Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Blaðsíða 13
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 13 stöðu gengisvísitölunnar var krónan hvað sterkust á sumarmánuðum í fyrra, gaf nokkuð eftir skömmu síð- ar, en styrktist síðan á nýjan leik. Arnar sagði að það það hefði ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæjar að gengi íslensku krónunnar hækk- aði þegar tilkynnt var í júnílok um stórfelldan niðurskurð á þorskafla. Niðurstaða hans var því sú að það séu fleiri öfl að verki þegar kemur að gengisþróun krónunnar en afkoma íslenslaa útflutningsgreina. Sveiflur á bæði íslenskum og er- lendum fjármálamörkuðum hafa haft sitt að segja þegar kemur að sjávarútvegi hér á landi og því ekki hægt að einblína á kvótakerflð í því sambandi. Búferlaflutningar vegna menntunar Að mati andstæðinga kvóta- kerfisins er brottflutningur fólks af landsbyggðinni bein afleiðing þess að kvótinn er svo til horfinn úr bæj- arfélögum sem alltaf hafa byggt af- komu sína á sjávarútvegi. Eftir að framsal kvótans var gefið frjáls jókst óstöðugleikinn þegar heilu byggð- arlögin gátu átt allt sitt undir örfá- um handhöfum kvótans. Jafnvel rótgrónir heimamenn fluttu sig um set þegar atvinnuleysi fór að gera við sig í hinum ýmsu bæj- um. Nú er svo komið að stór hluti íbúa ýmissa sjávarplássa, svo sem á Vesturlandi, eru innflytjendur. Það er staðreynd að tryggð þeirra sem alist hafa upp á ákveðnum svæðum er meiri en þeirra sem flytja þangað í leit að vinnu. Fólk sem hefur hvorki félagsleg né uppeldisleg tengsl við þann stað sem það býr á er líklegra en annað til að flytja sig fljótt tun set ef harðna fer í ári. Því er það al- varlegra en margir gera sér grein fyrir að þeir sem alist hafa upp við fiskvinnslu í fjörðum landsins hafi ákveðið að finna sér ný heimkynni. En atvinnuleysi er ekki eina mögulega skýringin á sókn fólks til höfuðborgarsvæðisins. Um all- an heim hefur sú þróun átt sér stað að þéttbýlismyndun eykst. Aukin áhersla á menntun hefur leitt til þess að fólk flytur sig í meira mæli um set til að afla sér framhaldsmenntun- ar. Landsbyggðarfólk sem ætlar sér í fyrstu að flytjast tímabundið um set til að ná sér í háskólagráðu hef- ur síðan oft engin tök á að snúa aftur því í heimabyggðinni er enga vinnu að fá sem hæfir menntuninni. Þó hefur borið á að þeir sem flytja til borgarinnar eru ekki alls kostar ánægðir eins og nýleg rannsókn við Háskólann á Bifröst sýnir. Þar kom í ljós að þeir sem hvað ósáttastir eru við búsetu á höfuðborgarsvæðinu eru þeir sem nýlega hafa flutt þang- að utan af landi. Vífill Karlsson hag- fræðingur segir því ljóst að ýmsir flytji þangað af öðrum ástæðum en hreinni löngun. Fyrir þremur árum snerist hins vegar við sú þróun að fólk úr nágrannabyggðum höfuð- borgarsvæðisins flytti þangað og fóru byggðir á Reykjanesi og á Suð- urlandi að glæðast nýju lífi, allsend- is ótengdu sjávarútvegi. Vífill kallar það andborgarmynd- un þegar fólk er farið að flýja borg- ina og er það þróun sem er langt í frá bundin við ísland. Betri samgöng- ur hafa leitt til þess að hægt er að stunda vinnu í borginni þó fólk búi á Selfossi eða í Reykjanesbæ. Ungt fólk rær á önnur mið Fólksflutningar á íslandi skýrast því af fjölmörgum ástæðum öðrum en áhrifum kvótakerfisins og erfitt að halda því fram að fólk flýi lands- byggðina aðeins út af því fiskveiði- kerfi sem er við lýði. Bent hefur ver- ið á að nýir tímar séu fram undan. Upplýsingatækni og fjármálastarf- semi eru greinar sem fólk hefur sótt í undanfarin ár. Mörgum finnst það jákvæð þróun en aðrir syrgja að lítil endurnýjun verði í sjávarútvegi. Ungt fólk í dag hefur engin ráð til að komast þar að. Himinhátt kvóta- verð gerir að verkum að nýliðun í greininni er svo til engin. Eins og staðan er nú er ekki raunhæft fyr- ir þá sem huga að framtíð sinni að stefna í átt til sjávar þar sem gífur- legt fjármagn þarf til þess eins að koma sér af stað. Raunsæ ungmenni róa því á önnur mið. HUNSAR ÁLITIÐ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur ekki ástæðu til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti á mannréttindum. Er heyrnin farin að dala? Bjóðum upp á mikið úrval heyrnartækja með einstökum tæknibúnaði: • Þráðlaus tækni og gervigreind • Tenging við farsíma og aðra hljóðgjafa • Fullkominn ýlfurvarnarbúnaður • Innbyggt minni og tærdómskerfi • Stefnuvirkur hávaðadempari Tímapantanir í síma 568 6880 ::W Heyrnartœbú iv - Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | sími: 568 6880 | www.heyrnartaekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.