Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV SarkozyíKína Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti er í opinberri heimsókn í Kína. f íylgd með Sarkozy eru margir frammámenn í viðskipta- lífi Frakklands og er talið að lögð verði áhersla á að efla viðskipta- leg tengsl landanna auk þess sem alþjóðamál verða rædd, til dæmis deilan um kjamorkuáform frana. Sarkozy hefur Iýst því yfir að það sé með öllu óviðunandi að íran komi sér upp kjamorkuvopnum og hann muni þrýsta á kínversk stjómvöld að tileinka sér harðari afstöðu gegn stjómvöldum frans vegna þess. Stjómvöld í Kína hafa tekið illa í refsiaðgerðir gagnvart íran vegna málsins. Sharif snýr heim Nawaz Sharif, tyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, er snúinn heim eftir átta ára útlegð. Pakistanskir embættismenn heimiluðu heimkomu hans með þeim skilyrðum að hann kæmist að samkomulagi við Pervez Musharraf, forseta landsins. í viðtali við fréttastofu BBC sagði Sharif að ekki væri mikið svigrúm til slíks samkomulags. Hundmð lögreglumanna grá fyrir járnum voru stödd á flugvellinum við komu Sharifs til landsins, en að sögn fréttaritara var ekki eins mikil spenna í loftinu nú óg í september, en þá gerði Sharif misheppnaða tilraun til að snúa heim úr útíegð. Andstæðingar Pútíns handteknir Rússneska lögreglan handtók um hundrað og fimmtíu manns sem stóðu fyrir mótmælum í St. Pétursborg í gær og var Boris Nemtsov forsetaframbjóðandi þar á meðal. Honum var sleppt síðar. Á laugardaginn var fyrrverandi heimsmeistari í skák, Garry Kasp- arov, handtekinn við mótmæli í Moskvu. Hann var dæmdur til fimm daga fangelsisvistar fyrir að standa fyrir ólöglegri kröfugöngu. íbúar smábæjarins Dardenne Prairie í Missouri i Bandaríkjunum eru i uppnámi. Ástæð- an er sú að fyrst nú eru að koma í ljós óhugnanlegar staðreyndir sem tengjast sjálfs- morði ungrar stúlku þar fyrir ári. Josh Evan var aldrei til. Hann var tilbúningur Lori Drew, móður einnar vin- konu Megan, sem bjó í fjögurra húsa fjarlægð frá heimili Megan. J Megan Meier Fórnarlamb ofsókna á vefsvæði MySpace KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaöamaöur ikrifar: kolbeinnwdv.is Smábærinn Dardenne Prairie er að flestu leyti eins og aðrir úthverfabæir í Bandaríkjunum. fbúarnir eru lög- hlýðnir borgarar og börn eru að leik innan við snyrtilegar rimlagirðingar. Hingað til hefúr lögregla þar um slóðir ekki séð ástæðu til að stunda eftirlits- akstur um götur bæjarins. Um helgina varð þó breyting þar á. Ástæðan var sú að ári eftir að þrett- án ára stúlka, Megan Meier, framdi sjálfsmorð, eru bæjarbúar að fá upp- lýsingar um málavexti og um helgina var haldin kertavaka fyrir utan heim- ili foreldra hennar. Þar voru saman- komin börn og foreldrar sem héldu á spjöldum þar sem sagði „Réttlæti fyrir Megan". Fékk aðgang að MySpace Megan Meier var viðkvæm, þybb- in stúlka sem þjáðist af þunglyndi. Hún var aðeins þrettán ára. Fyrir um ári tókst henni að telja foreldra sína á að leyfa henni að fá aðgang að netsíðu MySpace. Þar komst Megan í kynni við Josh Evans. Josh var sextán ára og myndarlegur og hann sagði Megan að hún væri falleg. Sex vikum síðar komu foreldrar Megan að henni þar sem hún hafði hengt sig í loftbita í svefnherbergi sínu. Eftir að hafa ausið Megan lofi og prís svo vikum skipti hafði Josh skyndilega breyst. Hann sagði hana vera illgjama og að hann hefði heyrt að hún væri andstyggileg við vini sína. Fyrr en varði bættust fleiri í hópinn og henni var úthúðað í netheimum; hún var feit og hún var hóra. Að sögn Tinu, móður Megan, varð þetta Megan um megn. Hún hafði fyrir verið fómarlamb ein- eltis og hafði í mörg ár reynt að fá einhvem strák til að líka við sig. Höfri- un Josh var meira en hún réð við. Josh var aldrei til Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem bæjarbúar fengu að vita sann- leikann um Josh. Josh Evan var aldrei til. Hann var tilbúningur Lori Drew, móður einnar vinkonu Megan, sem bjó í fjögurra húsa fjarlægð frá heim- ili Megan. Og þrátt fyrir rannsókn af hálfu hvort tveggja lögreglu og alríldslög- reglunnar, FBI, verður Drew ekki sótt til saka því netheimar virðast ekki lúta lögum og rétti. „Okkur hefur verið sagt að engin Iög „passi" við þetta, þess vegna er þessi vaka svo mikilvæg. Það er ekki í mínu valdi að fá hana (Meg- an) aftur. En það sem ég get gert er að þrýsta á um breytingar" sagði Tina, móðir Megan. Foreldrar Megan héldu staðreynd- um málsins leyndum í ár að ráði lög- fræðings þeirra og það var eldd fyrr en í síðustu viku sem þau rufu þögn- ina. Saksóknarar segja málið snúið því ekki sé með fullri vissu hægt að full- yrða af hvaða sökum Megan framdi sjálfsmorð, en öll sönnunargögn verði endurskoðuð. Sök bítur sekan Á sama tíma og nágrannar sýna hluttekningu sína heita foreldrar Megan því að fara með málið fyr- ir dómstóla. Almenningur í Banda- ríkjunum er furðu lostinn og reiður vegna málsatvika og skorts á aðgerð- um. Refsiaðgerðir netheima hafa dunið á Lori Drew og Curt, eigin- manni hennar. Reiðir bloggarar hafa birt á netinu upplýsingar um hjón- in, heimilisfang þeirra, vinnustaði þeirra og símanúmer. Hjónin er eru fyrirlitin af bæjarbú- um, það rigniryfir þau haturspósti og múrsteinum hefur verið kastað inn um glugga hjá þeim, þeim hefur jafn- vel verið hótað lífláti. „Ég hef heyrt að hún fái líflátshótanir og hún þori ekki út úr húsi. En ég finn ekki til með henni vegna þess sem hún verður fyr- ir vegna gjörða sinna. Ég mun berjast þar til yfir lýkur fyrir því að hún verði ákærð," sagði Tina Meier. Vináttusamband og útilegur Móðir Megan sagði að Lori Drew hefði átt að verða ljósar mögulegar afleiðingar gerða sinna því Megan hafi átt vináttusamband við dóttur hennar, gist hjá henni og farið með þeim í útilegur. Að sögn Tinu hefði Lori Drew átt að vera fullkunnugt um þau sálrænu vandamál sem Megan glímdi við og var í meðferð vegna. „Hún hefði allt eins getað haldið byssu að höfði hennar. Henni fannst þetta sniðugt, hún leit á þetta sem leik. Ég vil fá þau á bak við lás og slá. Hún er fullorðin og níddist á barni, með því að þykjast vera sextán ára drengur. Hún hóf hana upp og kast- aði henni svo niður" sagði móðir Megan. FERÐALEIKUR EBis -hvað ar að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.