Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 39
DV Sport FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 39 „Það var mjög skrautlegt tímabil. Við vorum báðir með tveggja ára samning og peningar félagsins voru í raun búnir fyrir áramót. Þetta var gífurlega gott lið með marga landsliðsmenn og það var bara sagt strax um áramótin að það eina sem hægt væri að gera til aðnáí pening væri að verða Evrópumeistari. Við urðum að lokum Evrópumeistararen aldrei kom peningurinn, nema verð- launapeningurinn. En þetta var skemmtilegt og lærdómsríkt tímabil." inn til að fara til Frakklands að spila en það var mjög gaman og mjög lær- dómsríkt. Gaman að búa þar líka þó að ég sé meira fyrir að lifa í minni borgum. Það gekk ágædega í París. Við vorum með ungt lið og vorum að byggja upp. Við náðum engum títíum, vorum kannski eldd með lið í það. En við vorum í 3. til 6. sæti deildarinn- ar. Ég var langt frá því að vera yngsti maðurinn. Það voru margir á svipuð- um aldri og yngri, meðal annars var Jackson Richardson þama. Hann lék með mér tvö af þessum þremur árum og átti eítir að verða stjama," segir Júlí- us. Júlíus lék fyrst í tvö ár í París en hélt árið 1991 til Spánar. Þar lék hann í eitt ár hjá Bidasoa og segist hafa kunnað vel við sig þar en Bidasoa-liðið er stað- sett í bænum Irún í Baskahéraði. Júlí- us átti hins vegar eftir að fara aftur til Parísar eftir eitt tímabil með Bidasoa. „Irún er landamærabær við landa- mæri Frakklands og Spánar. Það var mjög gaman að búa á Spáni, bæði upp á menninguna og tungumálið. Ég lenti eiginlega í smá vandamálum með klúbbinn. fsland var að spila á þessum tíma í B-keppni í Austurríki, Spánn var ekki í þeirri keppni og það kom smá togstreita upp á milli mín, klúbbsins og HSf. Þetta var ekki al- veg að smella saman og ég spilaði ekki fyrstu leikina í Austurríki vegna þess að ég fékk ekki heimild ffá félag- inu. Niðurstaðan varð svo bara að ég fór frá félaginu eftir tímabifið. Það var bara sameiginleg niðurstaða hjá mér og félaginu, ég var ekki fullkomlega ánægður og félagið ekki heldur," seg- ir Júlíus. Gjaldþrota Evrópumeistarar Eftir eitt ár til viðbótar í París ákvað Júh'us að snúa aftur tíl Spánar og gekk í raðir Valencia-liðsins CBM Alzira Avidesa. Þar lék hann í eitt ár, tíma- bihð 1993 til 1994, með góðvini sínum Geir Sveinssyni. Það ár var skrautíegt í meira lagi því félagið varð Evrópu- meistari um vorið og fór á hausinn skömmu síðar. „Það var mjög skrautíegt tíma- bil. Við vorum báðir með tveggja ára samning og peningar félagsins voru í raun búnir fýrir áramót. Þetta var gíf- urlega gott Uð með marga landsliðs- menn og það var bara sagt strax um áramótin að það eina sem hægt væri að gera tíf að ná í pening væri að verða Evrópumeistari. Við Geiri áttum sem dæmi möguleika á að fara tíl fslands í janúar, en þá var liðið komið á svo gott skrið og allir svo ákafir að ná árangri að það fór enginn, þrátt fyrir að eiga möguleika á því. Við urðum að lok- um Evrópumeistarar en aldrei kom peningurinn, nema verðlaunapen- ingurinn. En þetta var skemmtilegt og lærdómsríkt tímabU," segir Júhus, sem fékk engin laun greidd frá Alzira-lið- inu frá áramótum tíl loka tímabUsins. „Það voru ákveðin vonbrigði að þurfa að fara frá félaginu. Þó að þetta væri öðruvísi staður en Baskahéraðið, öðruvísi fólk, en virkUega gott lið og góður mannskapur. Við Geir ólumst upp í Val og konurnar okkar voru góð- ar vinkonur, þannig að það var ljúft að lifa þama. Þetta voru því viss von- brigði en það var líka mjög spennandi að fara til Þýskalands," segir Júlíus, sem fór tíl Gummersbach árið 1994 oglékþarítvöár. „Vtð áttum alveg frábæran tíma í Þýskalandi, fyrir utan það að þessi tími einkenndist svohtíð af meiðslum hjá mér. Ég var mjög óheppinn með meiðsl og það eiginlega í eina skiptið á ferlinum. Ég var að brjóta mig í tíma og ótíma. Ég fingurbrotnaði í tvígang og handarbrotnaði í tvígang á tæpum þremur árum. Ég er með langa frngur og því brothættari, en þeir hafa alltaf verið þetta langir. Þetta eru bara týp- ísk handboltameiðsli, maður skýtur, höndin fylgir á eftir og maður lemur í andstæðinginn, yfirleitt í höfuðið eða í búkinn. Ekkert viljandi. Þetta gerist oft á ferlinum en í fá sldpti brotnar hönd- in. Ég þurfti að fara í aðgerð í öll þessi skipti. Það er alltaf leiðinlegt að meið- ast en það var bagalegt að það skyldi allt gerast á þessum stutta tíma," segir Júlíus, sem hreifstmikið afÞýskalandi eftir veru sína þar í landi. „Ég lenti í svipaðri stöðu hjá Gummersbach og í Frakklandi. Þar voru ungir leikmenn, margir þeirra frá Austur-Þýskalandi og höfðu marg- ir spUað í mörg ár með þýska lands- hðinu. Þannig að ég lenti í svipaðri stöðu en var að vísu töluvert eldri en þeir. Meðal annars spilaði Stefan Kretzschmar með mér þessi tvö ár" segir Júlíus. Heillaður af Sviss Júlíus eignaðist son í Þýskalandi ásamt eiginkonu srnni Helgu Helga- dóttur og eftir veruna hjá Gummers- bach lá leið fjölsky'ldunnar tíl Sviss, þar sem Júlíus lék með TSV St. Otmar St. GaUen. Það er auðheyrt á tali Júlí- usar að hann kunni einstaklega vel við sig í Sviss. „Ég heillaðist af Þýskalandi en enn meira kannski af Sviss. Okkur leið vel á öllum stöðum en maður fór að meta meira þetta öryggi og horfa aðeins öðruvísi á þetta því eldri sem maður varð. Þá fór maður að horfa á þetta út frá öryggi um að fá launin borguð og öryggi með að tryggingar og sjúkra- kerfið væri í lagi. Ástæðan var kannski að maður var orðinn eldri og þrosk- aðri og líka að við eignuðumst strák- inn í Þýskalandi og því fylgdi meiri ábyrgð. Þá vUl maður að þessir hlutír séu í lagi. Þessir hlutir voru ekki alveg efst á blaði hvorki í Frakklandi né á Spáni," segir Júhus. TSV SL Otmar St GaUen reyndi að fá Júlíus tíl sín á níunda áratugn- um, áður en hann fór til Frakklands og áður en hann varð íslandsmeistari með Val. „Þeir hringdu í mig þrjú ár í röð þegar ég var hér heima. Sá sami og hafði samband við mig þá var enn þar þegar ég kom tíl liðsins. Þetta er með betri klúbbum sem ég hef spUað fyrir." Júlíus segir að hann hafi átt völ á því að vera áfram í Þýskalandi eftir að samningur hans við Gummersbach rann út. „Ég var farinn að huga að því að koma heim og taldi að þessu færi að ljúka. Þessi tvö tímabU hjá Gumm- ersbach voru erfið, út af meiðslun- um. Ég átti kost á því að vera áfram í Þýskalandi en þeir klúbbar sem komu til greina heUluðu mig ekki al- veg nóg. Niðurstaðan var að við fór- um tíl Sviss og sáum ekkert eftir því. Vissulega var þetta lakari handbolta- deild í Sviss en í Þýskalandi. En ég sá fram á að þetta yrðu síðustu árin og ég fór í mjög góðan klúbb. Við vorum að berjast í toppbaráttunni öll árin og liðið varð meistari árið eftír að ég fór. Hvort sem það voru einhver skilaboð eða ekki. En við vorum í úrslitaleikj- um öll þessi þrjú ár og ég gerði fi'n- an samning. Fjölskyldunni leið vel. Þetta var ijölskylduklúbbur með allt á hreinu. Á þessum árum og líka í dag, þá koma launin ekki endUega á rétt- um degi inn á reikninginn, en þarna komu launin jafnvel viku eða hálf- um mánuði fýrir tilskilinn dag inn á reikninginn. Þetta er auðvitað hluti af þessu. Okkur leið mjög vel og ég er enn í miklu sambandi við stjórnina sem var á þeim tíma og við erum enn alveg heilluð af landinu," segir Júlíus. Afturtil fslands Júlíus kom aftur tíl íslands árið 1999 og hóf að leika með Valsmönn- um á nýjan leik. Hann lék með Val fr á 1999 til ársins 2001 og snéri sér þá að þjálfun. ÍR var fyrsta liðið sem júlíus þjálfaði og þar byrjaði samstarf þeirra Júlíusar og Finnboga Grétars Sigur- björnssonar, sem er aðstoðarþjálfari Júlíusar hjá kvennalandsliðinu í dag. „í raun kom ég bara heim til að enda ferilinn. Ég var ekkert á leið út í þjálfun. En eftir þessi tvö ár var kominn smá áhugi á að prófa þjálf- un og fyrstí og eini maðurinn sem talaði við mig var handboltaforset- inn Hólmgeir Einarsson. Hann sem sagt hringdi í mig og ég gekk til f R. Ég spilaði reyndar fyrstu tvö tímabilin, aðallega í vörninni. Ég var búinn að heita mér því að vera ekki í stuttbux- um og inni á velli fertugur. Þannig að ég hætti 39 ára," segir Júlíus, sem gerði fR að bikarmeisturum 2005. Eftír bikarmeistaratítUinn fór í gang ákveðin endumýjun á liði ÍR. Margir ungir strákar skipuðu lið ÍR tímabU- ið 2005 tíl 2006, markmiðið var sett á að halda sætí sínu í deUdinni og það tókst. Júlíus og Finnbogi Grétar skiptu um hlutverk fyrir tímabilið, það er að segja Finnbogi Grétar gerðist aðal- þjálfari liðsins og Júlíus varð aðstoð- arþjálfari. Júlíus og Finnbogi Grétar hættu báðir að þjáffar ÍR árið 2006 og Júlíus hugðist talca sér frí frá þjálfun, þrátt fyrir að hafa kunnað vel við sig í því starfi. „Ég hef aUtaf haft gaman af þessu. Maður er ekki bara þjálfari, því þú ert hvern einasta dag með liðinu og það eru ýmis vandamál sem koma upp, sem eru bæði tengd og ótengd hand- boltanum. Þú ert í raun eins og hálf- gerður sálfræðingur eða félagsráðgjafi og það er mjög lærdómsrUct að fara í gegnum svoleiðis, meta það hvernig á að tækla hina og þessa hlutí og síð- an að meta hvort þú teljir þig hafa gert það rétt eða ekki. Það er mesta áskor- unin í þessu. Þetta var mjög skemmtí- legur tími hjá fR. Við vomm að byggja upp og árangurinn varð alltaf betri og betri, sem endaði með títli. Þá var markmiðinu virkilega náð. Ég er reyndar á því að ef við hefðum haldið sama liði hefðum við farið mjög langt. Ég ætlaði að hætta þjálfun. Síðasta árið, sem aðstoðarþjálfari, var kom- in viss þreyta í mig og ég vUdi fara að sinna öðmm hlutum en að vera fast- ur hvert einasta kvöld á æfingum. Þess vegna tók ég að mér aðstoðarþjálfara- starfið, sem var rólegra og ekki eins mikil yfirlega," segir Júlíus. Var blautur á bak við eyrun Þrátt fyrir að hafa ætlað sér að hætta ákvað Júlíus að taka að sér þjálf- un kvennalandsliðs íslands í hand- bolta í október 2006. Júlíus kom hreint fram þegar tUkynnt var að hann yrði landsfiðsþjálfari og viðurkenndi að hann vissi lítíð um kvennahandbolta. „Það var eiginlega Einar Þorvarð- arson (framkvæmdastjóri HSÍ) sem varð tíl þess að ég tók þetta að mér. Hann byrjaði að skjóta þessu að mér og ég hló nú að þessu og hunsaði þetta í byrjun. En svo hélt hann áfram og úr varð að ég tók þetta að mér. Ástæð- an var sú að ég hafði alltaf haft gam- an af að þjálfa og var kannski ekki al- veg búinn að klára þann hluta og svo heUlaði það mig að prófa að þjálfa án þess að vera í daglegri þjálfrm. Þetta er langt frá því að vera eins mUdl yfir- lega og félagsþjálfun. Ég reyndar tók þá ákvörðun strax að ef ég tæki þetta að mér myndi ég vUja hafa Finnboga með mér. Við Finnbogi unnum sam- an í fjögur ár og þekkjum styrkleika og veUdeika hvor annars. Finnbogi hafði reynslu af því að þjálfa kvenfólk en ég eldd. Ég var blautur á bakvið eyrun og tók við þessu svolítið seint um haust- ið. Það var stutt í næsta verkefni og nóg að gera í að fylgjast með leikjum og átta sig á því hvernig þetta væri allt og hverjar hentuðu í landsliðið. Það var mikið um að vera og mik- ið að læra. Ég leit á það þannig að þetta væri áskorun. Það er ekki eins og maður hafi fengið hrós frá mörg- um af kollegum manns, hvorki hér á landi né erlendis, þegar maður sagð- ist vera að þjálfa kvennalandslið. En það er nú meira í nösunum á mönn- um sem eru að stríða manni. Ég leit hins vegar á þetta sem áskorun því í raun koma að hluta til sömu vanda- málin upp og þú þarft að tækla þau og tækla þau rétt. Reynslan sem ég hef gerir það að verkum að ég á auð- veldara með að setja sig í hlutverk leikmannsins, en það er öðruvísi þegar kvenfólk á í hlut. Maður þarf að tækla sömu vandamálin en á ann- an hátt," segir Júlíus. Fyrsta stóra verkefni Júlíusar sem landsliðsþjálfara var að fara með liðið í undankeppni HM í desember 2006, en undankeppnin fór fr am í Rúmeníu. Liðinu gekk ekki sem skyldi á því mótí en nú, ári síðar, tryggði íslenska lands- liðið sér rétt tíl umspils um laust sæti á EM eftír að hafa lent í öðru sætí síns riðils í undankeppni EM sem fram fór í Litháen um síðustu helgi. „Fyrstu verkefnin fóru í að skoða mannskapinn og setja inn þá hlutí sem maður vildi setja inn. Það var svo sem ekld fullklárað í Rúmeníu. En þeg- ar leið á síðasta vetur og í vor, þá var ég nokkuð öruggur um hvemig ég vildi gera þetta. Ég fór í að yngja liðið meira og meira upp og er með talsvert ungt lið í dag. Mér fannst það gera meira fyrir boltann, þó það þyrftí kannski að bíða aðeins lengur eftir árangri. Ég tók svo ákvörðun um að yngja aðeins upp en hafa samt einhverja reynslubolta með. Reynsluboltamir í dag em bara 27 ára og em mjög fáir. Það hafa líka verið affóU, meiðsU og ólétta, þannig að hópurinn er í raun breiðari en hann h'tur út fyrir að vera," segir Júh'- us og bætír við að hann horfi ekkert of mUdð á það í hvaða sætum Uð lands- liðskvennanna eru í deUdinni. „Ég er bara að leita að góðum leUc- mönnum og ef þeir em að spUa vel í sínum félagsliðum og em réttu kar- akteramir, þá er mér alveg sama í hvaða liði þeir spila, það skiptír ekki öllu máli. Þetta þurfa að vera sigur- vegara-týpur og þurfa að vera tílbún- ar að leggja mikið á sig," segir Júlíus, sem gerði sér í fyrstu ekki almenni- lega grein fyrir því hve góður árangur það var að ná öðm sætí í sínum riðli í undankeppninni í Litháen. „Ég geri mér eiginlega meira grein fyrir því núna þegar þetta er yfirstaðið. Eg sagði að þetta yrði mjög erfitt og að hver leUcur yrði eins og úrslitaleikur. Okkur gekk ekkert frábærlega í Hol- landi í æfingamótinu í haust. En þetta smaU aUt núna. Ég hafði alveg trú á því fyrir mótið að við myndum ná þriðja sætínu. En ég átti svo sem ekld von á því að þetta yrði eins „auðvelt" og raunin varð," segir Júh'us. Var tæknilega mjög lélegur Eins og áður hefur komið ffarn á Júlíus að baki 288 landsleiki sem leik- maður. Fyrstí leikurinn sem hann spilaði var gegn ítölum árið 1983 og Júlíus segist muna vel eftir þeim leik, en þá var hann nítján ára. „Ég áttí nú engan glæsUeik. Ég spilaði í tíu mínútur eða korter. Bog- dan var að þjálfa og nýliðarnir máttu vera heppnir ef þeir fengu einhverjar mínútur. Ég skoraði eitt mark og það var úr vítí. Ég fékk að fara á punktínn bara af því að ég var nýliði. Ég minn- ist leiksins nú bara út af þeim mínút- um sem ég var inni á og stressinu sem fylgir fyrsta leik en þetta var fyrstí af mörgum," segir Júlíus. Bogdan Kowalczyk var þjálfari ís- lenska landsliðsins þegar Júlíus var að stíga sín fyrstu landsliðsskref. Bog- dan þótti nota sérstakar aðferðir og sitt sýndist hverjum um þann ágæta mann. „í raun kynntíst maður Bog- dan aldrei. Ég kom þarna inn sem nýliði ‘83 og var í raun í öUum verk- efnum eftír það. Hann bæði hélt leik- mönnum, og þá aðaUega yngri leik- mönnum, aðeins frá sér og svo talaði hann aðeins „þýsku" eða bogdönsku eins og við kölíuðum það og ég kunni það tungumál ekki. Þannig að í raun þurftí ég að læra hans tjáningu og hans tungumál. Hann var gífurlega fær og náði miklu úr mannskapnum en það var ekkert endilega eitthvað sem heillaði mig. Ég, jú, tek eitthvað frá honum en aðferðirnar heUluðu mig ekki sem þjálfara. Enda var þetta gamli tíminn og hann létýmisleg út úr sér við leikmenn sem maður myndi ekki gera," segir Júlíus, sem var með- al leikmanna sem unnu B-keppnina í Frakklandi 1989. „Ég segi alltaf að maður hafi orðið heimsmeistari en tek það ekkert sér- staklega ffam að þetta hafi verið B- heimsmeistarakeppni. En þetta var alveg gífurlega sterkt mót á þeim tíma, fyrirkomulagið var þannig. Frakkarn- ir voru að koma mjög sterkir inn, Pól- verjar voru mjög sterkir og Vestur- Þjóðverjar voru einnig á þessu móti, þannig að þetta var alveg hörku mót," segir Júlíus, sem telur B-keppnina 1989 upp sem eitt eftirminnilegasta mótíð sem hann hefur tekið þátt í. „Þetta mót, Ólympíuleikarn- ir 1992, HM hér heima ‘95 og '97 í Kumamoto, þetta eru eiginlega mótín sem standa upp úr með landsliðinu," segir Júlíus og bætír við að gengið á HM hér á landi árið 1995 hafi verið mikið áfall. „Þetta var samt gífurlega skemmtí- legt. Auðvitað er skemmtilegra því meiri sem árangurinn er, en það var mikill undirbúningur, mikil umfjöll- un og pressa. Svo gekk þetta ekki sem skyldi en maður græðir á þessu vissulega, þetta er bara reynsla að ganga í gegnum svona. Við þurftum að standa upp eftir mótið og viður- kenna að það hafi allt farið á annan veg en reiknað var með. Ég man al- veg vel eftír þessu og hef reynt að taka hlutí úr þessu tíl að læra af þeim og nýta," segir Júlíus. En hvernig myndi Júlíus lýsa sjálf- um sér sem leikmanni? „Það eru ef- laust mjög margir í dag sem muna bara eftir mér sem varnarmanni og það er kannski eðlilegt. Frá 1997 var ég farinn að spila meiri vamarleik en sóknarleik með landsliðinu. Ég held að ég getí alveg sagt það beint frá hjartanu að ég var ekki mikið tækni- tröll, ég gat ekki tekið snúninga og var ekki tæknilega góður. Ég var bara tæknilega mjög lélegur. Það kom mér stundum á óvart ef ég náði að gefa góða línusendingu. Þetta var bara ekki mitt en ég hafði margt annað. Ég tel mig hafa verið góðan varnarmann og hef líkamlega alltaf verið sterkur, bæði út af því að ég var duglegur að æfa og æfði mikið lyftingar þegar ég var yngri. Svo held ég að þetta sé svo- iítíð náttúrulegt. Ég fór svona meira á kraftinum en tækninni, í gegnum- brotum og skotum að utan," segir JÚIÍUS að lokum. dagur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.