Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 19 Portsmouth vann góðan útisigur á Birmingham og heldur áfram að spila vel. Portsmouth sótti Birmingham heim á laugardaginn, Hermann Hreiðarsson sat á varamannabekk Portsmouth í leiknum en Ports- mouth hefur verið á góðu skriði á þessari leiktíð. Það voru leikmenn Portsmouth sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 34. mínútu, Benjani fékk boltann fyrir utan teig Birmingham og setti boltann inn fyrir vörnina þar sem Sulley Muntari var og átti hann ekki í vandræðum með að afgreiða knöttinn framhjá Richard Kingston sem stóð í marki Birmingham. StuttusíðarfékkMika- el Forsell gott færi en David James varði glæsilega. Annað mark leiksins kom svo þegar sex mínútur voru til leiksloka, Portsmouth fengu aukaspyrnu fyrir utan teig og það var Króatinn, Niko Krancjarsemtókspyrnuna. Spyrnan var góð og söng í fjærhorninu, frábær spyrna frá Króatanum knáa. Lokastaðan 0-2 og Portsmouth heldur áfram að gera frábæra hluti. James sá besti Harry Redknapp, stjóri Ports- mouth, var ánægður með sína menn eftir sigurinn. „Það var erfitt að brjóta okkur niður og vörnin okkar spilaði frábærlega," sagði Redknapp sem hrósaði David James í hástert í leikslok. „Ég held að við séum með besta markvörðinn í deildinni, David James, og með vörnina okkar er erfitt að brjóta okkur niður. Það eina sem er neikvætt við leikinn er að við hefðum getað stjórnað honum en við gáfum boltann frá okkur kæruleysislega á slæmum tímum," sagði Redknapp en hann hefur gert frábæra hluti með Portsmouth á þessari leiktíð Leikmenn gerðu vel Erick Black, sem stjórnar Birmingham tímabundið eftir að Steve Bruce hætti með liðið, var vonsvikinn í leikslok. „Þú verður að taka ákvarðanir og spila með bestu leikmennina. Maik Taylor spilaði með landsliðinu og Richard Kingston hefur gert vel og átti skilið að fá sitt tækifæri. Þetta var lélegt Fagnað. Leikmenn Portsmouth fagna marki Kranjcar Dansað Campell og Kapo berjast um knöttinn. mark og enginn er svekktari en hann, ef þetta hefði farið 0-0 hefðu það ekki verið slæm úrslit. Það verður samt að hrósa leikmönnum sem gáfu allt í þetta, við tökum það jákvæða en því miður engin stig," sagði Black. Campell kallar eftir einbeitingu Sol Campell, leikmaður Portsmouth, vonast eftír því að hann og liðsfélagar hans haldi áfram að geravel. „Egvonaaðviðhöfumlært ffá síðustu leiktíð þegar við misstum af Evrópusætí. Þetta lítur vel út en við verðum að halda einbeitíngu og megum ekki verða kærulausir. Við höfum haldið áfram frá síðustu leiktíð og við verðum að halda áffam. Við höfum ekki unnið neitt ennþá, við verðum að vera vissir um að vera á jörðinni og gefa okkur alla í þetta. Við erum miklu sterkari í ár og með meiri breidd," sagði Campell sem hefur verið að leika gríðarlega vel á þessari leiktíð. hsj 5 SKOTAÐMARKI 18 Kingson. Djourou, Kelly, Ridgewell, Schmitz, De Ridder, 2 SKOTÁMARK 6 Kapo, McSheffrey (0'Connor 74.), 3 RANGSTÖÐUR 1 Muamba, Nafti, Foissell. 4 H0RNSPYRNUR 3 18 AUKASPYRNUR 21 3 GULSPJÖLD 2 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 22.089 P0RTSM0UTH James, Campbdl, Distin, Johnson, Pamarot, Davis, Diop, Kranjcar, Muntari, Utaka (Taylor 81.), Mwamwari. wbbb* MflDUR LEIKSINS Sylvain Distin, Portsmouth Benitez burt? Ensku sunnudagsblöðin segja að Rafael Benitez verði brátt rekinn frá Liverpool vegna deilna við eigendur félagsins.Jose Mourinho er sagður liklegasturtil að taka við af Spánverjanum. Deilur Benitez við Tom Hicks, annan aðaleiganda Liverpool, eru sagðarsnúast um leikmannakaup, einkum framlengingu samnings Javiers Mascherano. Núverandi samningur Mascheranos rennur út í janúar en Benitez hefur fengið þau skilaboð að hann verði að selja leikmenn áðuren nýir verði keyptir. Auk Argentínumannsins er Ben- itez sagður vilja miðvörð.„Ég er ekki að tala um leikmenn sem kosta peninga. Við verðum að ræða við umboðsmenn- ina strax því leikmennirnir verða dýrari í sumar. Það er Ijóst að Hicks vill félaginu vel og ég líka. Við áttum uppbyggilegan fund sama dag og við lékum gegn Arsenal en síðan hefur eitthvað breyst. Þeir hafa sagt mér að einbeita mér að því að þjálfa liðið því Rick Parry sjái um ieikmannakaup," sagði Benitez. Allir vilja þjálfa landsliðið Jose Mourinho, Jiirgen Klinsmann, Fabio Capelio, Harry Redknapp og Alan Shearer vilja allir þjálfa enska landsliðið.The Observer segir að Jose Mourinho hafi komið áhuga sínum á framfæri í gegnum vini sína og vilji að málið verði unnið hratt. Sömu leið hefur Klinsmann valið og hann hefur stuðning þýska knattspyrnukeisarans Franz Becken- bauer. Martin O'Neill vill ekki taka við starfinu en mælir með Alan Shearer. Capello hefur í viðtölum, bæði við enska og ítalska fjölmiðla, lýst enska landsliðinu sem spennandi áskorun. ( viðtali við SkySports sagði Harry Redknapp það vera draum að þjálfa landsliðið. Ekki meira lasagna Juande Ramos hefur sett mark sitt á Tottenham - með því að breyta mataræði leikmanna. Vorið 2006 horfðu leikmenn liðsins með magakveisu á eftir Meistaradeildarsæti til erkifjendanna (Arsenal eftir að hafa borðað vafasamt lasagna. Ramos hefur ráðið Antonio Escribano sem notar náttúrulegt fæðubótarefni, papilla, sem unniðerúr laufblöðum. Það virkaði hjá Sevilla og Ramos vonasttil að það virki líka hjáTottenham. Meðal þeirra sem eiga að léttast eru miðjumaðurinnTom Huddlestone. r Jólin koma snemma I ár.... Ertu búinn aÓ €á þér jólafötin. * 7 ' ? \ mm _______ Liverpool mini kit Heima - vara og evrópubúningur Kr. 4.990,- Arsenal mini kit Heima - vara og evrópubúningur Kr. 6.490,- Chelsea FC Heima og varabúningur Kr. 4.990,- Kr. 4.990.- nited varabúningur Kr. 6.490.- Kr. 4.990,- Ekki missa barnið þitt í rangt lið!! Aston ^lla Kr. 6.490.- Barcelona Kr. 6,490.- www.joiutherji.is Ármúla 36 - s. 588 1560 KNATTSPYRNUVERSLUN Jói útherji

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.