Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007
Fréttir DV
ÞETTA HELST
- ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST f VIKUNNI
MISFERLISVEITARSTJORA
SVEITARSTJORI
GRUNAÐUR
UM MISFERLI
PSveitarstjórinn í
Grímsey, Brynjólfur
Arnason, er
grunaður um
fjármálamisferli í
siörfum sínum. DV
greindi frá því að hann hefði
keypt skotbómulyftara sér
til handargagns á kostnað
hreppsins. Skrifstofa
Brynjólfs var innsigluð og
rannsókn hófst af fullum
þunga. Þetta kom í kjölfar
þess að Brynjólfur var
dæmdur í þriggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi
fyrir að stela 12.900 lítrum
af olíu.
FINNUROG HALLDÓR FYRIR DÓM
Halldóri Ásgrímssyni,
Finni Ingólfssyni,
Valgerði Sverrisdótt-
ur og Ólafi Ólafssyni
ásamt fleirum hefur
verið stefnt fyrir dóm til
þess að bera vitni í málaferl-
um Þorsteins Ingasonar gegn
Kaupþingi. Þorsteinn höfðar
málið á þeim forsendum að
starfsmenn Framsóknarflokks
og Búnaðarbanka hafi falsað
víxla með þeim afleiðingum
að hann misstí hlut sinn í út-
gerðarfélaginu Hólmadrangi
ogvarðgjaldþrota.
ÚTLENDINGAHATUR BLOSSAR UPP
Hópur IshmdlnKa rtatst «ft Oörum PölwDuin (yrt* utan spartojöalnn í KalavOc ^
ráðistápólverjai
’*----------^Nftavss
*
Ð
Alda útlendinga-
haturs braust
út í kjölfar þess
að Pólverji var
handtekinn,
grunaður um
að hafa ekið á fjögurra
ára dreng með þeim af-
leiðingum að hann lést.
Ökumaðurinn flúði af
vettvangi. Á mánudags-
kvöld réðst hópur fs-
lendinga á fjóra Pólverja
f grennd við Sparisjóð
Suðurnesja. íslending-
arnir voru fimmtán tíl
tuttugu talsins. Pólverj-
arnir höfðu ekkert til
saka unnið. Fjöldi hót-
ana í garð útlendinga
barst í kjölfar banaslyssins.
ÍSLENSKU BARNIRÆNT
Franskur barnsfaðir
Veru Pálsdóttur
ljósmyndara neitaði
að afhenda henni
þriggja ára dóttur
þeirra eftir að umsömdu
umgengnistímabili lauk í
París í byrjun mánaðar. Vera
dvelur nú í París og berst
fyrir því að fá dóttur sína
aftur. Faðirinn fór í fyrstu
í felur með dóttur þeirra.
Frönskyfirvöld blanda sér
ekki í málið og málaferli
blasa við. Vera dvelur nú
í París og berst fyrir því
að fá dóttur sína aftur
með aðstoð sendiráðs og
lögmanna.
SORGI
KEFLAVlK
f ivuuiiniari
S. hörimstuði —————
^ ð iiniK:
HITTMALIÐ
Það sem af er ári hafa verið fluttir til landsins 117
þúsund farsímar og 21 þúsund DVD-spilarar og
leikjatölvur. Guðmundur Sigurðsson. framkvæmdastjóri Há-
tækni, segir það færast í aukana að fólk eigi fleiri en einn síma
og taki jafnvel sérstakan síma með sér út á lífið.
ERLA HLYNSDOTTIR
Sífellt algengara er að fólk eigi sér-
stakan djammsíma. „Sumir eiga
jafnvel tvo eða þrjá síma, einn fyr-
ir vinnuna, einn til að taka með út
á lífið og einn fyrir allt annað. Það
er alltaf að færast í aukana að fólk
eigi fleiri en einn síma," segir Guð-
mundur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Hátækni, umboðsaðila Nok-
ia.
Á fyrstu tíu mánuðum ársins
voru fluttir inn tæplega 117 þús-
und farsímar. Það samsvarar nýjum
síma fyrir rúmlega þriðjung lands-
manna síðan í janúar. Verðmæti
þessara síma er um 1,4 milljarðar
og vega þeir 58 kíló.
Farsíminn tengist gervihnetti
Guðmundur segir fólk að jafnaði
skipta um farsíma á tveggja og hálfs
árs fresti. „Margir endurnýja mun
hraðar og einhverjir jafnvel oft á
ári," segir hann. Töluverð aukning
hefur verið á innflutningi síma hjá
Hátækni síðan í íyrra. Tækninni
fleygir sífellt fram og margir fá sér
nýjan síma til að halda í við fram-
farirnar. „Fullkomnustu símarnir í
dag eru miklu meira en símar. Nok-
ia er stærsti framleiðandi mp3-spil-
ara og þeir eru innbyggðir í marga
síma," segir Guðmundur. Auk þess
er hægt að tengjast gervihnöttum
með nýjustu símunum og nota þá
sem staðsetningartæki.
Að sögn Guðmundar er sölu-
aukningin svipuð hér og á hin-
um Norðurlöndunum.
Það sem af er ári hafa íslend-
ingar flutt inn fjarskipta- og út-
varpsbúnað fyrir 33 milljónir á
dag, samtals rúma 10 milljarða.
Símar, myndspilarar og loftnets-
diskar eru meðal þess sem þar
fellur undir. Á fyrstu tíu mán-
uðum ársins í fyrra var heildar- |
upphæðin heldur lægri eða 7,6
milljarðar.
Á þrítugsaldri í Playstation
Gestur Hjaltason, fram-
kvæmdastjóri Elko, segir að
aukninguna megi að stórum
hluta rekja til leikjatölvunn-
ar Playstation 3 sem kom ný á
markað snemma árs. „Playstat-
ion 2 hefur verið lengi á mark-
aðnum. Síðan kom þessi nýja
útgáfa og algjör sprenging varð í
sölunni."
Frá ársbyrjun hafa verið flutt
inntæplega21 þúsundmyndflutn-
ingstæki, þar með taldir DVD-
spilarar og leikjatölvur. Verðmæti
þeirra samkvæmt innkaupsverði
er rúmar 135 milljónir.
Playstation 3 er mun dýrari en
gamla útgáfan og kostaði tæpar
sjötíu þúsund krónur
þegar hún kom á
markað. Verðið hefur
hins vegar lækkað
og nú er verðið
komið undir fjörutíu
þúsundin.
Aðspurður segir
Gestur að ótrúlega
margir sem komnir
eru yfir tvítugt kaupi
sér leikjatölvu.
Hann segir stærstu
0 Playstation HjörvarFreyr
Hjörvarsson, deildarstjóri í
tölvudeild Elko, með
nýjustu útgáfuna.
SLENDI
)GTÆK
* DVD-spilarar,
heimabió og
leikjatölvur sem voru
flutt til landsins I
janúartil október.
„Margir endurnýja
símana mun hrað-
ar og einhverjir
jafnvel oft á ári."
notendur Playstation þó vera
börn og unglingar frá tíu ára aldri
og upp í sextán ára.
Öfgafullir (slendingar
„fslendingar eru öfgafólk,"
segir Gestur hlæjandi. „Fólk er
fljótt að tileinka sér nýjungar í
öllu, hvort sem um er að ræða
tækni eða tísku."
Myndbandstækin hreyfast
varla hjá honum í Elko en DVD-
tækin seljast jafnt og þétt. „Það
hefur samt minnkað frá því sem
áður var. Mögulega er fólk að
bíða eftir nýrri tækni. Nú eru
BluRay-spilarar að ryðja sér rúms
en þar eru gæðin mun meiri,"
segir Gestur en í Playstation 3 er
einmitt innbyggður BluRay-
spilari sem kalla má
nýja kynslóð af DVD-
tækninni.
Einn flottur
Þessi sími gæti hentað
vel á djammið.