Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2007, Blaðsíða 10
Aðeins um helmingur þjóðarinnar telur sig vera kristinn, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Biskupsstofu árið 2004. Fimmtungur þjóðarinnar telur sig vera trúlausan með öllu. Siguður Hólm Gunnarsson hjá Siðmennt segir að siðgæði eigi ekki að byggjast á kreddum. Halldór Reynisson hjá Biskupsstofu segir þessar niðurstöður benda til þess að íslenskt samfélag taki nú örum breytingum. Helmingur íslendinga kristnir Könnun leiðir í Ijós að aðeins um helmingur (slendinga eru kristnir. Fimmtungur trúir alls ekki á neitt. @1 Kl; T t T t : ■ Éá 1 1 EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skrifar: ehi Ríflega helmingur þjóðarinnar er kristinn samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Capacent gerði fyr- ir Biskupsstofu, Guðfræðideild Há- skóla Islands og Kirkjugarða Reykja- víkur. I könnuninni, sem framkvæmd var árið 2004, var spurt um trúarlíf íslendinga, hvort þeir séu trúaðir og hvort þeir játi krisma trú. Kristin trú var teldn upp hér á landi fyrir rúmum eitt þúsund árum. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs hjá Biskupsstofú, segir að þegar komi að trúnni sé orðanotk- unin óljós. „Það væri hæpið að full- yrða að allir fslendingar hafi tileink- að sér kristna trú. Þessi könnun leiðir einmitt í ljós að tiltölulega stór hópur fólks kýs ekki að kalla sig kristin," seg- ir Halldór. Undir þetta tekur Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Sið- menntar. „Það er auðvitað túlkunar- atriði hvort íslendingar séu kristnir eða ekki. Ég tel að flestir séu að ein- hverju leyti trúaðir þótt varla sé hægt að segja að flestir séu kristnir, ef notast Siðmennt Sigurður Hólm hjá Siðmennt segir sama hvaðan gott komi. Sumt í biblíunni sé gott. Annað ekki. er við skilgreiningu trúarbragðanna sjálfra," segir hann. Fimmtungur alveg trúlaus Sigurður telur að könnunin sé mun betri mælikvarði á trúrækni ís- lendinga en tölur um skráningu í þjóðkirkjuna og aðrar hjarðir. „Sam- kvæmt þessari könnun þá er tæpur flmmtungur fslendinga þeirra skoð- unar að enginn guð sé til og eru sam- kvæmt því trúlausir með öllu. Um það bil fjórðungur svarar því að enginn annar guð sé til en sá sem við höfúm sjálf búið til," segir hann. „íslendingar eru að mörgu leiti hundheiðnir. Hér er mjög ríkt í fólki að telja sig hafa svo- kallaða barnatrú. Það er trú sem fjall- ar ekki um margt annað en að trúa á eitthvað gott og að til sé eitthvað yfir- náttúrulegt." Sigurður bendir á að eldri könnun hafi leitt í ljós að aðeins á bilinu tíu til þrjátíu prósent íslendinga trúi því að kristur hafi dáið fyrir syndir mann- anna, sem þrátt fyrir það sé ein helsta kenning kirkjunnar. „Það virðast ekki margir trúa þessu og því síður trúir fólk á sköpunarsögu biblíunnar. Til samanburðar þá er þessu þveröfugt farið í Bandaríkjunum." Hann segir að þetta leiði í ljós að íslendingar séu í það minnsta að mjög litlu leyti bók- stafstrúar. „Það er alveg á hreinu." Frjálslyndir íslendingar í samanburði við Bandaríkjamenn þá virðast íslendingar hafa mun frjáls- lyndari viðhorf gagnvart samkyn- hneigðum og réttindabaráttu þeirra. „f Bandaríkjunum kemur það varla tíl greina að samþykkja réttindi sam- kynhneigðra vegna trúarskoðana. Reyndar er gríðarlegur munur á því sem Bandaríkjamenn kalla kristna trú í samanburði við íslendinga," seg- ir Sigurður. Halldór Reynisson hjá Biskups- stofu dvaldi í Bandaríkjunum á náms- árum og kveðst hafa áttað sig á því þar að íslenskt líf sé að mörgu leyti mót- að af hefðum og venjum kristninnar. „Út frá því er hægt að segja að íslend- ingar séu í almennum og félagslegum skilningi kristin þjóð. Það virðist þó „íslendingar eru að mörgu leyti hundheiðnir" vera að breytast, til dæmis með mikl- um aðflutningi nýrra íslendinga, auk þess sem sífellt fleiri kjósi aðra lífs- skoðun fram yfir kristnina. Þarna hef- ur orðið mikil aðgreining og það er í rauninni það sem þessi könnun leið- ir í ljós. Línurnar eru mun skýrar nú en þær voru fyrir tuttugu árum síðan," segir Hafldór. Heimspekilegar vangaveltur Sigurður Hólm bendir á að oft sé gripið til þess að ræða um mikilvægi kristílegs siðgæðis. „En hvers siðgæði er það," spyr hann. „Er það siðgæði þjóðkirkjunnar, trúaðra Bandaríkja- manna eða Gunnars í Krossinum?" Hann segir það augljóst að munurinn á gildum þessara hópa sé mikill. Trú- arlegt siðgæði feli það í sér að siðferð- iskenndin grundvallist á trú, annað hvort biblíunni eða öðrum kreddum. „Þess vegna er ég á móti orðalagi eins og kristilegu siðgæði," segir Sigurður. Hann segir að einfaldast sé að telja það gott sem hefúr góðar afleiðingar og öfugt. „Það skiptir mig engu hvar góðar siðferðisreglur eru skrifað- ar og því þykir mér margt mjög gott sem stendur í biblíunni. Þar er einnig margt neikvætt. Viðmiðið ætti því ekki að liggja í því sem skrifað er í biblíuna, heldur eru góðar siðferðisreglur góð- ar, alveg sama hvar þær eru skrifaðar," bætír Sigurður við. Halldór Reynisson bendir á að hér sé í rauninni um heimspekilegar vangaveltur að ræða. „Hér er verið að skoða siði og venjur þjóðarinnar, sem reyndar er best að meta úr fjarlægð," segir hann. Skoðanakannanir á undanhaldi Úrtak könnunarinnar var 1.500 manns á aldrinum 13 til 75 ára og var tekið handahófskennt úrtak úr þjóð- skrá. Endanlegur fjöldi þeirra sem tók þátt í könnuninni voru 862 og var svarhlutfall því 60,4 prósent. Könn- unin var ffamkvæmd í gegnum síma og fór fram í febrúar og mars 2004. Hildigunnur Ólafsdóttír, félags- fræðingur, segir að miðað við úrtakið gefi könnunin nokkuð rétta mynd af stöðunni í landinu. „Það fer alltaf eftír stærð úrtaksins. Miðað við stærð úr- taksins þá er hægt að segja með nokk- uð mikilli vissu hver skoðun allra ís- lendinga er. Það er í raun eins og að segja að sextíu prósent þjóðarinnar sé á þessari skoðun en við getum ekki sagt til um hin fjörutíu prósentin." Hildigunnur segir að íslendingar séu í sífellt minna mæli reiðubúnir til að taka þátt í skoðanakönnunum. Þannig hafi algengt svarhlutfall fyr- ir tuttugu árum síðan verið 70 til 80 prósent en núna fari það ekki mik- ið upp fýrir 60 prósent. „Það er lík- lega helst um að kenna fjölda kann- ana sem framkvæmdar eru. Þær eru fleiri núna og fólk virðist gefa sér minni tíma í að svara. Þetta eru helstu skýringarnar." TRÚARAFSTAÐA ÍSLENDINGA 52,9% Heimild: Könnun Callup fyrir Biskupsstofu, Guöfræðideild Hl, og Kirkjugaröa Reykjavfkur 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.