Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007
Fréttir DV
Westroad-verslunar-
miðstöðin Vettvangur
síðustu fjöldamorðanna
í Bandaríkjunum.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
1 »•
Minningarathöfn Nemendur minnast
fórnarlamba árásarinnar.
PÖticE
O M AlH A
Unglingurinn sem skaut átta
manns til bana í verslunarmiðstöð í
Omaha í Bandaríkjunum skildi eft-
ir sig sjálfsmorðsbréf þar sem fram
kom að hann vildi verða frægur.
Lögreglan viðurkenndi tilvist orð-
sendingarinnar en vildi ekki tjá sig
um innihaldið. Unglingurinn, hinn
19 ára Robert Hawkins frá Bellevue
í Nebraska, hóf skothríð í verslun-
armiðstöðinni síðastliðinn mið-
vikudag á háannatíma og var mik-
ill fjöldi fólks samankominn í henni
vegna innkaupa fyrir jólin.
Hawkins var vopnaður riffli og
skaut sum fórnarlamba sinna í
návígi en önnur af færi af svölum
þriðju hæðar verslunarmiðstöðv-
arinnar. Að minnsta kosti fimm
manns eru sárir eftir árásina.
Vandamenn Hawkins sögðu að
hann hefði átt við þunglyndi að
stríða og hefði nýlega misst hvort
tveggja starf sitt og kærustu. Hann
bjó hjá fjölskyldu vinar síns og að
sögn Deboru Maruca Kovac, hús-
móðurinnar á heimilinu, var hann
eins og „týndur hvolpur sem eng-
inn kærði sig um". Hann hafði
hringt til hennar upp úr hádegi á
miðvikudaginn og sagt henni að
hann hefði skilið eftir orðsendingu
til hennar í svefnherbergi sínu.
Þegar hún leitaði útskýringa sagði
hann að það væri um seinan og
sleit símtalinu. 1 orðsendingunni
sagði Hawkins að hann væri leiður
yfir öllu og vildi ekki íþyngja nein-
um og að hann elskaði fjölskyldu
sína og vini. í orðsendingunni kom
einnig ffam löngun Hawkins til að
verða frægur.
Þriðju fjöldamorðin á þessu
ári
Fjöldamorðin í Omaha eru þau
þriðju sem dunið hafa á banda-
rísku þjóðinni í ár. Fólki eru enn í
fersku minni atburðirnir í Tækni-
háskólanum í Virginíu-fylki í apríl,
en þá létust þrjátíu og tveir nem-
endur er Cho Seung Hui hóf skot-
hrfð í skólanum. f október voru sex
ungmenni drepin í teiti í Crandon
í Wisconsin af lögreglumanni á frí-
vakt.
Ekki er talið að þetta síðasta til-
felli verði til þess að byssulöggjöf í
Bandaríkjunum verði endurskoð-
uð, því hin mannskæða skotárás í
Virginíu fyrr á árinu hafð lítil sem
engin áhrif í þá veru á almenning
í Bandaríkjunum og vakti ekki upp
umræður á landsvísu. Skotvopna-
löggjöfin í Bandaríkjunum er ekki
kosningamál sem slíkt og enginn
þeirra frambjóðenda sem sækj-
ast eftir embætti forseta landsins
hefur vakið máls á endurbótum á
henni.
Úrskurðað um stjórnarskrár-
bundinn rétt
Á næsta ári mun hæstirétt-
ur Bandaríkjanna úrskurða um
stjómarskrárímndinn rétt til að
bera skotvopn. Rétturinn mun taka
afstöðu til þess hvort hverju fylki
fyrir sig sé í sjálfsvaid sett hvort
það setji hömlur á byssueign, eða
hvort réttur til slíkrar ákvörðun-
ar skuli liggja hjá stjórnvöldum í
Washington. Reiknað er með að
meðferð málsins hefjist í hæstarétti
næsta vor og úrskurður liggi fýr-
ir þá um sumarið. Af þeim sökum
er ekki útilokað að málið sem slíkt
hafi áhrif á forsetakosningarnar í
nóvember. Skammbyssueign hefur
verið bönnuð í höfúðborg lands-
ins síðan 1976, en hæstiréttur mun
ekki hrófla við rétti einstaklings til
að eiga skotvopn.
Vegna fjölda byssutengdra
glæpa í Bandaríkjunum hefur skot-
vopnalöggjöfin reglulega vakið upp
heitar umræður. Sumir kenna byss-
unum um glæpina en aðrir segja að
byssur séu besta leiðin til að verja
sig og sína gegn ofbeldi. Samkvæmt
skýrslu alríkislögreglunnar FBI
em tveir þriðju hlutar allra morða
sem framin em í Bandaríkjunum
framdir með skotvopnum sem og
fjörutíu og tvö prósent allra rána.
Þeir sem andvígir eru breytingum
á skotvopnalöggjöfinni benda máli
sínu til stuðnings á þá staðreynd að
þrátt fyrir að státa af stífustu lögum
þar að lútandi sé Washington ein
þeirra borga þar sem framin eru
flest morð. Árið 2006 voru fram-
in þar eitt hundrað sextíu og níu
morð.
w , ^
.w
EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM
FRÍ LEGUGREINING
og fagleg ráðgjöf
á heilsu- og
sjúkradýnum
www.rumgott.is
Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16
Óvenjumikið hefur verið um fjöldamorð í Bandarikjunum á árinu. Siðasta tilfellið átti sér stað í Omaha en
þar féllu átta manns fyrir kúlum úr byssu þunglynds unglings. Ekki er talið að þau fjöldamorð sem framin
hafa verið i Bandaríkjunum verði til þess að skotvopnalöggjöf þar verði endurskoðuð.
ÞRÁÐIAÐ VERÐA FRÆGUR