því að menn nemi staðar og hugsi sinn gang frekar en að skammast út í að þeir láti ekki van- hugsaðar hugmyndir og útfærslur forvera sinna ráða för. Guðlaugur Þór hefur lítið gefið út um hvernig hann vilji sjá að niðurstaðan verði. Kannski hefur hann ekki gefið sér fyrirfram hver hún eigi að verða. Orð hans að undanförnu gefa hins vegar til kynna að hann sé reiðubúinn að láta skoða almennilega hvað sé mikilvægast að gera í uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu og með hvaða hætti. Sá sem hér ritar hefur undanfarin ár rætt við marga sem hafa sótt sér menntun og búa að mikilli þekkingu á heilbrigðiskerfinu. Af- staða þeirra til framkominna hugmynda um sjúkrahússbyggingu hefúr nokkuð skipst eftir því hvort þeir vinna á Landspítala eða ekki. Þeir sem þar vinna hafa verið ánægðir með hugmyndirnar. Þeir sem vinna utan hans segja hugmyndirnar of kostnaðarsam- ar fyrir of lítinn ábata og taka meira mið af hag starfsmanna en Þess vegna ber aö fagna því aö menn nemi stadar og hugsi sinn gang... sjúklinga. Þetta er ekki svona klippt og skorið en gefur næga ástæðu til að staldra við og hugsa sinn gang. Eitt af því sem hefúr verið gagnrýnt er að áherslan er lögð á dýrustu meðferðirnar meðan önnur úrræði og ódýrari sitji á hakanum. önnur gagnrýni er sú að fyrirhugaðar byggingar við Hringbraut henti ekki til spítalarekstiurs, til þess séu þær of lágar og dreifðar. Við sáum í Komp- ási fyrir nokkrum misserum hvernig stundum hef- ur þurft að hlaupa með sjúklinga fram og aftur ganga og upp og niður stiga. Þó slíkt heyri til undantekn- inga er það ein sönnun þess að sjúkrahús á að byggja hátt en ekki lágt og langt. Því er ástæða til að æda að endurskoðunin á sjúkrahúsbyggingu kunni að verða gæfúskref. Fyrstu hugmyndir um byggingu hátækni- sjúkrahúss báru meiri keim af stjómmálamönnum að slá sig til riddara en að þær byggðust á nákvæmu mati á þörfum og aðstæð- um. Reyndar hefúr það stundum hvarflað að undirrituðum að helsti varanlegi ávinningurinn af upphaflegum hugmyndum um sjúkrahús og breytingu Hringbrautar hafi verið að festa flugvöll- inn í sessi með síki (Hringbrautinni) og kastalaveggjum (nýjum sjúkrahúsbyggingum) sem lokuðu á samgang milli Vatnsmýrar og miðbæjar Reykjavíkur. Allavega hafa fræðin á bak við sjúkrahúsið stundum virst sitja á hakanum. KOSSflR RAÐHERRANS SVARTHÖFÐI Guðni Ágústsson frá Brúnastöð- um er einn mesti snillingur stjómmálasögunnar. Gullkorn streyma af vörum hans við hvert tæki- færi. Og það er þannig með Guðna að flest sem hann gerir er fréttnæmt. Það er vegna þess hvemig hann fer að því. Hann kyssti kú austur í sveitum á vot- ar granimar og gætti þess vandlega að ljósmyndari væri viðstaddur. Myndin birtist í dagblaði ogvaktiþjóðar- athygli. Þetta varð til þess að Guðni frá Brúnastöðum uppgötvaði það aðkyssadýrvar vænlegt til fjölmiðla- athygli. En sú uppgötvun varð honum öðrum þræði að falli því eftir belju- kossinn notaði hann gjaman tæki- færið til að kyssa dýr en gleymdi því að til að uppskera þurfti hann að hafa ljósmyndara í grennd. Og kossaflensið kom Guðna í beinan háska þegar hann hélt uppteknum hætti í Kína þar sem strútur varð á vegi hans. Að sjálf- sögðu fékk fuglinn koss á gogginn. En það sem Guðni vissi ekki var að strút- urinn var smitaður af salmonellu og smitið barst í sjálfan landbúnaðarráð- herrann sem veiktist illa. Guðni er ekki aðeins einlægur aðdáandi dýra. Hann er hrif- næmur þegar stórmenni eiga í hlut en með þó örfáum undantekning- um. Castro Kúbuforseti er einn þeirra sem drengurinn frá Brúnastöðum telur vera einn mesta stjómsnilling vorra tíma. Aðdáunin er ekki nýtilkomin heldur hefur verið til staðar allar götur fra því Guðni hjalaði við mosató á Brúnastöðum. Kominn á miðjan aldur og orðinn sjóaður í embætti landbúnaðarráðherra fékk Guðni þá flugu í höfuðið að rita Castro bréf og bjóða honum sögustund í Hav- ana, líklega hefur hann ætlað að smella á hann kossi í leiðinni. í bréfinu notaði Guðni tækifærið og lýsti með óbeinum hætti andúð sinni á George Bush Bandaríkjaforseta og bauð Castro ráðgjöf í landbúnaðarmálum. Guðni lét þó ógert að segja Castro að hann hefði stutt innrásina í írak með setu sinni í ríkisstjórn. Njósnarar íslensku utanríkisþjónustunnar komust í bréfið og HalldórÁsgrímsson forsætisráðherra greip í taum- ana. Guðni afturkallaði bréfið en fór samt til Kúbu þar sem hann smellti kossum á það sem hreyfðist. En hann hitti aldrei Castro. Guðni hefur í lífssögu sinni flett hulunni af mörgu sem gerst hefur að tjalda- baki þeirra ríkisstjóma sem hann hefur setið í. Kossar hans hafa ekki verið ætlaðir öllum. Ráðherrann sem kyssti strút í Kína og belju á Suður- landi smellti aldrei kossi á formann sinn; þvert á móti notaði hann hvert tækifæri til að lúskra á honum and- lega. Harm er enn með kossa tilbúna á vömm og einungis spurning um hvar hann lætur næst til skarar skríða. Kannski kyssir hann Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladótt- ur, formann Samfylkingar- innar, og kemst aftur á ráðherra- stól eftir sárs- aukafullafjarveru. DÓMSTÓLL GÖTUNIVAR HVAÐ KEMUR ÞÉR í JÓLASKAP? „Þegar ég var staddur f Danmörku ( vikunni fékkég mér einn jóla-Tuborg og það kom mér í gott jólaskap. Toppurinn á jólastemningunni er svo þegar fjölskyldan gæðir sér á jólamatnum og opnar pakkana." Hörður Snævar Jónsson, 18 ára, íþróttafréttamaður „Það kemur mér í jólaskap þegar jólalögin byrja að hljóma og þegar ég fæ fyrstu jólasmákökurnar. Svo er geggjað þegar Coca Cola-lestin keyrir um götur borgarinnar." Magnús Már Einarsson, 18 ára, nemi „Það sem kemur mér helst í gott jólaskap er ilmandi rjúpnalykt, svo koma börnin mln og konan mín mér I mikið og gott hátíðarskap með jólastemningunni sem þau skapa á heimilinu." Sverrir Konráðsson, 54 ára, þýðandi „Það kemur mér í rosalega mikiö jólaskap þegar ég fer niður I bæ á Þorláksmessukvöld. Ég hef oftspilað niðri I bæ á Þorláksmessu með málmblásturshópi sem ég er I og þegar ég geri það veit ég að jólin eru að koma." Jón Ingi Stefánsson, 21 árs, ritstjóri Film.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.