Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Síða 23
PV Sport MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 23 Valur sigraði Stjörnuna í Nl-deildinni 34-29. Valsmenn höfðu frumkvæðið mestallan leikinn en náði ekki að hrista Stjörnuna af sér fyrr en í lokin. Valur sigraði Stjörnuna 34-29 í góðum handboltaleik í Vodafone- höllinni. Hlíðarendapiltar voru betri í leiknum þó Stjörnumenn væru ávallt skammt undan. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur og komust í 9-4. Á þeim leikkafla fór Ernir Arnarsson mikinn og setti fjögur mörk. Auk þess var Pálmar Pétursson heitur í markinu og varði vel en á sama tíma lak flestallt inn hjá Roland Eradze í marki Stjörnunnar. Hlynur Mortens leysti hann af um miðjan hálfleikinn og varði sex skot í fyrri hálfleik og 15 skot alls. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát heldur tóku leikhlé og endurskipulögðu leik sinn. Á góðum leikkafla minnkuðu þeir muninn í 12-10. Á næstu mínútum var leikurinn hraður og skemmtilegur áhorfs og sóknarleikur liðanna gekk vel. Úlafur Víðir Ólafsson og Heimir Árnason komu inn í leik Stjörnunnar og við það þurftu varnarmenn Vals að sækja út í þá. Þar með losnaði um hornamenn og línumann sem nýttu færin betur en í upphafi. I hálfleik stóðu leikar 15-14 heimamönnum í vil í fínum handboltaleik. Stjörnu- menn jöfnuðu leikinn í 16-16 í fyrsta skipti síðan í stöðunni 1-1. Stuttu síðar komust þeir yfir í 18- 17. Valsmenn spýttu í lófana eftir þetta og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Vörnin styrktist um leið og Ernir Arnarsson hélt áfram góðum leik frá því í fyrri hálfleik. 26-23 fyrir Vai þegar rúmar 12 mínútur voru eftir. Það hafði ekki tilætluð áhrif og Valsmenn náðu fjögurra marka forystu 32-28 þegar sjö mínútur lifðu leiks. Vorum í erfiðleikum að hrista þá af okkur „Það var meiri vilji hjá okkur og margir sem spiluðu vel. Ernir og Elvar skutu og allt var inni auk þess sem Pálmar var góður í markinu. Við vorum að vísu í erfiðleikum með að hrista þá af oklcur, svo náðum við að komast ífjögurra marka forystu undir lokin og mér fannst þetta vera öruggt eftir það. Það var óþægilegt að missa þá yfir í síðari hálfleik og gaman að sjá hvernig við brugðumst við því. Þeir hefðu getað komist tvö yfir en það var þægilegt að ná að halda þeim frá því. Ég er bara virkilega sáttur og það voru margir góðir. Hver leikur er úrslitaleikur og það verður gaman að kljást við Akureyri fýrir norðan í næsta leik." sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Elvar Friðriksson átti góðan leik fýrir Val og skoraði 8 mörk og mörg hver voru þau undir lok leiksins á mikilvægum augnablikum. „Þetta var gaman, við bara skutum og skutum en flestallt lá inni. Ég var að vísu aðeins smeykur þegar Stjörnumennirnir náðu okkur í seinni hálfleik. En ég fann það samt að þegar við settum áfram í gírinn náðum við að valta yfir þá aftur," sagði Elvar Friðriksson, sem átti góðan leik í liði Vals. Heimir Árnasson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki sáttur í leikslok. „Það vantaði Jón Heiðar og hann er okkur mikilvægur í vörninni. Við máttum ekki við því. Eins vorum við stirðir eftir langa pásu." VIÐAR GUÐJÓNSSON bladamciöur skrifar: vidar(ó<dv.is ÚRSLITHELGARINNAR N1-DEILD KARLA Valur - Stjarnan 34-29 Mörk Vals: Ernir H. Arnarson 9, Elvar Friðriksson 8, Baldvin Þorsteinsson 7, Arnór Malmquist 6, Sigfús P. Sigfússon 2, Ingvar Árnason 1, Fannar Þ. Friðgeirs- son 1. Mörk Stjörnunnar: Ólafur V. Ólafsson 7, HeimirÖ. Árnason 6, Björgvin Hólmgeirs- son 4, Gunnar I. Jóhannsson 3, Volodmir Kysil 3, Ragnar Helgason 2, Hermann Björnsson 2, Guömundur Guðmundsson 1, Björn Friðriksson 1. (BV - Afturelding 24-23 Mörk (BV: SergeyTrotsenko 8, Zilvinas Grieze 7, Sindri Haraldsson 4, Grétar Eyþórsson 4 og Leifur Jóhannesson 1. Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 6, Daníel Jónsson 5, Reynir Ingi Árnason 4, Alexandar Popov 3, Magnús Einarsson 2, Asgeir Jónsson 1, Bjarki Sigurðsson 1 og Jón Andri Helgason 1. Haukar - Akureyri 25-25 Mörk Hauka (viti): Kári K. Kristjánsson 5, Arnar Jón Agnarsson 5, Sigurbergur Sveinsson 4, Jón Karl Björnsson 4 (2), An- dri Stefan 3, Freyr Brynjarsson 2, Þröstur Þráinsson 1, Gunnar B. Viktorsson 1. Varin skot (víti): Magnús Sigmundsson 22, Gfsli Guðmundsson 1 (1). Mörk Akureyrar (vlti): Andri S. Stefánsson 4, Goran Guslc 4 (1), Ásbjörn Friðriksson 4, Jónatan Magnússon 3 (2), Nikolaj Janko- vic 3, Björn Ó. Guðmundsson 2, Einar L. Friðjónsson 2, Eirikur Jónasson t, Rúnar Sigtryggsson 1, Magnús Stefánsson 1. Varin skot (víti): Hörður F. Ólafsson 13. Staðan Lið L u J T M St 1. Haukar 11 7 3 1 312:266 17 2. HK 10 7 1 2 274:243 15 3. Fram 10 6 1 3 287:260 13 4. Stjarnan 10 6 1 3 303:271 13 5. Valur 9 4 2 3 231:217 10 6. Akureyri 11 2 2 7 287:307 6 7. Aftureld. 10 2 2 6 250:264 6 8. ÍBV 11 1 0 10 274:390 2 EFH-ÁKORENDAK. EVR. Fram - Ankara II Özel 36-20 Mörk Fram (viti): Haraldur Þorvarðarson 6, Guðjón Drengsson 5, Hjörtur Hinriks- son 4, Einar I. Hrafnsson 4, Jóhann G. Einarsson 4, Filip Kliszczyk4, Halldór J. Sigfússon 4 (2), Zoltan Belanyi 2, Jón B. Pétursson 2. Varin skot (vfti): Magnús G. Erlendsson 15, Björgvin P. Gústavsson 13 (2). Mörk Ankara (víti): ömer Aslan 6(1), Soner Genec 5, Murat Ölmez 3, Aydin Aydinli 2, Rifat Shahin 1, Baris Orhonlu 1, Mehmet Demirezen 1, Hamza Ciftci 1. Varin skot (vfti): Cemal Bayrakci 4, Evren Kuban 1. EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSL. FCK-HK 36-24 Markahaestir (liði HK: Augustas Strazdas 5, Gunnar S. Jónsson 4, Ólafur B. Ragnars- son 4, Sergei Petraytis 4. Varin skot: Egidijus Petkevicius 15. - FCK vann samanlagt 62-48. Fram vann Ankara II Özel 36-20 í gær og samanlagt 65^44 í EHF-áskorendakeppni Evrópu í handbolta: Auðveldur sigur Framara gegn slökum Tyrkjum Fram vann vægast sagt auðveld- an sigur á tyrkneska liðinu Ankara II Özel í síðari leik liðanna í EHF-áskor- endakeppni Evrópu í handbolta. Lokatölur urðu 36-20 og Fram vann samanlagt 65-44. Fram náði strax undirtökunum í leiknum og tyrkneska liðið skoraði aðeins þrjú mörk á fýrstu 20 mínút- um leiksins. Staðan f hálfleik var 15- 6, Fram í vil, og aðeins spurning hve stór sigur Framara yrði. Mótlætið virtist fara í taugarn- ar á leikmönnum tyrkneska liðsins og þeir voru duglegir að beita bola- brögðum, sérstaklega þegar dómar- ar leiksins sáu ekki til. Lokatölur urðu 36-20 og leikur- inn var lítið meira en ágætis æfing fyrir lið Fram. Vörn liðsins spilaði vel og fýrir aftan hana vörðu þeir Magn- ús Gunnar Erlendsson og Björgvin Páll Gústavsson vel. Halldór Jóhann Sigfússon, leik- maður Fram, fékk að finna fýr- ir fólskubrögðum Tykjanna og var kýldur í kviðinn oftar en einu sinni í leiknum. „Við spiluðum hörkuvörn og feng- um hraðaupphlaup. Við hefðum get- að skorað 45 mörk í dag en við vorum aðallega að reyna að komast heilir frá þessum leik. Við eigum svolítið erfitt prógram ffarn undan. Það er allt í lagi að spila hart en þeir eru svolítið blóðheitir og þegar þeir sáu að þeir áttu ekld séns fóru þeir að gefa olnbogaskot og kýla menn í bringu og maga þegar bolt- inn var farinn í burtu. Maður hefur svo sem alveg lent í svona hlutum áður," sagði Halldór Jóhann. Haraldur Þorvarðarson, leik- maður Fram, sagði að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. „Við viss- um að við værum sterkari en þetta lið. Þeir eru með þunnan hóp, við erum með breiðan hóp og spiluð- um á öllum leikmönnum og rúlluð- um yfir þá," sagði Haraldur. „Þeir eru ekki sterkir í hand- bolta en eru líkamlega sterkir og við fengum alveg að finna fyrir því. En handboltalega séð áttu þeir ekki mikla möguleika," sagði Haraldur og bætti við að það hafi margt verið jákvætt í Ieik Fram. „Við fengum að rúlla okkar leik- kerfum og slípa okkar leik. Allir spiluðu og þetta var bara fín æfing." dagur@dv.ls Deilur Halldór Jóhann Sigfússon, númer 55, var ósáttur við meöferöina sem hann fékk hjáTyrkjunum (gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.