Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Asmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins á stafraenu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Oll viötöl blaösins eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SAIVDKORIV ■ Kolbrún Halldórsdóttir gerði illt verra þegar hún spurðist íyrir um litinn á klæðnaði nýbura. Fólki fannst Kolbrún eiga að nota tím- ann sem hún hefur til betri °g gagnlegri hluta. Kol- brún er dæmi um hversu illa er hægt að fara með ágætan málflutning. Skaut sig í fótinn. Eflaust meinar hún vel. Mikið skortir á jafnrétti hjá okkur og margt þarf að gera til að laga það sem ekki er í lagi. Þess vegna er svo mikilsvert að halda umræðunni þannig að allir skilji og allir vilji taka þátt. Kol- brúnu mistókst. ■ Sama má segja um trúleys- ingja. Þeir hafa eðlilega margt til síns máls. Nútíminn krefst þess að kristið fólk og trúað hlusti eftir því sem trúleysingjar segja. Annað er barasta fráleitt. Það er í höndum gagnrýnendanna, þeirra trúlausu, að stýra umræð- unni. Það erujúþeir sem gagn- rýnaþað sem fyrir er. Þeirvirðast sækja í anda Kolbrúnar. Þegar þeir meira að segja finna að íslenska fánanum eru þeir að skjóta sig í fótinn. Þó krossinn í fánanum sé í upphafi tákn kristinnar trúar er íjarri að okkur þykir fáninn vera trúar- tákn. ■ Svo er annað. í umræðunni hafa margir blandað saman trú og trúarbrögðum. Þær lífsreglur sem má lesa úr boðorðunum eru fínar og vonandi er að sem flestir tileinki sér þær og lifi samkvæmt þeim. Það segir aftur ekkert um stöðu kristinnar kirkju í samfé- laginu. Þó flest okkar tileinki sér umburðarlyndi, kærleik, vænt- umþykju, auðmýkt og annað það góða sem í okkur býr þarf það ekki endilega að hafa nokkuð með Þjóðkirkjuna að gera. Ekkert frekar. Trúlaus maður getur verið jafn góður þeim trúaða. ■ Kirkjan er nauðsynleg. Hlut- verk hennar er margþætt. Þegar raunir verða og við eigum bágt gegnir kirkjan miklu máli. Einnig á mörgum gleðistundum. Samt verður kirkjan og þjónar hennar að gæta að stöðu sinni. Hún er viðkvæm þar sem hér eru mörg önnur trúarbrögð en hún boðar. Það verður að koma fram við minni- hlutann af virðingu. Það gemm við við samkynhneigða, fadaða, útíend- inga og allt það fólk sem með einhverjum hætti telst til minni- hlutahópa. Kirkjan og málsvarar hennar verða að gera það gagn- vart trúleysingjum. Eins verða þeir að koma fram við kirkjuna og kristíð fólk af virðingu og skilningi. -sme f ! j Harmleilair í Grímsey LEIÐARI REYNIR TRAUSTASON RITSTJORI SKRIFAR Glicpamenn framtidarinnar mcga vita ad um þeirra mál verdurjjallad afsaniigirni. Samfélagið í Grímsey er harmi lostið eftir að sveitarstjór- inn þar varð uppvís að þjófnaði á olíu og er grunaður um stórsfelld svik gagnvart sveitarsjóði og þar með íbúum þorpsins. Grímseyingar eru aðeins um 100 talsins og af- brot sveitarstjórans snerta hvern einasta þeirra með einhverjum hætti. Sá sársauki er því miður nauðsynlegur og ekki við neinn annan að sakast en þann sem braut gegn lögum og varð uppvís að því að bregðast samfélagi sínu. Mál sveitarstjórans veu1 fyrst opinberað á síðun DV þar sem fjallað var um játningu hans á olíuþjófnaðinum. Nokkur umræða spratt í kjölfarið um birtingu á nöfnum og myndum sakamanna. Jafnvel var ýjað að því að DV hefði farið of langt með því að iýsa athæfi sveitarstjórans sem þó hafði játað þjófnaðinn. Nafnlaus innhringjandi á útvarpsstöð gekk svo langt að tengja málið við svokallað ísafjarðarmál þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamáli fyrirfór sér sama dag og hann var á forsíðu DV. Sú samlíking er einkar ósmekkleg þar sem núverandi ritstjórn hefur allt önnur viðmið í fréttamennsku og framsetningu en sú sem var í þá daga. Engin hefur dregið dul á að stórfelld mistök voru gerð með því að gera út á fötlun manns sem borinn var alvarlegum sökum. Þáverandi ritstjórar viður- kenndu mistök sín með því að segja sig frá störfum sínum. DV mun sem fyrr birta nöfn og myndir þeirra sem uppvísir verða að glæpum þótt um eðlilegar undantekningar verði að ræða. Það væri hræsni að nálgast málin með öðrum hætti. Slíkt kynni að losa ritstjómir undan skömmum glæpamanna og aðstandenda þeirra en jafnframt leiðir þetta af sér það vandamál að kjafta- sögur rísa um það hver sé nafnlausi þrjóturinn í umfjölluninni. Grímseyjarmálið er einkar dapurlegt vegna smæðar samfélags- ins og þess að forsvarsmaður þess missteig sig á vegi dyggðar- innar. En það er óumflýjanlegt að fjalla um slík mál undir nafni þess sem verknaðinn fremur. Glæpamenn framtíðarinnar mega vita að um þeirra mál verður fjallað af sanngirni þar sem nöfn eru uppi á borðinu. En þeir verða ekki uppnefndir eða reynt að niðurlægja þá með umfjölluninni. G0TT ER BLESSAÐ ÍHALDIÐ Sæmd er hverri þjóð að góðu íhaldi. Mikið er gott að vita hversu vel menn geta verið innmúraðir og innvígðir. Það er vegna þeirra eiginleika sem allt spilast jafn vel og það gerir. Bless- að íhaldið, blessað íhaldið. Nú hef- ur það fundið sér sérstakt, verðugt og göfugt verkefni. Ekki gleymist hið fornkveðna; blessað stríðið sem gerði syni mína ríka. Þó stríðið sé búið, herinn farinn og allt það er ekki of seint að græða. Ó, nei, ó, nei. Það kann íhaldið best og meira að segja betur en Framsókn. Þá er reyndar mikið sagt. En það er satt, sennilegast er það Það voru ekki ein eða tvær íbúðir sem íhaldsmennirn- ir tryggðu sér á lægsta verði sem þekkist. Nei, ó nei. Vel á annað þúsund. Svo stórt er íhaldið og svo gott er að vera inn- múraður og innvígður. Það gef- ur vel af sér. íhaldið sér um sína. Alþingi Islendinga logaði vegna íbúðakaupa innvígðra og innmúr- aðra. Þingmenn kepptust við að lýsa yfir forundran og ósætti með forgang íhaldsmannanna. Það hvessti á þingi. Þingmenn vilja fá að sjá allt heila klabbið. Ekkert á að verða útundan. Ekkert og alls ekkert. Umræðan var hvöss. Það var hvasst á Alþingi. þeirra innvígðu. Það segir frá þegar íhalds- menn kaupa og kaupa og kaupa eignir af ríkinu. Hirða síðasta stríðs- góssið. Innmúrað- ir og innvígðir kunna leikinn. Þeir þegja bara. Þannig lýkur þessu. Þeir halda eignunum, íhaldsblöðin þegja og allir strákarnir, það hefur engin kona komið nálægt þessu, bíða bara og bíða. Þeir kunna leik- inn. íhaldið sér um sína. einn stafur, hvergi í íhaldsblöðunum. Ekki í Mogganum, sem er heimavöllur inn- vígðra og innmúraðra, ekki í 24 stundum sem er hjáleiga Mogg- ans og ekki heldur í Fréttablað- inu. Ekki orð. Þannig er íhaldið. Það passar sitt og það passar sína. Þannig hefur það verið og þannig verður það. Ef íhaldið passar ekki sig og sína er næsta vonlaust að aðrir geri það. Þetta vita innmúr- aðir og innvígðir. Lok, lok og læs. Má vera að ef það fram- sóknarmenn væru að kaupa allt og ekkert af ríkinu væri umræðan önn- ur. Ætli Mogginn, 24 stundir og Fréttablaðið hefðu áhuga á fréttunum ef Björn Ingi og félag- ar hefðu keypt hálft annað þús- und íbúða af ríkinu? Já, trúlegast. Enda mætti þaði ekki kyrrt liggja. Ekki eina mínútu. Fáar skýring- ar kunna að vera á þögn íhalds- blaðanna, þögn þeirra innmúruðu og innvígðu. Samtrygging. Gott er blessað íhaldið. Sama verður að segja um DV. Gott er blessað DV. Það hefur ekki flækst í múra SUIVDA DÓMSTÓLL GÖTUIVNAH SKIPTA ADGERDIR RÍKISSTIÓRNARINNAR SKÖPUM FYRIR ALDRADA OG ÖRYRKJA? „Þetta gerist nú ekki fyrr en á næsta ári. Vonandi er þetta eitthvað meira en auglýsing fyrir stjórnina til að skrá sig í söguna." Sveinn Magnússon, 59 ára vélvirki „Þetta er jákvæð byrjun. Þeir gera nú ekki allt (einu en þetta ferað koma. Skerðingin sem var fyrir að vinna sér inn pening fyrir þá duglegu var ósanngjörn. Ég er bjartsýn." Dóra Ruf, 52 ára bóndakona „Þetta hlýtur að hafa góð áhrif. Þetta fólk er góðra gjalda vert og á ekkert nema gott skilið." Guðmundur Jóelsson, 59 ára endurskoðandi „Þetta verður örugglega gott. Það veit svo sem enginn hvernig þetta verður en það má ekki bara vera jólagjöf og svo búið." Herdís Sigurjónsdóttir, 58 ára móttökuritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.