Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 Fréttir DV ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST f VIKUNNI MISFERLISVEITARSTJORA SVEITARSTJORI GRUNAÐUR UM MISFERLI PSveitarstjórinn í Grímsey, Brynjólfur Arnason, er grunaður um fjármálamisferli í siörfum sínum. DV greindi frá því að hann hefði keypt skotbómulyftara sér til handargagns á kostnað hreppsins. Skrifstofa Brynjólfs var innsigluð og rannsókn hófst af fullum þunga. Þetta kom í kjölfar þess að Brynjólfur var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela 12.900 lítrum af olíu. FINNUROG HALLDÓR FYRIR DÓM Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingólfssyni, Valgerði Sverrisdótt- ur og Ólafi Ólafssyni ásamt fleirum hefur verið stefnt fyrir dóm til þess að bera vitni í málaferl- um Þorsteins Ingasonar gegn Kaupþingi. Þorsteinn höfðar málið á þeim forsendum að starfsmenn Framsóknarflokks og Búnaðarbanka hafi falsað víxla með þeim afleiðingum að hann misstí hlut sinn í út- gerðarfélaginu Hólmadrangi ogvarðgjaldþrota. ÚTLENDINGAHATUR BLOSSAR UPP Hópur IshmdlnKa rtatst «ft Oörum PölwDuin (yrt* utan spartojöalnn í KalavOc ^ ráðistápólverjai ’*----------^Nftavss * Ð Alda útlendinga- haturs braust út í kjölfar þess að Pólverji var handtekinn, grunaður um að hafa ekið á fjögurra ára dreng með þeim af- leiðingum að hann lést. Ökumaðurinn flúði af vettvangi. Á mánudags- kvöld réðst hópur fs- lendinga á fjóra Pólverja f grennd við Sparisjóð Suðurnesja. íslending- arnir voru fimmtán tíl tuttugu talsins. Pólverj- arnir höfðu ekkert til saka unnið. Fjöldi hót- ana í garð útlendinga barst í kjölfar banaslyssins. ÍSLENSKU BARNIRÆNT Franskur barnsfaðir Veru Pálsdóttur ljósmyndara neitaði að afhenda henni þriggja ára dóttur þeirra eftir að umsömdu umgengnistímabili lauk í París í byrjun mánaðar. Vera dvelur nú í París og berst fyrir því að fá dóttur sína aftur. Faðirinn fór í fyrstu í felur með dóttur þeirra. Frönskyfirvöld blanda sér ekki í málið og málaferli blasa við. Vera dvelur nú í París og berst fyrir því að fá dóttur sína aftur með aðstoð sendiráðs og lögmanna. SORGI KEFLAVlK f ivuuiiniari S. hörimstuði ————— ^ ð iiniK: HITTMALIÐ Það sem af er ári hafa verið fluttir til landsins 117 þúsund farsímar og 21 þúsund DVD-spilarar og leikjatölvur. Guðmundur Sigurðsson. framkvæmdastjóri Há- tækni, segir það færast í aukana að fólk eigi fleiri en einn síma og taki jafnvel sérstakan síma með sér út á lífið. ERLA HLYNSDOTTIR Sífellt algengara er að fólk eigi sér- stakan djammsíma. „Sumir eiga jafnvel tvo eða þrjá síma, einn fyr- ir vinnuna, einn til að taka með út á lífið og einn fyrir allt annað. Það er alltaf að færast í aukana að fólk eigi fleiri en einn síma," segir Guð- mundur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hátækni, umboðsaðila Nok- ia. Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru fluttir inn tæplega 117 þús- und farsímar. Það samsvarar nýjum síma fyrir rúmlega þriðjung lands- manna síðan í janúar. Verðmæti þessara síma er um 1,4 milljarðar og vega þeir 58 kíló. Farsíminn tengist gervihnetti Guðmundur segir fólk að jafnaði skipta um farsíma á tveggja og hálfs árs fresti. „Margir endurnýja mun hraðar og einhverjir jafnvel oft á ári," segir hann. Töluverð aukning hefur verið á innflutningi síma hjá Hátækni síðan í íyrra. Tækninni fleygir sífellt fram og margir fá sér nýjan síma til að halda í við fram- farirnar. „Fullkomnustu símarnir í dag eru miklu meira en símar. Nok- ia er stærsti framleiðandi mp3-spil- ara og þeir eru innbyggðir í marga síma," segir Guðmundur. Auk þess er hægt að tengjast gervihnöttum með nýjustu símunum og nota þá sem staðsetningartæki. Að sögn Guðmundar er sölu- aukningin svipuð hér og á hin- um Norðurlöndunum. Það sem af er ári hafa íslend- ingar flutt inn fjarskipta- og út- varpsbúnað fyrir 33 milljónir á dag, samtals rúma 10 milljarða. Símar, myndspilarar og loftnets- diskar eru meðal þess sem þar fellur undir. Á fyrstu tíu mán- uðum ársins í fyrra var heildar- | upphæðin heldur lægri eða 7,6 milljarðar. Á þrítugsaldri í Playstation Gestur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Elko, segir að aukninguna megi að stórum hluta rekja til leikjatölvunn- ar Playstation 3 sem kom ný á markað snemma árs. „Playstat- ion 2 hefur verið lengi á mark- aðnum. Síðan kom þessi nýja útgáfa og algjör sprenging varð í sölunni." Frá ársbyrjun hafa verið flutt inntæplega21 þúsundmyndflutn- ingstæki, þar með taldir DVD- spilarar og leikjatölvur. Verðmæti þeirra samkvæmt innkaupsverði er rúmar 135 milljónir. Playstation 3 er mun dýrari en gamla útgáfan og kostaði tæpar sjötíu þúsund krónur þegar hún kom á markað. Verðið hefur hins vegar lækkað og nú er verðið komið undir fjörutíu þúsundin. Aðspurður segir Gestur að ótrúlega margir sem komnir eru yfir tvítugt kaupi sér leikjatölvu. Hann segir stærstu 0 Playstation HjörvarFreyr Hjörvarsson, deildarstjóri í tölvudeild Elko, með nýjustu útgáfuna. SLENDI )GTÆK * DVD-spilarar, heimabió og leikjatölvur sem voru flutt til landsins I janúartil október. „Margir endurnýja símana mun hrað- ar og einhverjir jafnvel oft á ári." notendur Playstation þó vera börn og unglingar frá tíu ára aldri og upp í sextán ára. Öfgafullir (slendingar „fslendingar eru öfgafólk," segir Gestur hlæjandi. „Fólk er fljótt að tileinka sér nýjungar í öllu, hvort sem um er að ræða tækni eða tísku." Myndbandstækin hreyfast varla hjá honum í Elko en DVD- tækin seljast jafnt og þétt. „Það hefur samt minnkað frá því sem áður var. Mögulega er fólk að bíða eftir nýrri tækni. Nú eru BluRay-spilarar að ryðja sér rúms en þar eru gæðin mun meiri," segir Gestur en í Playstation 3 er einmitt innbyggður BluRay- spilari sem kalla má nýja kynslóð af DVD- tækninni. Einn flottur Þessi sími gæti hentað vel á djammið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.