Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Fréttir DV SAM)K()K\ ■ Snarpar umræður hafa verið á Alþingi í vikunni vegna sölu Þró- unarfélags Keflavíkurflugvallar á nærri 1.700 íbúðum á Miðnesheiði. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi ætlar að gera stjómsýslu- úttekt á sölu ríkiseigna á Miðnesheiði sem var í umsjón Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar. Ibúðimarvoru seldar án þess að fara hina hefð- bundnu leið, samkvæmt lögum, í gegnum embætti Ríkiskaupa. Oskar Ásgeirsson, sérff æðing- ur í eignasölu Ríkiskaupa, hefur sagt reglumar alveg skýrar og salan hefði átt að koma til hans. Þingmenn stjómarandstöðunn- ar, með Atla Gíslason hæsta- réttarlögmann í fararbroddi, hafa gagnrýnt söluna harðlega og hafa bent á ýmis tengsl þeirra sem komu að sölunni við Sjálf- stæðisflokkinn. ■ Eldar loga hjá Strætó bs. þessa dagana. Framkvæmdastjóri fýrirtækisins, Reynir Jónsson, ætlar að áminna trúnaðarmenn fyrir ölvun í starfi eftir að þeir sóttu móttöku vegna trúnaðar- mannaskipta. Gísli Guðni Hall hefur tekið að sér málarekstur fýrir hönd trúnaðarmanna og hefur sent framkvæmdastjóran- um bréf þess efnis að áminning- arnar verði dregnar til baka ella þurfi hann að svara til saka fýrir dómstólum þar sem miskabóta verði krafist. ■ Þess ber að geta að óvild trúnaðarmannanna beinist nú eingöngu að Reyni, en ekki öðr- um yfirmönnum, sem þeir telja ganga óhóflega ff am í því að ná á þá höggi. Jóhannes Gunnars- son, fyrrverandi fyrsti trúnaðar- maðurvagnstjóra, segirvagns- tjóra reiða og að sjálfur sé hann kominn með nóg af offíki ff am- kvæmdastjórans. Ásakanimar ganga á víxl og verður forvitnilegt að fýlgjast með ffamvindu mála á næstunni. ■ Eftirað Auður EirVilhjálms- dóttir lét af störfum sem prestur Kvenna- kirkjunn- ar nýverið vegna aldurs er enginn þar sem fær greidd laun frá Þjóðkirkjunni. Kvennakirlq- an er sjálfstæður hópur um 300 meðlima sem hefur starfað innan Þjóðkirkjunnar ffá 1993 og byggir starf sitt á kvennaguðffæði. Þegar leitað er eftir svörum við ástæð- um þess að Þjóðkirkjan kýs að hætta launagreiðslum fást ekki svör frá Biskupsstofu, auk þess sem forsvarsmenn Kvennakirkj- unnar virðast vilja þegja málið í hel. Mögu- lega finnst þeimÞjóð- kirlqan eiga undir högg að sækja eftir gagn- rýni síðustu viknaog treysta sér ekki til að láta í sér heyra svo ná- lægtjólahátíðinni. Uausti@dv.is Leiðréttinq Ranglega var sagtað maður- inn sem fleygði stól gegnum glugga á kaffihúsi á Bifröst aðfaranótt miðvikudags væri nemandi við skólann. Hann er erlendur verkamaður og tengist skólanum ekki. Brynjólfur Árnason, sveitarstjóri Grimseyjarhrepps, var einn þeirra sem voru yfir- heyrðir vegna dularfulls húsbruna í Grímsey í sumar. Húsið var í umsjón hans þegar það brann. Við rannsókn málsins kom i ljós að kveikt hafði verið i því og notast hafði verið við steinolíu. Við rannsókn á brunanum kom þjófnaður Brynjólfs á 12.900 lítr- um af olíu upp á yfirborðið. Grímsey Húsið sem um ræðir var á suðurhluta eyjarinnar. Það var komið til ára sinna og brann til kaldra kola. EINARÞORSIGURÐSSON bladamadur skrifar einawdv.is Upp komst um olíustuld Brynjólfs Árnasonar, sveitarstjóra í Gríms- ey, þegar lögregla rannsakaði húsbruna í eyjunni í maímánuði síðastliðnum. Eldur kviknaði í af- skekktu húsi og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Við rannsókn á brunanum komst upp um olíu- þjófnað- inn sem Sveitarstjóri Brynjólfurvaryfirheyrður vegna elds sem upp kom í húsi (Grímsey í vor. Hann hafði lyklavöld að húsinu en steinoKa hafði verið notuð við (kveikjuna.. Brynjólfur var sakfelldur fyrir í síð- ustu viku. Þá var Brynj ólfur dæmd- ur í þriggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi en hann dró sér 12.900 lítra af olíu. Brynjólfur Árnason var í sumar yfirheyrður vegna húsbrunans en hafði ekki stöðu grunaðs manns. Þetta staðfestir Daníel Guðjóns- son, yfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á Akureyri. f kjölfar umfjöllunar DV af mál- inu hófst rannsókn á bókhaldi hreppsins en Brynjólfur er grun- aður um stórfellt fjármálamisferli og skjalafals. íslandspóstur hefur einnig hafið innanhússrannsókn á málinu en Brynjólfur starfaði sem umboðsmaður íslandspósts í Grímsey um árabil. Kveikt í með steinolíu Húsið sem brann til kaldra kola stóð á suðurhluta eyjarinnar og stóð nokkuð fyrir utan byggð- ina. Það gekk alla tíð undir nafninu Grenivík og var komið nokkuð til ára sinna. 1 maí kviknaði í húsinu og allan tímann lék grunur á að um íkveikju hefði verið að ræða. Við rannsókn málsins kom í ljós að sá grunur reyndist á rökum reistur. Eldurinn kom upp í einu her- bergjanna en þegar farið var að rannsaka brunann kom í ljós að við íkveikjuna hafði verið notast við steinolíu. Húsið var í eigu rík- isins og hafði Brynjólfur einn lykla- völd að húsinu. Brynjólfur hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu en teknar voru skýrslur af fleiri en honum við rannsóknina. Ástæða þess að tekin var skýrsla af honum er sú að hann hafði lykla- völd að húsinu og var vörslumaður þess. Daníel segir að læsingarjárn á glugga í húsinu hafi verið bilað og því hefði hver sem er getað far- ið inn um gluggann og kveikt í hús- inu. Ekki var hægt að sanna hvort húsið hefði verið læst þegar eldur- inn kom upp. Stórfellt misferli Við rannsókn á brunanum kom í ljós að Brynjólfur hafði ekki keypt olíu á húsið sitt í mörg ár eða á verslunina sem hann rak, Gríms- kjör. Brynjólfur játaði sök í mál- inu og borgaði síðan fýrir olíuna. Sveitarstjórnarmenn í hreppnum og endurskoðendur frá fýrirtæk- inu Díl hafa haft bókhald hrepps- ins til skoðunar þessa vikuna. Sam- kvæmt heimildum DV hefur margt misjafnt komið ffarn í bókhaldinu en meðal þess sem Brynjólfur er grunaður um er skjalafals og fjár- svik. Meðal þess sem Brynjólfur keypti er átta milljóna króna land- mælingartæki. Ekki liggur fýrir í hvað átti að nota tækið. Samkvæmt heimildum DV er hann einnig grunaður um að hafa veitt verslun sinni Grímskjörum styrkveitingar. DV greindi frá því í gær að Brynjólfur hefði keypt skotbómu- lyftara að andvirði fimm til sex milljóna króna í nafni Grímseyj- arhrepps. Lyftarann notaði hann við höfnina til að afgreiða birgðir úr Grímseyjarferju. Kaupin voru aldrei rædd á sveitarstjórnarfund- um og höfðu aðrir sveitarstjórnar- menn ekki hugmynd um kaupin. Þegar í ljós kom að ekki væri allt með felldu varðandi kaupin reyndi Brynjólfur að hylma yfir þau, sam- kvæmt heimildum DV. íbúum brugðið íbúar í Grímsey eru margir hverjir í öngum sínum vegna máls- ins. Brynjólfur naut almennra vin- sælda í Grímsey og var vel liðinn íbúi. Viðmælandi DV sagði að auð- velt hefði verið að leita til Brynj- ólfs ef eitthvað bjátaði á. Mjög ólík- legt verður að teljast að Brynjólfur muni sitja áfram sem sveitarstjóri. Hann hefur glímt við vanheilsu undanfarna daga og ekki er ljóst hvenær hann snýr til baka. Sam- kvæmt heimildum DV verður fjár- málamisferli Brynjólfs kært til lög- reglu en rannsókn málsins er nú á lokastigi. y Sælir eru seinheppnir SKÁLDIÐ SKRIFAR KRISTJÁN hreinsson skáld skrifar. Rétt eins og reikna iná med þvíað tap FL Group muni eklcifá titilinn „Tap aldarinnar" Hannes Smárason, fyrrverandi að- stoðarforstjóri íslenskrar erfða- greiningar, er hættur að vera for- stjóri hjá FL Group, einkum vegna þess að hann hefur hjálpað félaginu að tapa nokkrum milljörðum á árinu sem senn er á enda. Sá sem víkur Hannesi úr starfi er Jón Ásgeir Jóhannesson Jónssonar í Bónus. Og kjarni málsins er sá að menn vantreysta Hannesi en vilja ábyggilega verðlauna hann með ágætum starfslokasamningi og sýna honum að seinheppni má fyrirgefa. Og það er akkúrat téður Jón Ásgeir sem er helmingurinn af því sem íslenskir fjölmiðl- ar kalla „Brúðkaup aldarinnar". Hinn helm- ingur þess hjúskaparsáttmála er (eins og allir vita) Ingibjörg Pálmadóttir Jónssonar í Hag- kaup. En það er ansi stórt upp í sig tekið að kaUa þetta brúðkaup „Brúðkaup aldarinnar" þegar við tökum tillit til þess að öldin var að byrja og u.þ.b. 93 ár eru til næstu aldamóta. Þótt brúðkaupið hafi verið dýrt og vel heppn- að má fastlega reikna með því að það verði toppað - þótt síðar verði. Rétt eins og reikna má með því að tap FL Group muni ekki fá titil- inn „Tap aldarinnar" þegar fram líða smndir. „Seinheppni aldarinnar" er hugtak sem við eigum alveg eftir að spá í. En þegar ég hugsa til þess að íslensk stjórnvöld sendu hina drjúgu konu Valgerði Sverrisdóttur til þess að fylgjast með kosningum í Rússlandi, þá er eins og kandídat sé tilnefndur. Ég var að vísu ánægður með það að framsóknarkvendið var sent úr landi og hefði hún mátt vera lengur - mín vegna. Ef við þurfum úttekt á spillingu verðum við að setja reynslubolta í verkin, jafnvel þóttvið- komandi sjái ekki hið augljósa. Meðfestu gegn Pútin nú fara þeir mikinn, umfláttskap í kosningum saka þeir hann. En til þess aðkannaþar svindlið og svikin við sendum þeim auðvitað framsóknarmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.