Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Page 13
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 13 stöðu gengisvísitölunnar var krónan hvað sterkust á sumarmánuðum í fyrra, gaf nokkuð eftir skömmu síð- ar, en styrktist síðan á nýjan leik. Arnar sagði að það það hefði ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæjar að gengi íslensku krónunnar hækk- aði þegar tilkynnt var í júnílok um stórfelldan niðurskurð á þorskafla. Niðurstaða hans var því sú að það séu fleiri öfl að verki þegar kemur að gengisþróun krónunnar en afkoma íslenslaa útflutningsgreina. Sveiflur á bæði íslenskum og er- lendum fjármálamörkuðum hafa haft sitt að segja þegar kemur að sjávarútvegi hér á landi og því ekki hægt að einblína á kvótakerflð í því sambandi. Búferlaflutningar vegna menntunar Að mati andstæðinga kvóta- kerfisins er brottflutningur fólks af landsbyggðinni bein afleiðing þess að kvótinn er svo til horfinn úr bæj- arfélögum sem alltaf hafa byggt af- komu sína á sjávarútvegi. Eftir að framsal kvótans var gefið frjáls jókst óstöðugleikinn þegar heilu byggð- arlögin gátu átt allt sitt undir örfá- um handhöfum kvótans. Jafnvel rótgrónir heimamenn fluttu sig um set þegar atvinnuleysi fór að gera við sig í hinum ýmsu bæj- um. Nú er svo komið að stór hluti íbúa ýmissa sjávarplássa, svo sem á Vesturlandi, eru innflytjendur. Það er staðreynd að tryggð þeirra sem alist hafa upp á ákveðnum svæðum er meiri en þeirra sem flytja þangað í leit að vinnu. Fólk sem hefur hvorki félagsleg né uppeldisleg tengsl við þann stað sem það býr á er líklegra en annað til að flytja sig fljótt tun set ef harðna fer í ári. Því er það al- varlegra en margir gera sér grein fyrir að þeir sem alist hafa upp við fiskvinnslu í fjörðum landsins hafi ákveðið að finna sér ný heimkynni. En atvinnuleysi er ekki eina mögulega skýringin á sókn fólks til höfuðborgarsvæðisins. Um all- an heim hefur sú þróun átt sér stað að þéttbýlismyndun eykst. Aukin áhersla á menntun hefur leitt til þess að fólk flytur sig í meira mæli um set til að afla sér framhaldsmenntun- ar. Landsbyggðarfólk sem ætlar sér í fyrstu að flytjast tímabundið um set til að ná sér í háskólagráðu hef- ur síðan oft engin tök á að snúa aftur því í heimabyggðinni er enga vinnu að fá sem hæfir menntuninni. Þó hefur borið á að þeir sem flytja til borgarinnar eru ekki alls kostar ánægðir eins og nýleg rannsókn við Háskólann á Bifröst sýnir. Þar kom í ljós að þeir sem hvað ósáttastir eru við búsetu á höfuðborgarsvæðinu eru þeir sem nýlega hafa flutt þang- að utan af landi. Vífill Karlsson hag- fræðingur segir því ljóst að ýmsir flytji þangað af öðrum ástæðum en hreinni löngun. Fyrir þremur árum snerist hins vegar við sú þróun að fólk úr nágrannabyggðum höfuð- borgarsvæðisins flytti þangað og fóru byggðir á Reykjanesi og á Suð- urlandi að glæðast nýju lífi, allsend- is ótengdu sjávarútvegi. Vífill kallar það andborgarmynd- un þegar fólk er farið að flýja borg- ina og er það þróun sem er langt í frá bundin við ísland. Betri samgöng- ur hafa leitt til þess að hægt er að stunda vinnu í borginni þó fólk búi á Selfossi eða í Reykjanesbæ. Ungt fólk rær á önnur mið Fólksflutningar á íslandi skýrast því af fjölmörgum ástæðum öðrum en áhrifum kvótakerfisins og erfitt að halda því fram að fólk flýi lands- byggðina aðeins út af því fiskveiði- kerfi sem er við lýði. Bent hefur ver- ið á að nýir tímar séu fram undan. Upplýsingatækni og fjármálastarf- semi eru greinar sem fólk hefur sótt í undanfarin ár. Mörgum finnst það jákvæð þróun en aðrir syrgja að lítil endurnýjun verði í sjávarútvegi. Ungt fólk í dag hefur engin ráð til að komast þar að. Himinhátt kvóta- verð gerir að verkum að nýliðun í greininni er svo til engin. Eins og staðan er nú er ekki raunhæft fyr- ir þá sem huga að framtíð sinni að stefna í átt til sjávar þar sem gífur- legt fjármagn þarf til þess eins að koma sér af stað. Raunsæ ungmenni róa því á önnur mið. HUNSAR ÁLITIÐ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur ekki ástæðu til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti á mannréttindum. Er heyrnin farin að dala? Bjóðum upp á mikið úrval heyrnartækja með einstökum tæknibúnaði: • Þráðlaus tækni og gervigreind • Tenging við farsíma og aðra hljóðgjafa • Fullkominn ýlfurvarnarbúnaður • Innbyggt minni og tærdómskerfi • Stefnuvirkur hávaðadempari Tímapantanir í síma 568 6880 ::W Heyrnartœbú iv - Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | sími: 568 6880 | www.heyrnartaekni.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.