Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 15
DV Helgarblað
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 15
Hrun á markaði Fjármála-
markaðurinn náði hámarki um
mitt sumar og síðan þá hafa
nærri 1000 milljarðar horfið af
markaðsvirði stærstu fyrirtækja
Kauphallar íslands.
Sú staðreynd að þre-
menningarnir tóku
ekki þátt í hlutafjár-
aukningu FL Group
gefur vísbendingar
um að fjárhagsstaða
þeirra sé afar erfið.
niðursveiflu og vandræði þeirra
væru ekki sambærileg við vandamál
þeirra fjárfesta sem eru hvað skuld-
ugastir. Einn viðmælenda DV sagði
þó að hann teldi að þeir verst settu
yrðu ekki gjaldþrota, en þeir stæðu
vissulega tæpt.
Hlutabréf í stærstu fyrirtækjum
Kauphallar Islands hafa lækkað um
nærri þúsund milljarða króna á ár-
inu. Gífurlegar sveiflur hlutabréfa-
markaðarins hafa mikil áhrif á mark-
aðsvirði fyrirtækja. Sé tekið mið af
þeim punkti er íslenski fjármála-
markaðurinn var í hámarki á ár-
inu, 18. júlí, í samanburði við gengi
þeirra fimmtudaginn 6. desember
fæst þetta gífurlega hrun um hundr-
uð milljarða.
Gríðarlegar sveiflur
Sveiflur á hlutabréfamarkaði eru
hins vegar ekki nýjar af nálinni og
eru ekki séríslenskt fyrirbæri. Mun-
urinn er þó sá að íslenski markað-
urinn er grunnur að því leyti að
hlutfallslega fáir hreyfa markað-
inn. Fyrir vikið verða sveiflurn-
ar skarpari og tíðari. Að
þessu sinni hafa samhliða
alþjóðlegar sveiflur mik-
il áhrif og öll óvissa um
framvinduna eykur tauga- tfi y
titringinn. £ &
Til marks um sveiflurn- 'í-
ar lækkaði markaðsvirði FL S í
Group um milljarð á meðan
5 mínútna samtali blaða-
manns DV við Kauphöll
íslands stóð. Séu ein-
staka fyrirtæki skoð-
uð hefur markaðs-
virði Kaupþings
lækkað mest á ár-
inu. Virði fyrirtæk-
isins hefur lækkað
um rúma 300 millj-
arða samtals, úr 950
milljörðum í 650
milljarða. Exista kem-
ur næst og hefur
lækkað um rúma
200 millj-
arða
frá
hápunkti ársins. Þá er það FL Group
en markaðsvirði félagsins hefur far-
ið úr tæpum 250 milljörðum í nærri
150 milljarða, niður um tæpa 100
milljarða. Sé aftur tekið tillit til hluta-
fjáraukningar á tímabilinu er hrunið
í raun nálægt 120 milljörðum.
Erfitt að leggja fram
tryggingar
Sá veruleiki sem stórir íslensk-
ir áhættufjárfestar standa frammi
fyrir nú um stundir, er að þeir hafa
margir þurft að leggja fram tryggara
veð fyrir lánum sem þeir hafa tekið
fyrir hlutabréfum. Sem dæmi má
nefna fjárfesti sem kaupir hluta-
bréf í ónefndu félagi fyrir 10 millj-
arða króna, þar af koma um 2,5
milljarðar af hans eigin peningum
en afgangurinn er lánsfé frá banka.
Hækki bréfin mikið í virði og góðar
framtíðarhorfur á markaðnum get-
ur fjárfestirinn leitað til bankans
og fengið meira lán til þess að fjár-
festa enn frekar í von um að bréfin
hækki. Þessa aðferð hafa íslenskir
fjárfestar notað með ágætum ár-
angri.
En svo getur sú staða komið upp
að bréfin lækka það mikið í virði að
þau eru komin niður fyrir andvirði
lánanna, eins og gerst hefur á síð-
ustu vikum. Þá getur bankinn farið
fram á frekari tryggingu fyrir lánun-
um og ef viðkomandi get-
ur ekki lagt hana
fram hefur
bank-
inn þann möguleika að selja bréf-
in upp í skuld. Viðmælendur DV
úr fjármálaheiminum sammælast
allir um að fullvíst sé að Þorsteinn
M. Jónsson, Magnús Ármanns og
Hannes Smárason hafi allir borið
mjög skertan hlut frá borði og það
sé líklegt að þeir eigi í erfiðleikum
með að leggja ffam tryggingar.
Glæsileg tapsaga
„Menn hafa verið að gera ýmis-
legt sem þeir höfðu ekki vit á. Ef við
skoðum til dæmis Hannes Smára-
son og sögu hans hjá FL Group og
Decode kemur í ljós mjög glæsileg
tapsaga sem skrifast á hann," segir
Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
fslands. Hann telur ljóst að bið verði
á því að íslensku útrásarfyrirtækin
muni fara í stór fjárfestingarverkefni.
Fjárfestingafélög eins og Atorka, Ex-
ista og FL Group verði að gera betur
grein fyrir verkefnum sínum í ffam-
tíðinni að hans mati.
Oddaflug BV, sem er félag í eigu
Hannesar Smárasonar, var stærsti
hluthafinn í FL Group með 20,52
prósenta hlut en á nú 13,7 prósent.
Baugur, í gegnum BG Capital, er nú
langstærsti eigandi FL Group með
35,9 prósenta hlut en hlut-
ur , Materia In-
vest í eigu Magnúsar Ármanns,
Kevins Stanford og Þorsteins M.
Jónssonar er nú 6,2 prósent í stað
9,23 prósenta hlut áður. Félagið hef-
ur keypt bréf í FL fyrir 18,3 millj-
arða laóna en miðað við núgildandi
gengi er virði þeirra aðeins rúmir 15
milljarðar króna. Gengi bréfa í FL
Group fór hæst í 33,2 krónur á hlut
í lok febrúar, en hefur fallið um 50
prósent síðan þá.
Óttast dómínó-áhrif
Fari svo að aðgerðir tíl að rífa FL
Group upp úr þeirri miklu lægð sem
félagið hefur verið í beri ekki tilætl-
aðan árangur getur það haft keðju-
verkandi áhrif. Þannig myndu
erfiðleikar FL Group bitna fyrst
á Glitni sem er með mikla
starfsemi á Norðurlöndum,
þaðan gæti það smitast til
Kaupþings og svo áfram út tíl
annarra útrásarfyrirtækja. Vil-
hjálmur telur óhjákvæmilegt að
fjárfestar missi trúna á íslensku
útrásarfyrirtækjunum. „Fjárfest-
ar munu ekki treysta þeim eins og
staðan er í dag," segir Vilhjálmur.
Gunnar hefur einnig áhyggj-
ur af slíkri keðjuverkun þannig
að fall eins fjárfestis geti haft
áhrif á aðra. „Vandinn er hið
. mikla
krosseignarhald sem er á félögun-
um og nú gæti reynt á hvemig þetta
hangir saman. Krosseignarhaldið
getur gert fjármögnun erlendis erf-
iðari. Það er hugsanlegt að einhvers
konar dómínó-áhrif verði raun-
in og verðmæti eigna allra félag-
anna rýrni eða fái á sig högg. Það er
samt ekki þar með sagt að allir fari á
hausinn en eins manns dauði gætí
orðið annars manns dauði," segir
Gunnar.
trausti@dv.is valgeir@dv.is
Jón Ásgeir Jóhannesson
Stjómarformaöur Baugs er
talinn standa af sér óveðrið þó
svo að niðursveiflan hafi einnig
áhrif á burðugustu fjárfestana.
Magnus Armann A enn hlut í FL
Group í gegnum fjárfestingafélagið
Materia Invest en Ijóst að hann
hefur tapað miklu undanfarið.
BAKKAVOR
MARKAÐSVIRÐI
BAKKAVARAR
18. júlí 155
6. des 126
ALLARTÖLUR ERU IMILLJÖRÐUM KRÖNA
MARKAÐSVIRÐI
KAUPÞINGS
18. júlí 949
6. des 640
MARKAÐSVIRÐI
EXISTA
18. júlí 457
6. des 257
MARKAÐSVIRÐI
GLITNIS
18. júlí 455
6. des 342
MARKAÐSVIRÐI
FLGROUP
18. júlí 244
6. des 145
MARKAÐSVIRÐI
STRAUMS
18. júlí 241
6. des 161
MARKAÐSVIRÐI
LANDSBANKANS
18. júlí 456
6. des 395