Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2007, Blaðsíða 12
12 MANUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 Sport DV 6-1 Andy Johnson skorar hér sjötta mark Everton en hann kom nýlega til baka eftir meiðsli. 1*' r flri Everton sigraöi Sunderland 7-1 í leik þar sem Spánverjinn Mikel Arteta var frábær i liði Everton: SJÖFÖLD NIÐURLÆGING SUNDERLAND VIOAH GUOJONSSON bladamaðui skrifar: vidaríii'dv.ls % Everton rúllaði yfir Sunderland með sjö mörkum gegn einu. Spánverjinn knái Mikel Arteta var magnaður í leiknum og var maðurinn á bak við flestar sóknir Everton en skoraði ekki sjálfur. Roy Keane, framkvæmda- stjóri Sunderland, var ekki upplits- djarfur eftir ieikinn en liðið er án sigurs á útivelli í úrvalsdeildinni í 18 tilraunum. Everton skoraði sfðast sjö mörk í deildinni gegn Southampton fyrir ellefu árum og liðið lítur vel út um þessar mundir. Fyrsta mark Everton kom á 12. mínútu þegar Yakubu kom heima- mönnum yfir. Skot hans fór af Danny Higginbotham í jörðina og þaðan yfir Dean Gordon sem stóð hjálparlaus í einsids manns landi. Þar með hófst orrahríð að marld Sunderland-manna sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið fyrr en Tim Cahill og Steven Pienar höfðu komið Everton í 3-0. Dwight Yourke minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik og það reyndist það eina jákvæða sem Sunderland gat horft til í þessum leik þar sem Evert- on átti 15 skot á markið gegn 5. Hálfleiksræða Keanes breytti engu Roy Keane hefur væntanlega lát- ið vel í sér heyra í hálfleik. Sunder- land-menn áttu sinn besta leikkafla á fyrsta korterinu í síðari hálfleik. En sú mótspyrna var brotin á bak aftur af Tim Cahill sem skoraði sitt fjórða mark eftir sextíu metra stungusend- ingu frá Joseph Yobo. Þar með gafst Sunderland end- anlega upp en Everton-menn voru staðráðnir í að klára leikinn með stæl. Yakubu skoraði annað mark sitt í leiknum rétt áður en hann var tekinn af leikvelli á 78. mínútu. Vara- maðurinn Andy Johnson var ekki búinn að vera lengi inni á vellinum þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á U'mabilinu en hann er búinn að vera meiddur í nokkurn tima. Leon Osman skoraði síðasta markið í leiknum á 84. mínútu. Þar við sat og ef miðað er við þessa frammistöðu er langur vetur fram undan hjá Roy Keane og hans mönnum í Sunderland. Liðið byrj- aði leiku'ðina ágætlega en hefur ekki unnið leik lengi í deildinni. Everton er hins vegar á mik- illi siglingu og hefur ekki tapað leik í deildinni síðan í grannaslagnum gegn Liverpool 20. október. Besta frammistaðan David Moyes, framkvæmdastjóri Everton, var ekki frá því að þetta væri besta frammistaða liðsins síðan hann kom til félagsins. „Þegar maður sér slíka frammistöðu langar mann að setja hana í flösku og nota hana aftur og aftur. Ég hafði það á tilfinningunni að eitthvað þessu líkt væri á leiðinni. Þegar allir eru orðnir heilir og enginn er að spila landsleiki finnur maður meðbyr. En þetta snýst einnig um þá leikmenn sem sitja uppi í stúku. Þeg- ar allir eru heilir er mikil samkeppni um stöður í liðinu og við verðum að halda uppi slíku umhverfi til þess að færast ff am á við sem félag." Moyes tiltók sérstaklega frammi- stöðu Spánverjans klóka Mikel Art- eta. „Þetta var besta frammistaða liðsins síðan ég kom til félagsins og þetta var hrein unun á að horfa. Arteta var frábær í leiknum, sér- staklega í fyrri hálfleik. Færin sem hann skapaði voru mýmörg og það er ótrúlegt að hann hafi verið að koma til baka eftir meiðsli. Á góðum degi er hann jafngóður og þeir bestu, r Yakubu 12..Cahill 17.,Pienaar Yoike45. 43., Cahill 62.. Yakubu 73., Johnson80.,ösman85. 45% MED BOLTANN 55% ____________________________ 27 SKOTAÐMARKI 16 Howarf, Neville. Yobo (Jagielka 81.), Lescott NunoValente, 5 Arteta, Carsley, Osman, Pienaar, 1 Cahill (Ankhebe 74.), Yakubu (Johnson 74.). 6 skotAmark RANGSTÖÐUR HORNSPVRNUR AUKASPYRNUR GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD AHORFENDUR: 38.594 SUNDERLAND Gordon, Whitehead, Móhane, Higginbotham, Harte, Edwards, Etuhu (Wallace 46.), Yorke (Collins46.), Leadbiner, Giopra (Cole 67.), Jones. MAÐUR LEIKSINS l-r Mikel Arteta, Everton hann er magnaður leikmaður," segir David Moyes, framkvæmdastjóri Ev- erton. Hann er sáttur við að fá Andy Johnson til baka en hann hefur verið nokkuð frá. „Endurkoma Andys gerir alveg heilmikið fyrir okkur því hann er annars konar leikmaður en hin- ir sem við höfum. Snerpa hans gef- ur okkur aukna möguleika á því að breyta leik okkar ef hlutirnir eru ekki að ganga." Roy Keane, framkvæmdastjóri Sunderland, var niðurlútur í leiks- lok. „Ég hef aldrei orðið fyrir slíkri út- reið á ferli mínum. Vonandi var þetta í fýrsta og eina skiptið sem ég lendi í þessu. En mínar tilfinningar skipta svo sem ekki mestu máli, aðalmálið er að stuðningsmennirnir og félagið í heild bregðist við með jákvæðum hætti. Ég vil ekki bara gagnrýna varnar- mennina fjóra. Fleiri stóðu sig ekki nógu vel í varnarleiknum. Everton til hróss voru þeir líklegir til þess að skora í hvert skipti sem þeir komu fram á völlinn, það er góður eigin- leiki," segir Roy Keane. Maður leiKsins Mikel Ai teta var fiabær í leiknum við Sunderland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.