Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 32
Sím Skagamenn vilja líka eingreiðslur Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, hefur ákveðið að óska eftir fundi með bæjarráði Akranesbæjar þar sem hann ætlar að kanna hvort starfs- menn bæjarins fái ekki svipaðar eingreiðslur og sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu hafa lofað sínum starfsmönnum. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, ^ Kópavogi og Reykjavík hafa tilkynnt um fastar eingreiðslur og aðrar hækkanir til handa starfsmönnum sínum. Vilhjálmur vill því kanna hvort fólk í sambærilegum störfum hjá Akranesbæ fái ekki álíka hækk- anir og segir óviðunandi ef bæjar- starfsmenn á Akranesi búi ekki við sömu kjör og kollegar þeirra annars staðar. Eru sjálfstæðismenn fullir... efasemda? / Kaldurog blautur eftir biðina Eldri maður beið í um klukku- stund í köldum bíl sínum eftir að- stoð eftir að hann missti stjórn á bílnum og fór út í lón úr Kerlinga- dalsá austan við Vík í gærmorgun. Björgunarsveitin í Vík fór til að bjarga tæplega áttræðum manninum eftir að vegfarandi sá bílinn úti í lóninu og hringdi eftir aðstoð. Ekki var staðfest að nokkur væri í bílnum fyrr en bátur björgunarsveitarmanna kom að. Maðurinn var með meðvitund og var líðan hans stöðug. Björgunar- sveitarmenn þurftu að brjóta rúðu til að ná manninurn út og hann var orðinn mjög kaldur þegar það tókst. Sjúkrabíll flutti manninn til Hvolsvallar en þaðan var hann fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Líðan mannsins er eftir atvikum. Sjö óku dópaðir Lögreglumenn á Selfossi stöðvuðu um helgina för sjö öku- manna sem voru teknir und- ir áhrifum fíkniefna og fjögurra að auki sem voru undir áhrifuln áfengis. Að sögn lögreglunnar var mik- ið um ölvun í bænum og einnig komu upp nokkur slagsmál. Lög- reglan sinnti einnig tuttugu og tveimur umferðaróhöppum um helgina en mildi þykir að aðeins urðu tvö minniháttar slys á fólki. FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MANUDAGUR 26. NOVEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 Össur Skarphéðinsson segir innanflokksátök sjálfstæöismanna dýrkeypt fyrir REI: SJALFSTÆDISMENN 0SATTIRVIÐ0SSUR BALDUR GUÐMUNDSSON blaðomadur skrifar: baldur@dv.is Kurr er í sumum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins vegna yfirlýsinga Ossurar Skarphéðinssonar iðnaðar- ráðherra um að innanflokksátök sjálf- stæðismanna í Reykjavík hafi kostað Reykjavik Energy Invest tugi milljarða króna. Einn af helstu leiðtogum flokksins sagði í samtali við DV í gær að Öss- ur yrði að fara varlega í yfirlýsingum sínum til að veikja ekki samstarf Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Afstaða mín til útrásar Orkuveitunnar og sexmenninganna í Sjálfstæðisflokknum hefur margoft áður komið fram á heimasíðu minni," segir Össur. „Ég er algjörlega heill í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórninni en ég og minn flokkur erum ekki í samstarfi við þá í stjórn Reykjavíkurborgar." þeirra má líklega meta á milljarðatugi ef miðað er við þá framvindu sem var í kortunum," skrifaði Össur á heima- síðu sinni. Milljarðatugir fyrir bí ima Ossur sagði í pistli sem hann skrif- aði á heimasíðu sína aðfaranótt laug- ardags að sjálfstæðismenn í borginni hefðu snúist í afstöðu sinni til REI. Þetta sagði hann að hefði gerst of seint. „Harðvítugustuinnanflokksátökseinni ára í Sjálfstæðisflokknum hafa því mið- ur nánast ónýtt vörumerkið REI hvað útrás varðar, og stórskaðað viðskipta- vild Orkuveitunnar. Skemmdarverk össur þarf að fara gætilega Björn Bjamason, dóms- og kirkju- málaráðherra, segir að flokksbræður Össurar fari með völd í þessu máli og því ætti hann að einbeita sér að þeim sem ráða. Annar forystumaður Sjálf- stæðisflokksins sagði í samtali við DV að Össur þurfi að fara varlega í skrif- um sínum. Samstarfið milli Sjálfstæð- isflokksins og Samfýlkingarinnar hafi verið að eflast mikið síðustu vikur og því sé óæskilegt að gagnrýna full- trúa samstarfsflokksins harkalega og rugga þannig bámum. Össur Skarphéðinsson Segir sjálf- stæðismenn hafa skipt um skoðun. Nýr pistill klukkan tvö Bent hefur verið á að pistilinn setti Össur inn laust fyrir klukkan tvö aðfaranótt laugardags. Ýjuðu sumir netverjar að því að Össur hefði verið ölvaður þegar hann skrifaði pistillinn. „Ég geri fastlega ráð fýrir að skjóta inn nýjum pistli um tvöleytið í nótt," sagði Össur um kvöldmatarleytið í gær. Jólamarkaður í Bjarkarási Listmunir og nytjahlutir úr Smiðju Bjarkaráss voru tii sölu á jólamarkaði á laugardaginn. Þar var Ás vinnustofa einnig með tuskur, handklæði og fleira á boðstólum auk þess sem boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur. Dæmdur barnaníðingur treystir sér ekki til að mæta nágrönnum: SIGURBJÖRN SÆVAR SKRIFAR BRÉF „Hann vissi alveg hvað hann var að fara út í. Það er ekki rétt að hann hafi verið plataður í viðtal," segir Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss Ríkis- sjónvarpsins. Sigurbjörn Sævar Grét- arsson, dæmdurbarnaníðingur, sagði í samtali við DV í síðustu viku að hann hefði verið lokkaður í viðtal á fölskum forsendum. Hann sagðist hafa kom- ið í viðtal til þess eins að ræða stöðu fanga á leið út í samfélagið. Þórhallur þvertekur fyrir gagnrýni Sigurbjarnar og segir hann hafa verið fullkomlega meðvitaðan um efni við- talsins fýrirfram. „Eftir viðtalið sjálft kom hann hins vegar á fund til mín og gerði athugasemdir. Þar sem um afar viðkvæmt mál er að ræða gerði ég þá undantekningu að leyfa honum að horfa á klippt viðtalið fyrir útsend- ingu. Hann hafði þá ekkert við það að athuga," segir Þórhallur. í Kastljósi sagðist Sigurbjörn ætla að banka upp á hjá nágrönnum sín- um og tilkynna þeim að hann væri fluttur í húsið. í samtali við DV sagðist hann ekki vera búinn að heimsækja þá og væri að safna til þess orku og kjarki. „Ég skrifaði á dögunum bréf sem ég ætla að setja í póstkassann hjá fólkinu. Þegar ég fór að hugsa meira um að heimsækja alla nágrannana fannst mér ég kannski vera að ryðjast dálítið inn á þeirra svæði." Dagmóðir í húsinu sendi dreifibréf til allra í húsinu auk myndar af Sigur- birni. „Þetta var reyndar ágætismiði. Það er eiginlega búið að gera þetta fýrir mig. Eg ætla hins vegar að standa við það sem ég hef sagt." Sigurbirni II Sigurbjörn Sævar Þykir leiðinlegt hvaða áhrif þetta hefur haft á fjölskyldu hans. finnst þó leiðinlegt hvaða áhrif gjörðir hans og viðbrögð nágrannanna hafa á fjölskyldu hans. „Móðir mín kom hingað um daginn. Henni brá mjög að sjá miðann hér uppi á vegg og sagði: „Hvað hefur þú gert þessu fólki? Af hverju er það að ráðast á þig?" Sigurbjörn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fimm piltum árið 2004. erla@dv.is Flugvél él lenti í árékstri Mikil seinkun varð á flugi Heimsferða frá Kúbu til Keflavík- ur í gær. Áætluð heimkoma var klukkan 06.00 en flugvélin skil- aði sér og 160 farþegum ekki til landsins fyrr en um miðjan dag. Cecil Viðar Jensen var á leið til Keflavíkur að sækja son sinn í flugið þegar hann fékk sím- tal. Sonur hans var á línunni og sagði honum að keyrt hefði verið á vélina þegar hún millilenti í Kanada. „Ég fór bæði inn á texta- varpið og vefinn áður en ég lagði af stað í bítið, til að fullvissa mig um að flugvélin væri á áætlun. Mér finnst ótrúlegt á tækniöld að skilaboðum um svona miklar seinkanir skuli ekki vera komið á netið þegar þær liggja fyrir," segir Cecil sem kveðst hafa ætlað að eyða deginum í annað en að eltast við upplýsingar sem ekki fengust. Keyrtyfir labradorhund Labradorhundur drapst eftir að ekið var yfir hann um helgina. Hundurinn varð fýrir bfl í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi og drapst eftir að ekið var yfir hann. Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í Borgarnesi um helgina en einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum eiturlyfja. Lögreglumaður á vakt segir eiturlyfjaprófin sem tekin voru í gildi fyrr á þessu ári mjög skilvirk og nákvæm og nýtist því vel. Prófin sýna hvort viðkomandi hafi neytt einhverra eiturlyfja og nánast hversu langt síðan þeirra var neytt. Litlar samlokur 39) kr. + //7/7) gosglas 100 kr. = 499 a,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.