Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 17
PV Sport MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 17 Liverpool hefði getað unnið Newcastle með tveggja stafa tölu en lét þrjú mörk duga. Eitthvað mikið er að hjá Newcastle, liðið er heillum horfið og Sam Allardyce, stjóri liðsins, á erfiða tíma í vændum. LÉTT HJÁ UVERPOOL BENEDIKT BÓAS HINKRISSON bladamaður skrifar: benni@dv.is Liverpool vann auðveldan sigur á Newcastle 3-0 íyrir framan ósátta áhorfenduráSt.James’sPark. Steven Gerrard skoraði gull af marki á 28. mínútu úr aukaspyrnu. Lét Lukas renna boltanum til stn og þrumaði boltanum upp í samskeytin. Baulað var á Gerrard allan leikinn en hann lék við hvern sinn fingur og spilaði frábærlega. Eftir aðeins 57 sekúndna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 2- 0. Dirk Kuyt fékk þá boltann í hnéð á sér eftir hornspyrnu og inn lak boltinn. Niðurlægingin var síðan fullkomnuð þegar Ryan Babel skoraði þriðja markið eftir frábæra sókn. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri ef Fernando Torres hefði nýtt eitthvað af færunum sem hann fékk í leiknum. Meðal annars skaut hann í stöngina fyrir opnu marki í fyrri hálfleik og lét Shay Given verja frá sér þegar hann var sloppinn einn í gegn. Given var í raun maður leiksins, hann bjargaði liðinu trekk í trekk með góðri markvörslu og kom í veg fyrir að Liverpool vann 44% MEÐ BOLTANN 56% 7 SKOT AÐ MARKI 14 0 SKOTÁMARK 7 4 RANGSTÖÐUR 1 0 HORNSPYRNUR 8 14 AUKASPYRNUR 13 3 GULSPJÖLD 1 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 52.307 NEWCASTLE Given, Geremi, Beye, Rozehnal, Jose Enrique (Carr 78.), Smith, Butt, Emre (Barton 51.), N’Zogbia (Milner 59.), Viduka, Martins. LIVERP00L Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Arbeloa, Gerrard (Crouch 80.), Luas, Sissoko, Kewell (Babel 58.), Torres, Kuyt (Riise 76.). MAÐUR LEIKSINS Steven Gerrard, Liverpool ekki leikinn 10-0. Þó má ekki ganga framhjá Steven Gerrard sem var allt í öllu hjá Liverpool. Gerrard hefur verið töluvert gagnrýndur það sem af er tímabilinu en hann sýndi og sannaði í þessum leik að hann er einn sá besti í heiminum. Reyndar var mótherjinn Newcastle sem virðist ekkert geta þessa dagana. Sam Allardyce, stjóri liðsins, er heldur ekki sá vinsælasti í borginni en allar ákvarðanir hans eru um- deildar og baulað var á skiptingarn- ar hans. Hann lék 3-5-2 og var him- inn og haf á milli varnar og miðju og miðju og sóknar. Þeir voru nánast alltaf undirmannaðir og Liverpool átti ekki í vandræðum að spila fram- hjá þeim. Til marks um hve New- castle var slakt leit Momo Sissoko íjandi vel út á miðju Liverpool. Ekki reka Sam „Sam gerir hlutina aðeins öðru- vísi en aðrir stjórar og við verðum að venjast því," sagði Obafemi Mart- ins, sóknarmaður Newcastíe, um stjóra sinn. „En það er allt í góðu, okkur leikmönnunum líður vel und- ir stjórn hans. Fólk verður að gefa honum tíma, kannski tvö til þrjú ár. Það er engin ástæða til að missa trú á honum strax því hann mun ná því besta úr liðinu eftir skamma stund." Joey Barton hefur einnig veitt stjóra sínum stuðning. „Við töpum tveimur leikjum, gerum jafntefli við Sunderland og fólk vill stjórann burt. Það er hjákátlegt í besta falli. Svona er breskt samfélag orðið, það er einhver vilji hjá fólki að sjá hausa fjúka. Við látum vangaveltur blaðanna sem vind um eyru þjóta og ef fólk trúir öllu sem það les er það hálfvitar. Allir leilcmenn styðja Sam og hann á eftir að gera góða hluti með þetta lið." Eitthvað hefur breyst Rafa Benitez, stjóri Liverpool, virðist kominn upp á kant við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett. Fréttir hafa borist að þremenningunum sé ekki of vel til vina og Benitez segir að eitthvað hafi breyst. „Það er ljóst að þeir vilja félaginu það allra besta en það vil ég einnig. Evrópski félagasldptamarkaðurinn er ekki eins og í Bandaríkjunum. Það er ekki hægt að velja leikmenn. Við áttum fund fyrir Arsenal-leildnn sem var jákvæður en eftir þann leik hefur eitthvað breyst. Þeir sögðu mér að einbeita mér að því að þjálfa liðið því Rick Parry myndi ná í leik- menn." Sam Allardyce, stjóri Newcastle, sagði að áhorfendur væru í full- um rétti að baula á liðið: 0LL SPJ0T A ALLARDYCE Newcastle tapaði 3-0 fýrir Liverpool þar sem liðið leit út eins og byrjendur. Þetta er annar heimaleikur liðsins þar sem það bíður stóran ósigur. Ahorfendur létu óánægju sína í ljós og bauluðu ekki bara á Steven Gerrard, heldur einnig á sitt eigið lið. „Þetta var viðbúið og aðdáendur eru í fullum rétti að sýna vanþóknun sína. Ég bjóst við þessu og þetta sýnir að það er metnaður innan þessa fé- lags. Stuðningsmenn borga sig inn til að koma og sjá fótboltaleik. Þeir eru hjarta og sál félagsins og því mega þeir alveg tjá sína skoðun. Þetta fer samt allt eftir úrslitum. Fyrir tveimur leikjum vorum við frábærir og lífið var auðvelt. Núna tveimur leikjum síðar er allt ómögu- legt. En ég sé ljósið og veit að við munum laga þetta." Allardyce segist ætía að grafa djúpt til að finna lausn- ir á vandamáli liðsins, ekki seinna vænna enda liðið komið niður úr efri hlutanum. „Ég hef í raun aldrei lent í þessum aðstæðum fyrr. En ég hef fengist við erfiðar aðstæður fyrr og ég lít á þetta sem áskorun. Maður brett- ir bara upp ermar og heldur áfram sínu starfi, vonandi byrjar það strax gegn Blackburn um næstu helgi." Allardyce þrumaði yfir leikmönn- um sínum í klukkutíma eftir leik- inn. Hélt þeim í búningsherberginu og að sögn enskra blaða fékk hár- þurrkumeðferðin nýja merkingu. Eftir að Ryan Babel skoraði þriðja mark Liverpool sungu stuðnings- menn: „You don’t know what you're doing," sem myndi útíeggjast á góðri íslensku: „Þú veist ekki hvað þú ert að gera," Sá besti! Sá flottasti! Ný bók um undrabarnið Cristiano Ronaldo Þessa bók verða allir knattspyrnu- fíklar að eiga! BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.