Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 21 Watford heldur forskoti sínu í Coca C þrátt fyrir 3-2 tap gegn Barnsiey. Nc Coventry í heimsókn. i á Englandi eft: . sjaldséðan sig Enn á toppnum Tommy Smith og félagar hans í Watford eru enn á toppi Coca Cola- deildarinnar þrátt fyrir tap um helgina. AÐGEFAEFTIR? DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON bladcimadur skrifar: dagurío'dv.is Heil umferð fór fram í Coca Cola- deildinni á Englandi um helgina. Efsta lið deiídarinnar Watford heimsótti Barnsley og varð að sætta sig við sitt þriðja tap á leiktíðinni. Lokatölur urðu 3-2 fýrir Barnsley. Barnsley komst í 2-0 eftir 34 mínútur. Fyrst skoraði Brian Howard á 31. mínútu og Martin Devaney bætti öðru marki við þremur mínútum síðar. Watford náði að minnka muninn á 36. mínútu þegar Dan Shittu skor- aði. Skömmu fyrir leikhlé var Shittu aftur á ferðinni þegar hann jafnaði metin. Það var svo Richard Lee, markvörður Watford, sem skoraði sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. 3-2 sigur Barnsley staðreynd og annað tap Watford í síðustu fjórum leikjum. Adrian Boothroyd, stjóri Watford, var mjög ósáttur við dómara leiksins, Mike Pike. Boothroyd taldi að brotið hefði verið á Richard Lee markverði þegar hann skoraði sjálfsmarkið og Boothroyd vildi einnig fá vítaspyrnu undir lok leiksins þegar Marlon King féll í vítateig Bamsley. „Við áttum klárlega að fá víta- spyrnu og aukaspyrnu þegar brotið var á markverðinum og ég sagði það við dómarann. Sumar ákvarðanirnar í síðari hálfleiknum voru furðulegar. Ég hef viðrað mínar skoðanir við mína leikmenn og við vitum allir að við áttum aldrei að lenda 2-0 undir. Ég er vonsvikinn, við viljum aldrei fá á okkur tvö mörk áður en við byrjum að skora og við verðum að nýta okkar tækifæri," sagði Boothroyd eftir leikinn. Fyrsti sigur Roeders Norwich vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Glenns Roeder þegar liðið fékk Coventry í heimsókn á Carrow Road. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Norwich þar sem Luke Chadwick og Jamie Cureton skoruðu mörkin. Norwich er þó enn í neðsta sæti deildarinnar. „Þessi sigur skiptir öllu máli. Ég sagði fyrir leikinn að það skipti litíu máli hvernig við myndum spila, svo lengi sem við myndum vinna. En við spiluðum frábæran fótbolta og unn- um og frá mínum bæjardyrum séð var þetta fullkominn dagur," sagði Roeder eftir leikinn og hrósaði láns- manninum Matty Pattison sérstak- lega fyrir sinn leik. „Ég er ánægður með alla mína leikmenn, allir léku sitt hlutverk í dag. Ég er mjög ánægður með Matty og ekki hissa. Ég sá mikið til hans þegar ég var með unglingalið New- castíe og einnig þegar ég var stjóri liðsins. Ég veit því hvað strákurinn getur," bætti Roeder við. Charlton gerði góða ferð til Preston og fór með 2-0 sigur af hólmi. Kínverjinn Zheng Zhi kom Chariton á bragðið með marki skömmu fyrir leikhlé og Luke Varney skoraði síðara markið skömmu fyrir leikslok. „Ef við ætíum að spila fótbolta í þessari deild verðum við að aðlag- ast baráttunni og hraðanum og ég tel okkur hafa rétta efniviðinn til þess. Ég er mjög ánægður með hugarfarið í hópnum og leikmenn eru staðráðn- ir í að eiga gott tímabil," sagði Alan Pardew, stóri Charlton. Leeds United tapaði 1-0 fyrir botnliði Cheltenham: ÓVÆNTTAP LEEDS Leeds United tapaði óvænt fyrir Cheltenham í ensku fýrstu deildinni. Eftír mjög góða byrjun á leiktíðinni hefur Leeds hikstað eftir að Gus Poy- et gekk til liðs við Tottenham. Fyrir leikinn var búist við auð- veldum sigri Leeds enda liðið sýnt bestu knattspyrnuna það sem af er leiktíðinni að margra mati. Að auki var Cheltenham á botni deildarinnar fyrir leikinn. Leeds sótti mikið allan leikinn en erfiðlega gekk fyrir sókn- armenn liðsins að skora. f síðari hálf- leik kom gamla brýnið Tore Andre FIo inn á völlinn og var nálægt því að skora ásamt Jamie Beckford. En Leeds-menn gleymdu sér í sóknar- leiknum og fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma skoruðu Chelten- ham-menn sigurmarkið. Steven Gill- espie skoraði með skoti af 25 metra færi í boga og í markið. Leeds sótti til ioka leiksins og minnstu munaði að það næði að jafna í lokin en ekk- ert gekk að klára færin frekar en fyrr í leiknum. Við sigurinn færist Cheltenham af botni deildarinnar en Leeds get- ur nagað sig í handarbökin þar sem leikmenn liðsins áttu 21 tilraun að marki. Leeds er í fimmta sæti deildar- innar eftir leikinn, fimm stigum á eftir Leyton Orient, en hefur spilað leik minna. Eins og frægt er orðið hóf Leeds leiktíðina 15 stigum á eftir öðr- um sökum fjármálamisferlis í stjórn félagsins. Þannig að ef liðið heldur svipuðum dampi og það hefur gert á leiktíðinni hingað til ætti liðið að geta komist upp í næstefstu deild. vidar@dv.is Tap hjá Leeds DennisWise, framkvæmdastjóri Leeds, laut í gras gegn Cheltenham. f flHH URSLITÍ ENSKA Newcastle - Liverpool 0-3 0-1 (28.) Gerrard, 0-2 (46.) Kuyt, 0-3 (66.) Babel. Arsenal - Wigan 2-0 1 -0 (83.) Gallas, 2-0 (85.) Rosicky. Birmingham - Portsmouth 0-2 0-1 (34.) Muntari, 0-2 (82.) Kranjcar. Bolton - Man. United 1 -0 1-0(11.) Anelka. Everton - Sunderland 7-1 1-0(12.) Yakubu, 2-0 (17.) Cahill, 3-0 (43.) Pienaar, 3-1 (45.) Yorke,4-1 (62.) Cahill, 5-1 (73.) Yakubu, 6-1 (80.) Johnson, 7-1 (85.) Osman. Man.City-Reading 2-1 1-0 (11.) Petrov, 1-1 (43.) Harper, 2-1 (90.) Ireland. Middlesbrough - AstonVilla 0-3 0-1 (45.) Carew, 0-2 (48.) Mellberg, 0-3 (58.) Agbonlahor. Derby - Chelsea 0-2 0-1 (17.) Kalou, 0-2 (73.) Wright-Phil- lips. West Ham - Tottenham 1-1 1-0 (20.) Cole, 1-1 (67), Davenport Fulham - Blackburn 2-2 1- 0 (51), Murphy, 1-1 (57) Emerton, 2- 1 (63) Kamara, 2-2 (79) Warnock. Staflan Liö L u j T M St I.Arsenal 13 10 3 0 29:10 33 2. Man. Utd 14 9 3 2 23:7 30 3. Man. City 14 9 2 3 18:14 29 4. Chelsea 14 8 4 2 21:9 28 5. Liverpool 13 7 6 0 22:6 27 6. Portsmou. 14 7 5 2 25:13 26 7. AstonVilla13 7 3 3 21:14 24 8. Everton 14 7 2 5 26:16 23 9. Blackburn 13 6 5 2 17:13 23 lO.WestH. 12 5 3 4 18:10 18 11. Newcast. 13 5 3 5 19:21 18 12. Fulham 14 2 7 5 18:22 13 13. Reading 14 4 1 9 17:31 13 14.Tottenh. 13 2 5 6 23:24 11 15. Bolton 14 2 5 7 12:18 11 16. Birming. 14 3 2 9 13:22 11 17. Middles. 14 2 4 8 12:26 10 18. Sunderl. 14 2 4 8 14:29 10 19.Wigan 14 2 2 10 10:25 8 20. Derby 14 1 3 10 5:33 6 Markahæstu menn: Leikmaður Liö Mörk Benjani Mwaruwari Portsmouth 8 Emmanuel Adebayor Arsenal 7 Nicolas Anelka Bolton 7 ENSKA 1.DEILDIN Cardiff - Ipswich 1 -0 Scunthorpe - Hull 1-2 Barnsley - Watford 3-2 Bristol City - Leicester 0-2 Burnley - Stoke 0-0 - Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu tíu mínúturnar (liði Burnley. Colchester - Crystal Palace 1-2 Norwich - Coventry 2-0 Q.P.R.- Sheff.Wed. 0-0 Sheff. Utd - Plymouth 0-1 Southampton - Blackpool 1-0 Preston - Charlton 0-2 W.B.A. - Wolves 0-0 Staflan Lið L U J T M St 1. Watford 17 11 3 3 31:21 36 2.W.B.A. 17 9 4 4 35:16 31 3. Charlton 17 9 4 4 24:15 31 4. Plymouth 17 7 6 4 23:18 27 5. Wolves 17 7 6 4 18:15 27 20. C.Palace 17 3 8 6 18:21 17 21.Blackp. 16 3 7 6 18:22 16 22.Q.P.R. 16 3 7 6 14:24 16 23. Preston 17 3 6 8 15:22 15 24. Norwich 17 3 3 11 12:26 12 ENSKA 2. DEILDIN Bournemouth - Oldham 0-3 Brighton - Carlisle 2-2 Gillingham - Hartlepool 2-1 Huddersfield - L.Orient 0-1 Luton - Southend 1-0 Millwall-Yeovil 2-1 Northampton - Walsall 0-2 Nott. Forest - Crewe 2-0 Port Vale - Doncaster 1-3 Swindon - Bristol R. 1-0 Tranmere - Swansea 0-1 Cheltenham - ■Leeds 1-0 Staðan Lið L U J T M St 1. L. Orient 17 9 4 4 26:26 31 2. N. Forest 16 8 6 2 27:9 30 3. Carlisle 16 8 5 3 25:13 29 4. Swansea 16 8 4 4 26:16 28 5. Leeds 17 13 2 2 31:13 26 20. Gillingh. 17 5 4 8 17:31 19 21. Chelten. 17 3 6 8 15:26 15 22. Bourne. 17 3 4 10 16:29 13 23. Luton 17 6 4 7 19:20 12 24. Port Vale 17 3 3 11 14:25 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.