Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 15
DV Sport MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 15 Bolton Wanderes lyfti sér upp af fallsvæðinu með fyrsta heimasigri sínum á Manchester United í tæp þrjátíu ár. Nicolas Anelka skoraði eina markið í 1-0 sigrinum. Sir Alex Ferguson fékk rautt spjald fyrir að hella sér yfir Mark Clattenburg dómara í hálfleik. Bolton vann seinast úrvals- deildarleik 25. ágúst þegar liðið lagði Reading 3-0. Þá vann það seinast Manchester United á heimavelli í desember árið 1978 þótt liðið hafi nokkrum sinnum strítt United sein- ustu ár, sérstaklega á Old Trafford. Sigurmarkið kom á 11. mínútu. Ivan Campo lyfti boltanum úr aukaspyrnu inn á teiginn, Gerard Pique fór í flug- ferð og missti af boltanum og bolt- inn féll fyrir Anelka sem potaði honum í netið. Gary Megson lofaði fyrir helgi baráttu frá Bolton-liðinu og stóð við það þar sem heimaliðið var mun betra en United í fyrri hálf- leik. Til marks um máttleysi gest- anna má nefna að þeir komu hvorki skoti á rammann né fengu horn í hálfleiknum. Bolton-menn gengu líka hart fram í tæklingum og Kevin Davies straujaði Patrice Evra tvisvar sinnum. Harka Bolton ergði sir Alex Ferguson sem hellti sér yfir Mark Clattenburg í hálfleik og fékk fyrir það rauða spjaldið. United hresstist lítið fyrr en And- erson kom inn fyrir Pique og seinni hálfleikurvarrúmlegahálfnaðurþeg- ar liðið fékk sína fyrstu alvöru mark- tilraun þegar Jussi Jaskelainen varði góða aukaspyrnu Owens Hargreav- 40% MEÐ BOLTANN 60% 7 SK0TAÐ MARKI 15 1 SKOTÁMARK 2 2 RANGSTÖÐUR 2 4 HORNSPYRNUR 6 17 AUKASPYRNUR 14 3 GULSPJÖLD 0 0 RAUÐSPJÖLD 0 AH0RFENDUR.-25.028 B0LT0N Jaaskelainen, Hunt, Meite, Andrew 0'Brien, Gardner, Campo, Nolan (McCann 83.), Guthrie (Wilhelmsson 74.), Davies (Speed 70.),Anelka, Diouf. MAN.UNITED Van der Sar, Brown (0'Shea 88.), Pique (Anderson 59.), Ferdinand, Evra, Nani, Carrick, Hargreaves, Giggs,Saha,Tevez. MADUR LEIKSINS Ivan Campo, Bolton es. Carlos Tevez klúðraði dauðafæri þegar hann hitti ekJd markrammann af markteig eftir fyrirgjöf frá vinstri. Kvartar ekki undan baráttu Gary Megson, stjóri Bolton, von- ast til að sigurinn efli sjálfstraust Bolton. „Þetta var frábær frammi- staða því við vorum hungraðir og duglegir. Við höfum verið með vind- inn í fangið en ég hef aldrei efast um að við kæmum okkur af fallsvæðinu. Að vinna lið sem enginn reiknar með að við vinnum veitir okkur þá trú að við getum unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Við sköpuðum okkur ekki mörg færi en mér fannst United, með alla sína hæfileikamenn, ekki gera það heldur. Það er alltaf lykilat- riði að skora fyrst og halda hreinu," sagði Megson sem gaf lítið fyrir læt- in í Ferguson. „Við vorum í fallsæti svo ég bað leikmenn mína um að láta finna fyrir sér. Verstu tækling- una átti framherjinn (Davies) sem tæklar ekki vel. Við verðum að berj- ast. Ég gagnrýni ekki liðið mitt fyrir það. Eg myndi gagnrýna liðið ef það gerði það ekki. Dómarinn sá ekkert athugavert. Hann rak engan út af." Hreinskilinn við dómarann Víst. Hann rak sir Alex Ferguson út af. „Ég sagði dómaranum hvað mér fyndist um frammistöðu hans. Sumir dómarar kunna ekki við það, þeir vilja ekki heyra sannleikann. Ég sagði honum einfaldlega hversu lé- legur hann hefði verið í fyrri hálfleik. Ég veit að Bolton berst fyrir lífi sínu en það var heldur aðgangshart og tvær eða þrjár tæklingar í fyrri hálf- leik voru frekar Ijótar. Maður von- ast eftir að dómarinn sé nógu sterk- ur til að taka á slíku en það var hann ekki," sagði Ferguson og bætti við að Patrice Evra hefði fengið sérstaklega slæma meðferð hjá leikmönnum Bolton. „Ég veit ekki hvort þeir ætl- uðu sér að ná honum en hann var fórnarlamb nokkurra afleitra tæk- linga." United var án Cristianos Ron- aldo, sem er tognaður á læri og Nemanjas Vidic, sem spilaði með serbneska landsliðinu. „Við vorum samt með nógu góða leikmenn til að vinna leikinn. Við skópum okkur ekki nógu mörg færi til að verðskulda sigur. Mér fannst leikur okkar skána í seinni hálfleik en það var erfitt að opna vörn Bolton. Liðið er þekkt fyrir föst leikatriði og fyrir leikinn sögðum við að ef við verðumst þeim mynd- um við bjarga okkur en það gerðum við ekki." GG Manchester City er enn í Meistaradeildarsæti eftir 2-1 sigur á Reading á heimavelli um helgina: IRELAND Á ELLEFTU STUNDU Manchester City, undir stjórn fyrrverandi Iandsliðsþjálfara Englands, Sven-Göran Eriksson, hefur unnið alla átta heimaleiki sína á leiktíðinni. Útlitið var bjart þegar Martin Petrov kom liðinu yfir strax á tíundu mínútu eftir atgang í vítateig Reading þar sem bæði Emilie Mpenza og Elano höfðu átt markskot. Gestirnir tóku sig saman í andlitinu og James Harper skoraði með fallegu skoti frá vítateigsjaðrinum þremur mínútum fyrir leikhlé. City var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en virtist hafa klúðrað færinu á að vinna þegar Geovanni skaut yfir á lokamínútunni. Stephen Ireland var ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan og öðru sinni í þremur leikjum skoraði hann dramatískst sigurmark þegar hann negldi boltanum upp í nærhornið í uppbótartíma. „Þetta var frábært mark frá Stephen, sem spilar alltaf betur og betur. Hann er ungur og 14 SKOTAÐMARKI 4 l«l«Mn, Corluka (Jihai 43.), Richards, Dunne, Garrido, Gelson, 7 SKOTAMARK 1 Hamann, Irelund, Peirov, Elano 2 RANGSTÖÐUR 2 2 H0RNSPYRNUR 7 11 AUKASPYRNUR 15 0 GULSPJÖLD 2 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁHORFENÐUR: 43.813 (Geovanni 58.), Mpenm (Samaras46.). READING Hahnemann, Murty, Sonko, Ingimarsson, Shorey, Hunt, Gunnarsson, Harper, Convey, Doyle (Lortg 85.), Kitson. MAÐUR LEIKSINS Richard Dunne, Man. Qty hæfileikaríkur og á langan feril fyrir höndum," sagði Eriksson um frammistöðu Irelands. „Ég átti ekki von á marki, sérstaklega ekki þar sem mínútu fyrr klúðraði Geovanni mjög góðu færi en stundum þarf smá heppni. Við erum með gott lið og leikmennirnir voru duglegir frá upphafi til enda. Við byrjuðum leikinn vel en misstum taktinn svo jöfnunarmark Reading kom mér ekki á óvart. Reading gerði okkur erfitt fyrir en við verðskulduðum að vinna." Steve Coppell, stjóri Reading, tók ekki undir það. „Mér fannst við standa okkur nógu vel til að ná jafntefli. Það var sárt að fá þetta mark á okkur en við börðumst betur en í mörgum öðrum útileikjum. Við fórum í leikinn með ákveðna leikaðferð sem mér fannst virka ágædega en samt fórum við heim tómhentir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.