Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Helgarblað DV ar þessi hugmynd kom upp að nota þetta rými sem til er í Reykjavík sem er oft bara mistómir strætisvagnar þá bara small þetta allt saman." Prjóna leiðina sjálf Ragnheiður segist vita til þess að áður hafi verið haldnir trúbador- tónleikar í strætó sem hafl lagst vel í farþegana. „Svo man ég líka eftir því þegar þeir buðu farþegunum upp á bækur til að lesa í strætó. Það er mjög spennandi að geta verið að gera eitt- hvað annað í leiðinni þegar maður er að ferðast og þar að leiðandi fannst þeim hjá strætó þessi hugmynd algerlega passa við þeirra stefnu. Að sameina svona gleði og náttúrulega að benda fólki í leiðinni á þennan skemmtilega valmöguleika sem er að taka strætó." 1 fyrstu hélt Ragnheiður að for- svarsmenn Strætó vildu ráða því hvaða leið strætisvagninn myndi aka en annað kom þó á daginn. „Mér skilst nú bara að við megum hálf- partinn prjóna leiðina sjálf svo þang- að til annað kemur í ljós ætlum við bara að láta strætóinn leggja af stað klukkan sex ffá Lækjartorgi og keyra bara upp Hverfisgötuna að Hlemmi og svo í einhvern hring og bara aftur til baka niður Hverfisgötuna og rúnta bara þar í kring svo fólk geti stopp- að okkur og hoppað inn í strætó- inn." Heiða segir jafnframt að hér sé í rauninni um eins konar tilraun að ræða. „Hvernig er þetta að virka? Er þetta kanski eitthvað sem hægt væri að gera kannski vikulega eða jafnvel bara einu sinni í mánuði að halda svona listviðburði í strætó en láta hann þá bara keyra sína venjulegu leið. Það væri nokkuð sem ég væri til dæmis alveg til í að sjá." Redduðu því sem redda þurfti Þrátt fyrir að hljómsveitin ætíi að koma sér fyrir í strætó verða tónleik- arnir alls ekki órafmagnaðir heldur var bara gengið í að redda því sem redda þurfti til að halda almennilega tónleika. „Fyrst ætíuðum við bara að tengja allar græjurnar við rafmagnskerfið í strætónum en svo kom í ljós að það var ekki nógu sterkt kerfi. Við erum með mjög kraftmikinn magnara sem gengur fyrir batteríum sem gítarar og bassar tengjast í og svo verður tölvan okkar bara tengd við gettóblaster. Ég syng svo í gegnum svona færanleg- an magnara sem gengur fyrir batt- eríum." Tónleikarnir í kvöld eru sem áður segir útgáfutónleikar til að fagna ný- útkominni breiðskífu sveitarinnar Bat Out of Hellvar en lagið Give Me Gold hefur hljómað mikið á útvarps- stöðvum landsins að undanförnu. „Það er frítt inn á tónleikana í strætó í kvöld en þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð okkur í strætó geta þá séð okkur á aðeins hefðbundnari tónleikum annað kvöld á Gauknum. svo ætíum við að halda tónleika á Græna hattinum á Akureyri 15. desember og svo erum við með tvenna tónleika bókaða í Berh'n. Þá fyrri á stað sem heitir Int- ersoup 30. desember og þá seinni á staðnum MBI 2. janúar," segir söng- konan Ragnheiður að lokum. krista@dv.is Frábær jólaskemmtun Næstkomandi þriðjudag, 11. desember, verður stórglæsileg jólaskemmtun í Gullhömrum í Grafarholti en þá verður jólaball fatlaðra haldið hátíðlegt. Mikil áhersla er lögð á að aðstandendur mæti með sínu fólki en fram koma Magni, Á móti sól, Harasysturnar Rakel og Hildur, Rúnar Júlíusson, Bríet Sunna, Nylon-stelpurnar, Laddi, Hljómsveitin Klaufarnir, Luxor, Land og synir, Regína Ósk og André Bachmann en kynnar eru þau Inga Lind Karlsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Það er frítt inn á ballið og húsið verður opnað klukkan 19:15. ÓlíktöUuöðru í nýlegu viðtali við tímarit- ið The Independent ræðir Bono, söngvari U2, um væntanlega plötu sveitarinnar. „Fólk mun heyra muninn á nýju plötunni og göml- um plötum frá okkur. Vanalega þegar þú spilar U2-lag tæmist dansgólfið en svo er ekki með nýju lögin okkar. Lögin eru meira að segja undir trans-áhrifum svo það verður lítið mál að dansa við þau. Þetta er ólíkt öllu sem við höfum gert hingað til og í raun- inni bara ekki líkt neinu sem hefur verið gert áður," segir Bono. TONUST Tónlistarakademía DV segir: Hlustaðu á þessa! Sleepdrunk Seasons - Hjaltalín Ein í leyni - Benni Hemm Hemm Bat Out of Hellvar - Hellvar Rommtommtechno-Tómas R. Einarsson Hátíðarskap - Helga Möller Takaplötuna afnetinu Meðlimir Radiohead hafa tilkynnt inni á vefsíðu sveitarinnar að þeir komi til með að loka fyrir frítt niðurhal á plötu sinni In Rainbows 10. desember næstkomandi. Eins og áður hefur komið fram hristi Radiohead ærlega upp í tónlistarbransanum í október síðastíiðnum þegar hljómsveitin gaf plötuna sína út á netinu og lét aðdáendur sína um að ráða verðinu á plötunni. Nú fer hver að verða síðastur að nálgast þennan gæðagrip sem víðast hvar hefur fengið mjög góða dóma. Hljómsveitin Hellvar ætlar að halda tónleika um borð í strætó í kvöld. Ragnheiður Eiríksdóttir, söngkona sveitarinnar, segir um að gera að nýta þessi ónýttu rými í Reykjavík. Ragnheiður, Elvar og sonurinn Hjónín Heiða og Elvar stofnuðu sveitina í Rprlín í fvrra Hljómsveitin Hellvar ætíar að brydda upp á heldur betur óvenjulegum tón- leikum í dag, föstudag. En klukkan 18 ætíar sveitin að leggja upp í leiðangur í strætisvagni og halda útgáfutónleika um borð í vagninum. „Það eru kannski nokkrar ástæður fyrir því að við höldum þetta um borð í strætó. Fyrst og ffemst er hljóm- sveitin mjög meðvituð um umhverf- isvemd og okkur finnst frábært að lokka fólk til að nýta sér strætó með þessu móti," segir söngkona hljóm- sveitarinnar Ragnheiður Eiríksdóttir ogbætirvið: „Svo em þetta rými úti um alla Reykjavík sem em bara mjög vannýtt. Og eins og á þessum síðustu vikum fyrir jól, í rauninni allan nóvember- og desembermánuð, gefa mjög marg- ar hljómsveitir út plötur og halda tónleika og oft er þá bara skortur á al- mennilegu tónleikahúsnæði. Því það em allir að keppast um og okkur lang- aði svo að vera á föstudegi því það er svo skemmtilegt, þannig að þeg- Akron/Famlly og Hjaltalín á Organ Bandaríska hljómsveitin Akron/Family spilar á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Upphitunarböndin eru Hjaltalín og Phosporevent: Bandaríska hljómsveitin Akron/Family heldur tónleika á Organ í kvöld, föstu- dag, en auk hennar koma fram hljóm- sveitirnar Hjaltalín og Phosporevent. Akron/Family er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Evrópu og endar ferðalagið hér á klakanum. Akron/Famify var stofnuð árið 2002 og má best flokka tónlist sveitarinnar sem tilraunakennt folk-rokk en hljómsveitin er þekkt fyrir alveg einstaklega líflega og skemmtilega sviðsframkomu. Það þykir þó ekki minna merkilegt að hljómsveitin Hjaltalín mun stíga á svið og hita upp en sveitin sendi nýlega frá sér sína fyrstu breiðskífu, Sleepdrunk Seasons. Platan hefur fengið einstaklega góða dóma og vakti lífleg sviðsffamkoma Hjaitalíns mikla athygli fjölmiðla sem og áhorfenda á Airwaves-hátíðinni í haust. Phosphorevent er athyglisverð hljóm- sveit sem sendi frá sér hJjómplötuna Pride í lok október og hefur sveitin vak- ið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Miðasala á tónleikana fer ífam á midi. is sem og í verslunum Skífunnar og BT um allt land og er miðaverð einungis eitt þúsund og sjö hundruð krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.