Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Sævar Þór Gíslason fór í víking og spilaði fótbolta í úrvalsdeild með Reykjavikurliðunum ÍR og Fylki. Hann sneri aftur á heimaslóðirnar á siðasta ári og tók þátt í að ná liði Selfoss upp í fyrstu deild. Hann gagnrýnir sveitarstjórn Árborgar harðlega fyrir framkvæmdaleysi í íþróttamálum. Kominn heim Sævar Þór Glslason leikur nú með Selfyssingum eftireð hafa spilað með (R og Fylki. „SPARNAÐURINN ER SVO MIKILL AÐ ÞAÐ ER SKRÚFAÐ NIÐUR í HITANUM MEÐ ÞEIM AFLEIÐING- UM AÐ VIÐ MISSUM ÚR ÆFING- AR UM LEIÐ OGILLA VIÐRAR" „Það er gott að vera kominn heim," segir Sævar Þór Gíslason, knatt- spyrnumaður í liði Selfyssinga, sem mjakaði sér upp í fyrstu deild á síð- asta keppnistímabili. „Þeta var búið að vera þrettán ára streð, en nú ligg- ur ieiðin áfram upp," bætir hann við. Sævar ólst upp á Selfossi og æfði og keppti þar í yngri flokkum. Hann þótti harðsnúinn og fljótur á vellin- um, erfiður viðureignar og varð fljótt annálaður markaskorari. Árið 1998 lá leiðin síðan til Reykjavíkur þar sem Sævar gekk til liðs við ÍR, sem und- ir stjóm Njáls Eiðssonar náði sæti í úrvalsdeild. Árið 2000 gekk Sævar til liðs við Fylki, spilaði þar til árs- ins 2006 og náði meðal annars bik- armeistaratidi. Meiðsli háðu honum nokkuð á þessu tímabili og nýtt starf á Selfossi varð til þess á endanum að hann ákvað að flytja austur og ganga til liðs við Selfoss. „Það stóð á endum að nú emm við komnir upp." Sparnaður og svikin loforð „Við erum reyndar bara búnir að ná tíu til fimmtán æfingum núna eft- ir áramótin," segir Sævar. „Við not- umst við gervigrasvöll sem var upp- runalega búinn til árið 1977 ef ég man rétt. Hann er upphitaður, en sparnaðurinn er svo mikill að það er skrúfað niður í hitanum með þeim afleiðingum að við missum úr æfing- arumleið og illa viðrar." - Sævar er ófeiminn við að gagn- rýna sveitarstjórnina fýrir andvara- leysi þegar kemur að íþróttum. „Það vqntar ekki fögur fyrirheit í þessum málum. Nú síðast talaði Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjar- stjóri um að nýr keppnisvöllur yrði tilbúinn á þessu ári. Eg hef ekki séð aðjnenn séu byrjaðir á þessum velli og veit ekki hvemig hann eigi að vera kominn ínotkun í sumar." Auðvelt að reisa hús Til þess að íþróttír megi komast á það ról sem Sævari þykir æskilegt í Árborg segir hann mikilvægast að reisa fjölnota íþróttahús. „Hérna er ágætís körfuknattleikslið sem spilar undir merkjum Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Það er á dagskránni að reisa hér útívelli fyrir körfuna, en þetta em bara skammtímalausnir," segir hann. Sævar segir að á Suðurlandinu sé góður og sterkur hópur íþróttafólks sem þurfi nauðsynlega á aðkomu bæjarfélagsins að halda til þess að ná viðeigandi árangri. „Hér þarf að hugsa fram í tímann og reisa bæði nothæfan keppnisvöll með stúkum fyrir fótboltann og svo gott fjölnota íþróttahús sem getur þjónað okkur lengi. Það er enginn skortur á sterk- um fjárfestum og fasteignafélögum sem em tilbúin til þess að taka þátt í því að reisa þessi mannvirki, að því gefnu að sveitarstjórnin sé tílbúin tíl að undirrita leigusamninga í heild eða að hluta." Þrjátíu ára stöðnun „Það má raunverulega segja aðhér hafi ríkt stöðnun í íþróttunum í ein þrjátíu ár,“ heldur Sævar áfram, óm- yrkur í máli. Hann bendir máli sínu tii smðnings á að síðast þegar íþrótta- og tómstundanefrid Árborgar úthlut- aði styrkjum hafi unglingahljómsveit fengið 150 þúsund króna styrk en íþróttafólkið lítíð sem ekkerL „Ég vil reyndar alls ekki gera h't- ið úr starfi hljómsveitarinnar, sem er bæði gott og lofandi. Hins veg- ar blasir hið augljósa við að á með- an ekki er hægt að æfa á ísilögðum gervigrasvellinum þurfa foreldrar að aka krökkunum í fimmtu tíl sjö- undu flokkum yfir Hellisheiðina á æfingar. Fjölskyldumar borga einn- ig keppnis- og æfingaferðalög krakk- anna til útlanda. Það segir sig sjálft að þetta starf nær ekki að rísa mikið hærra nema sveitarfélagið ákveði að ffamkvæma einhver af sínum háleitu markmiðum." sigtryggur@dv.is Draugasetrið á Stokkseyri er um það bil að vakna úr vetrardvala: Hrollvekjandi skemmtun Það er hressandi að láta hræða úr sér líftór- una þegar við vitum að við erum óhult. Þess vegna em draugahúsin í tívolíum alltaf vin- sælli en allar hinar salíbunumar, hvort sem það er rússíbaninn, klessubílamir eða hring- ekjan. — Því skyldi engan undra að landsmenn hafi tekið því fagnandi þegar Draugasetrið á Stokkseyri var opnað fyrir um fimm árum, enda tívolf ið í Hveragerði löngu dautt og menn orðnir þyrstír í sinn sviðsetta draugagang. Draugasetrið vaknar úr vetrardvala nú um mánaðamótín með veglegri hátíðardagskrá 1. mars. Helstu draugasérfræðingar semrsins munu þá skemmta gestum með hrollvekjandi sögum og fýrirlestmm auk þess sem-boðið verður upp á skemmtiatriði fyiiraiia fjölskyld- una. _ Draugasetrið er afar vinsælt meðal er- lendra ferðamanna. „FóUc hefur komið tíl okkar í aftakaveðri," segir Linda Ásdísardóttír, starfsmaður Draugasetursins. Þar er boðið upp á svokaUaðar draugaferð- ir þar sem farið er með fólk á staði þar sem reimleika hefur orðið vart. „Veðrið bítur auð- vitað ekkert á draugana og því hvergi slakað á," segir Ásdís. „Við fengum tíl dæmis hóp út- lendingaum daginn sem kom á þremur jepp- um í brjáluðu veðri og lét sig hafa það að böðl- ast í gegnum kafaldsbyl til þess að komast á álfasafnið okkar. Ég held að óveðrið hafi bara aukið á stemninguna." Ásdís segir Draugasetr- ið kærkomna afþreyingu fyrir erlenda ferða- •menn sem hafa ef til viU ekki áhuga á að hanga í búðum borgarinnar. „Við höfum verið með kvöldferðirúr bæn- -um þar sem haldið er á vit álfa og drauga auk þess sem við leitum uppi norðurljós ef þau eru á lofti," segir Ásdís. Eitt af því sem setrið býður upp á er „ógnvekjandi nótt fýrir þá sem þora". Gestum er þá boðið að verja nótt í sjó- búðinni inni á safninu þar sem draugar ku vera á sveimi. Annars felst hefðbundinn rúnt- ur í gegnum safnið í því að fólk er sent af stað í pörum með draugasögur í vasadiskói sem fylgir með aðgöngumiðanum. Sögumar em tuttugu og fjórar og leiða gestí að ýmiss konar hrollvekjandi innsemingum sem byggjast á ís- lenskum draugafi'gúrum á borð við skottm og móra. Karakterar á borð við brennivínsdraug- inn, maurapúka, sjódrauga, talandi bema- grindur, fjárhúsdrauga og útburði verða á vegi gesta og er ekki mælt með leiðangrinum fyrir viðkvæmar sálir eða börn yngri en 12 ára. Draugasetrið verður opið um helgar frá og með 1. mars klukkan 13-18, en hægt er að panta ferðir sérstaklega þar fýrir utan. Hssmi Skotta Hrellu gesti Diauga- % > setursins. ' '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.