Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 25
DV Menning
Sævar Karl með leiðsögn
Sævar Karl Ólason klæðskeri verður með leiðsögn um sýningu
Kristjáns Davíðssonar í galleríi Sævars Karls í Bankastræti á
sunnudaginn kl. 14.1 spjalli sínu ætlar Sævar að segja frá löngum
kynnum sínum af listamanninum, tengja frásögnina verkum
hans og mun jafnframt reikna með virkri þátttöku sýningargesta
í umræðunni.
Rangar fullyrðingar prófessora
í bókinni segir Hjálmar frá því að
tveir prófessorar við Háskóla íslands
hafi farið rangt með í skrifum sínum
þegar þeir héldu því fram að í bók-
um Elíasar standi sveit og borg sem
andstæður og sveitin vafin rómant-
ískum ljóma. „Þetta er dæmigert
fyrir það hvað þetta tímabil er lítið
rannsakað. Menn einhvern veginn
gefa sér eitthvað og síðan eru há-
skólakennarar að vitna hver í annan
og hafa ekki fyrir því að athuga hvort
þetta eigi við um Elías Mar. Þetta
á augljóslega ekki við. Mér finnst
þetta dæmi um að þetta tímabil, og
Elías sérstaklega en örugglega fleiri
höfundar líka, hafi einfaldlega ver-
ið vanrækt. Ég held reyndar að þetta
sé að breytast því mér skilst að nú sé
allt í einu farið að kenna fullt af nám-
skeiðum um þetta tímabil og ung-
ir háskólastúdentar hafi heilmikinn
áhuga á þessu tímabili. Þá komast
loksins einhverjir aðrir að en Hall-
dór Laxness og Gunnar Gunnars-
son. Það var tími til kominn."
Enginn tepruskapur
Elías virkar nokkuð hreinskilinn í
samtölum sínum við Hjálmar, meðal
annars þegar hann ræðir kynhneigð
sína en Elías var tvíkynhneigður, eða
bísexjúal. Hann segir til að mynda
frá því að hann hafi verið skotinn
í strákum frá tíu, ellefu ára aldri og
að hann laðaðist að ungum strákum
og „vildi hafa gott undir þeim" (bls.
53). „Hann var mjög hreinskilinn, en
þetta var ekkert það fyrsta sem hann
sagði við mig. Við ræddum þetta og
ég skrifaði upp eftir honum, og líka
hvernig þetta leit við mér, en hann
strikaði út ákveðna hluti sem honum
fannst að kæmi engum við. En kafl-
inn stendur svona eftir. Mér finnst
að það þurfi að skrifa um svona án
þess að vera með einhvern tepru-
skap því þetta var náttúrlega snar
þáttur í hans lífi og mótaði líf hans
mjög mikið. En ég vildi heldur ekki
gera neina sensasjón úr þessu."
Hjálmar segir að Elías hafi aldrei
viljað almennilega viðurkenna að
það hafi verið mikið mál að vera bí-
sexjúal á fslandi um og upp úr miðri
20. öld sökum fordómanna, hvorki
fyrir sér né öðrum. „En kaflinn Harry
og Baddi, þar sem segir frá þýskum
samkynhneigðum manni sem hafði
búið hér lengi og er misþyrmt mjög
hrottalega og fær óhuggulega með-
ferð hjá lögreglu og jafnvel læknum,
sýnir veruleikann. Sýnir að þetta
gat verið lífshættulegt. Elías var
bara þannig maður að hann hafði
ekki áhuga á að gera mikið úr ein-
hverjum persónulegum hlutum hjá
sér. Hann var mjög hreinskilinn en
hann hefði aldrei farið að tromma
upp með játningarskáldsögu um
sig sem fómarlamb vondra. manna,
hvað það var erfitt að vera bísexjúal
á íslandi eða eitthvað í þá vem," seg-
ir Hjálmar og bætir við að Elías hafi
aldrei viðurkennt fyrir sér að hann
hafi orðið fyrir árásum eða einhvers
konar ofbeldi vegna kynhneigðar
sinnar.
Bjó alltaf einn
Elías bjó alla tíð einn. En hann
var ekki einmana að Hjálmars sögn.
„Mikið af fólki var alltaf að heim-
sækja hann og Elías hafði heilmikið
samband við fólk í Samtökunum ‘78.
Og hann var hrifnæmur fagurkeri og
fékk mikla lífsfyllingu út úr því að
hlusta á klassíska tónlist alltaf á viss-
um tíma dagsins þannig að hann
lifði innihaldsríku lífi þótt hann
byggi alltaf einn og væri gleymdur
og grafinn rithöfundur," segir Hjálm-
ar og bætír við að Elías hafi búið í
fyrsta skipti í eigin íbúð 65 ára gam-
all eftír að hafa búið lengst af í leigu-
herbergjum. „Það var ekki endilega
vegna þess að hann væri svo óskap-
lega fátækur heldur meira svona lífs-
stfll."
Síðustu æviárin bjó Elías í blokk-
aríbúð að Birkimel 6a í Vesturbæn-
um. Hann notaði alltaf leigubfla en
eftír að hann fór að eiga erfitt með
gang stólaði hann á vini og kunn-
ingja um skutl. í hádeginu alla daga
fékk hann sendan matarbakka úr
eldhúsi inni á Lindargötu og át leif-
amar yfir sjónvarpinu á kvöldin. El-
ías fylgdist vel með því sem var að
gerast í þjóðfélaginu. „Hann hafði
skoðanir á flestu. Við ræddum til
dæmis brottför hersins, eins og
Hjálmar Sveinsson „Elías var bara
þannig maður að hann hafði ekki
áhuga á að gera mikið úr einhverj-
um persónulegum hlutum hjá sér.
Hann var mjög hreinskilinn en hann
hefði aldrei farið að tromma upp
með játningarskáldsögu um sig sem
fórnarlamb vondra manna."
slæmur dómur getí ekki hafa slegið
hann svona gjörsamlega út af laginu
þannig að ég einfaldlega trúi honum
þegar hann segir þetta. Og ég tel að
það sé líklegt því hann skrifar fjór-
ar skáldsögur á milli tvítugs og þrí-
tugs og er líklega búinn með sitt en-
ergí. Hann lagði mjög hart að sér,
var kominn í launavinnu og það er
eins og hann hafi ekki haft kraft tíl
að skrifa fleiri skáldsögur. Á þess-
um tíma var líka komin upp ákveðin
vantrú á að skáldsagan væri mikfl-
vægt form til að fjalla um veruleik-
Ungur rithöfundur Elías um
það leyti sem skáldsögur hans
komu út um miðbik 20. aldar.
kemur fram í bókinni, þar sem þetta
er að gerast á sama tíma. Og við tók-
umst á um pólitík og eitt og annað,"
segir Hjálmar og nefnir í því sam-
hengi tfl að mynda vinstri græna og
Evrópusambandið sem Elías var al-
farið á móti að Island gengi í. Elías
las líka eitthvað af íslenskum sam-
tímabókmenntum. „Honum fannst
bók Þórarins Eldjám, Baróninn,
stórkostleg bók og sömuleiðis bók
Halldórs Guðmundssonar um Þór-
berg og Gunnar Gunnarsson."
Endurútgáfa og Megasarbók
Bók Hjálmars kemur út undir
merkjum bókaforlagsins Omdúrm-
an sem hann og Geir Svansson bók-
menntafræðingur stoínuðu nýlega.
„Þetta er gamall draumur hjá okkur
en við höfum unnið saman að út-
gáfu undanfarin ár, gáfum út trflógíu
um Rósku, Dag Sigurðarson og Me-
gas og stofnuðum Atviksbókaröð-
ina þar sem við fengum Reykjavík-
urAkademíuna til að koma inn í það
dæmi. Við komum til með að halda
þeirri útgáfu áffam í nafití Omd-
úrmans og við höfum einsett okkur
að gefa út bækur sem aðrir hafa ekki
hirt um að gefa út, ekki þorað að gefa
út eða eitthvað slíkt. Þá langar okkur
að endurútgefa það sem er gleymt
og grafið. Við hugsum þetta sem
ákveðið mótvægi við þessum einum
of fátæklega og mjög einhæfa bóka-
markaði. Það er tíl dæmis skandall
að það skuli ekki vera til Vögguvísa
og þess vegna Eftir örstuttan leik í
bókabúð á Islandi," segir Hjálmar og
segir það á stefnuskrá Omdúrmans
að gefa þær út auk úrvals af smásög-
um Elíasar.
Og nýjar frumsamdar sögur og
þýddar verða einnig gefnar út, með-
al annars smásagnasafn eftir Me-
gas sem væntanlegt er með vorinu.
„Nafh forlagsins er sótt í kvæði eftír
Megas og hann er svolítíð okkar höf-
uðskáld. Smásagnasafnið heitir Pla-
isir d'amour og er mjög stórt verk
Hann var byrjaður á þessu fyrir 1970
og nokkrar sagnanna hafa birst í alls
kyns tímaritum. Svo hef ég góða von
um að gefa út bók tileinkaða Birgi
Andréssyni og við vonumst eftir að
geta gefið út bók með ljóðum og
teikningum Jónasar Svafárs."
En hyggst Hjálmar skrifa fleiri
bækur um gleymda rithöfunda?
„Það getur verið meira en verið."
íslensku bókmenntaverðlaunin:
Átta af tíu frá Forlaqinu
Átta af þeim tíu bókum sem til-
nefndar eru til íslensku bókmennta-
verðlaunanna 2007 eru gefnar út hjá
Forlaginu, fjórar í hvorum flokki.
JPV útgáfa gefur út fimm bókanna
og Mál og menning þtjár. Ein er
gefin út af Bjarti og loks gefur Þjóð-
minjasafnið út eina bók.
I flokki skáldverka voru til-
nefhdir Forlagshöfundarnir Gerð-
ur Kristný fyrir ljóðabók sína Högg-
staður, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir
fyrir glæpasöguna Kalt er annars
blóð, fyrir skáldsöguna Rimlar hug-
ans - ástarsaga fær Einar Már Guð-
mundsson tilnefningu og þá er
Sigurður Pálsson tilnefndur fyrir
endurminningabókina Minnisbók
Fimmtí höfundurinn er Sjón sem
gefurúthjáBjarti.
í flokki fræðirita og rita almenns
eðlis er eina bókin sem ekki er gef-
in út hjá Forlaginu Ijósmyndabók-
in Undraböm/Extraordinary Chfld
sem Mary Ellen Mark og ívar Brynj-
ólfsson em aðalhöfundumir að og
Þjóðminjasafnið gefur út. Forlags-
höfundarnir sem tilnefndir em í
þessum flokki em Vigdís Grímsdótt-
ir, Pétur Gunnarsson, Þorsteinn Þor-
steinsson og Danielle Kvaran fyrir
bókina Erró í tímaröð - líf hans og
list í þýðingu Sigurðar Pálssonar.
Jóhann Páll Valdimarsson
Útgáfustjóri Forlagsins gladdist
vafalítið yfirtilnefningunum.
Jöfnunarstyrkur til náms
- Umsóknarfrestur á vorönn
2008 er til 15. febrúar nk. -
Nemendur framhaldsskóla geta átt rétt á:
Dvalarstyrk (verða að dvelja fjarri lögheimili
og fjölskyldu sinni vegna náms).
Styrk vegna skólaaksturs (sækja nám frá
lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla).
Upplýsingar og skráning umsókna vegna
vorannar/sumarannar 2008 er á www.lin.is.
Þeir sem eiga umsókn fyrir allt skólaárið 2007- 2008
þurfa ekki að endurnýja umsókn vorannar.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Láttur okkur gera
jólaliortin fyrir þig
www. myndval. is
mLjndvol
Þönglabakka 4 - 557 4070
myndval@myndval.is