Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Oagblaðlfi-Vislr útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaösins eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Augu fólks beinast í stöðugt vaxandi mæii að Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra sem borg- arstjóraefni Sjálfstæð- isflokks- ins í næstu kosningum. Guðlaugur gjörþekkir til borgarmála eftir að hafa um árabil setið í borgarstjóm og hann þykir vera þess fullfær að valda embættinu. Vandinn er hins vegar sá að hann er guð- faðir Reykjavík Energy Invest og stöðugt fleiri efasemda gætir vegna framgöngu hans þar. ■ Björn Bjarnason er kampa- kátur þessa dagana þótt Valhöll logi í innbyrðis deilum. Athygli vekur að dómsmálaráðherrann lyftir ekld litla fingri til hjálpar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borg- arstjóra sem er í hreinum pólitískum háska. Björn varíviðtalií fslandi í dag vegna afmæl- is Neyðar- línunnar og reitti þar af sér brandar- ana sem er óvenjulegt. Spurður um borgarstjómina sagði hann eitthvað á þá leið að hann tæki ekki að sér ráðgjöf í pólitískum krísum en kannski ætti hann að vera við símann á 112 og gefa þar góð ráð þeim sem eru í erfiðleik- um. ■ Staða Gísla Marteins Baldurs- sonar innan borgarstjórnar þykir óljós. Hann hefur tilheyrt svoköll- uðum Davíðsarmi í flokknum en í seinni tíð hefur hann gerst eins konar sálufélagi Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar leiðtoga. Þar er talið að hann sé að tryggja að Hanna Bima Kristjánsdóttir, annar maður á lista flokksins, komist ekld í stól Vilhjálms. Afleiðingin er sú að Gísli Marteinn er nán- ast land- laus maður, pólitískt séð. Júlíus Vífill Ingvarsson rær hins vegar að því öllum árum aðverðavið- urkenndur sem lægsti samnefnari flokksins til borgar- stjóra. Vandinn er að hann nýtur takmarkaðs trausts eftir að hafa verið sá sexmenninganna sem harðastur var í uppreisninni gegna Vilhjálmi vegna REI. ■ Nokkra athygli vakti að fram- sóknarmaðurinn og umhveríis- sinninn Ólöf Guðný V'aldimars- dóttir varð aðstoðarmaður Ólafs Friðriks Magnússonar borg- arstjóra. Hún er landeigandi á Núpi í Dýrafirði. Hún hefur barist af einurð í umhverfismálum, og verið harður andstæðingur hugmynda um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Því kom vel á vond- an rætt var að planta siíkri stöð niður á Núpi í Dýrafirði. Land- eigandinn Ólöf talaði þá skýrt og sagði það ekki koma til greina. LEIÐARI Myrkviðir Netsins REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Ofsóknir áttu sérþá birtingarmynd aðsend voru smáskilabod isíma blaðamanna. DV hefur undanfarið fjallað um netsíð una handahofskenning.org þar sem birtar voru ósæmileg- ar og meiðandi myndir af ung- um stúlkum og börnum. Þannig birti síð- an niðurlægjandi mynd af ungri stúlku að henni forspurðri, væntanlega til að koma höggi á hana. Vefsíðan er hýst í útlönd- um en skrifuð af íslendingum. Eftir að DV hóf umfjöllun um þann skepnuskap sem átti sér stað á síðunni dúkkuðu upp nöfn, heimilisföng og símanúmer blaðamanna á DV og dv.is. Þar var að finna hótanir um að viðkomandi blaðamönnum yrði rústað. Of- sóknir áttu sér einnig þá birtingarmynd að send voru smáskilaboð í síma blaðamanna þar sem þeim var hótað. Þeir sem skrifuðu síðuna beittu sömu aðferðum og handrukk- arar og reyndu að ógna fólki til að segja ekki um þá sannleikann. Lögreglunni í Reykja- vik var tilkynnt um athæfi vesalinganna sem reyna að niðurlægja fólk og ógna því en það var greinilegt að enginn áhugi var á því að rafast fyrir um hótanirnar eða fletta ofan ófögnuðinum. DV átti því ekki aðra osti en taka upp eigin rannsókn og verja ólk fyrir þeim sem leynast í myrkviðum etsins. Með aðstöð tölvumanns tókst ð upplýsa að það er forritarinn Baldur íslason, 24 ára, sem er forsvarsmað- ur síðunnar. Hann þrætti í fyrstu fyrir ð bera ábyrgð á ófögnuðinum en við- urkenndi síðan í samtali við DV að vera byrgur. Hann reyndi að verja sig með ví að nafnleysingjar, honum óviðkom- di, stæðu fyrir því að niðurlægja ung- stúlkur og börn eða hóta blaðamönn- m meiðingum. Baldur bendir sér til arnar á bloggsíður Mogunblaðsins ar sem óhróður nafnleysingja þrífst. Það er engin vörn. Baldur er ábyrgur yrir því sem birtist á síðunni. Hann, étt eins og Morgunblaðið, bjó til far- æg fyrir kjarklausa vesalinga en það r honum til hróss að hafa lokað síð- nni í gær eftir tilmæli lögreglu. HUGSAÐÍVALHÖLL SVARTHOFÐI Erfiðar draumfarir hafa einkennt nætur Svarthöfða undanfarið. I fýrrinótt tók steininn úr þeg- ar hann í svartnættinu holdgerðist á fundi borgarstjómarflokks Sjálfstæðis- flokksins í Valhöll. Framan af draumn- um var allt með eðlilegu móti. „Þetta hefur verið afskaplega erfiður tími fýr- ir mig og fjölskyldu mína," sagði hann tregablandinni röddu. Borgarfulltrúi Gísli Marteinn Baldursson horfði sam- úðarfullur á leiðtoga sinn og nikkaði ákaft eins og til að sýna stuðning sinn. En þá gerðist eitthvað óútskýranlegt og nýjar og áður óþekktar víddir opnuðust Svarthöfða. Hugsanir borgarfulltrúanna urðu að töl- uðum orðum. Hanna Birna má aldrei verða borgarstjóri. Þá verð ég aldrei neitt meira en formaður í nefnd og sú framtíð sem Hannes Hólmsteinn var búinn að planleggja fyrir mig verður ekki að veruleika," hugsaði Gísli Marteinn um leið og þjáningarfúll rödd Villa ómaði í salnum. „Verst var að lenda í því að missa meirihlutann. En með því axlaði ég ábyrgð," sagði hann. En hugsanim- ar vom í öðrum dúr. „Ætla þessir bján- ar enn að klekkja á mér? Er ekki nóg fyrir þau að hafa gert uppreisn? Hve- nær ædar þetta lið að læra að hlýða og átta sig á þeim veruleika að ég verð aftur borgarstjóri." Júlíus Vífill brosti hvetjandi til borg- arstjóraefnisins. „Karlinn má ekki hætta fýrr en mér hefur tekist að gera Hönnu Bimu og Gísla Martein óvirk. Ég er hinn eini sanni arftaki en þessir krakkar eiga ekkert er- indi í borgarstjórastólinn. Ég er maður fólksins með reynsluna og þokkann til að standa frammi fýrir borgarbúum. Ég er óperusöngvari, fýrrverandi forstjóri og með útgeislunina í lagi. Ég er eini mögulegi samnefnarinn," hugsaði hann og brosti til Hönnu Birnu og Gísla Marteins til öryggis. Svarthöfða rann kalt vam milli skinns og hörunds. Hanna Birna leit hlýlega til Gísla Marteins. Þau höfðulengiverið samherjar en vissulega hafði hún veitt því eftirtekt að undanfarin misseri hafði Gísli Marteinn setið langdvölum inni á skrif- stofuVilhjálms. „Kvikindið ætlar að reyna að skáka mér með því að koma sér í mjúkinn hjá Villa og Geir Haarde. Það skal aldrei verða. Ég verð að grafa undan honum. Kannski get ég látið ráða hann í Sjónvarpið aftur. Ég verð að hringja í Þorgerði Katrínu og fá hana til að ýta á Pál Magnússon út- varpsstjóra." "X Tilhjálmur hafði lokið ræðu \/ sinni. Hann bað framkvæmda- V stjóra borgarstjómarflokksins að stilla upp fyrir fjölmiðlana. Þannig væri sniðugt að hafa þrjá stóla. Hann sæti í miðjunni en Gísli Mart- einn og Hanna Bima honum til sitt hvorrar handar, Gísli Marteinn hægra megin. Það koma flóttasvipur á Hönnu Birnu. „Ég þarf að fara til tannlæknis," sagði hún en meinti: „Heldur karlinn að ég ætli að brosa eins og einhver dúkka til að hann nái að krafla sig út úr klandrinu," hugsaði hún. Vilhjálmur leit föðurlega til Gísla Marteins sem roðnaði. „Ég þarf að mæta á fund í Frjálshyggjufélaginu," stamaði hann og ók sér í sætinu. „Af hverju fer Hanna Birna ekki með hon- um?" heyrði Svarthöfði hann hugsa. "X 7"erið þið velkomin á þennan \ / blaðamannafund,“ sagði hann. \ „Þið haldið að ykkur takist að fella mig, fiflin ykkar. Það verður ekki," hugsaði hann. „Ég nýt eindregins stuðnings borgarstjórnarflokksins og formannsins. Þið megið spyrja þau," sagði harm. í sömu andrá mátti sjá Hönnu Bimu og Gísla Martein skjótast út um kjallaradyr Valhallar. Svarthöfði vaknaði í svitabaði og hugaði til þess hve stálheppinn hann væri að vera að- eins hugarburður. „Nei, ég hef enga samúð með honum. Ég veit lítið um málið. Ég er bara orðinn þreyttur á þvf. En ég á eftir að sjá hvað hann gerir á kjörtimabilinu." Gunnar Ingi Eysteinsson, 22 ára verslunarmaður „Nei, ég hef ekki samúðina. Aðallega af því mér finnst hann hafa brotið allt of mikið af sér. Hann ætti að draga sig í hlé." Gunnar Gestsson, 80 ára elli- lífeyrisþegi „Nei, ég veit samt ekki hvað ég að segja. Ég hef voða litla skoðun á þessu. En ég finn ekki til með Vilhjálmi vegna málsins." Karen Ösp Birgisdóttir, 21 árs leikskólastarfsmaður „Nei, ég hef alls enga samúð með Vilhjálmi. Það er eins og allir barmi sér af minnsta tilefni í dag. Enginn má pota í neinn. Ég er samt ekkert harðbrjósta." Kristín Sjöfn Ómarsdóttir, 21 árs verðandi móðir DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR HEFUR ÞÚ SAMÚÐ MEÐ VILHJÁLMI Þ. VILHJÁLMSSYNI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.