Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Suðurland DV
Leikfélag Selfoss fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli. Alls hafa verið sett upp 67
leikrit á þeim árum sem félagið hefur starfað. Verið er að sýna nýtt afmælisverk núna,
en það er Með táning í tölvunni, framhald gamanleiksins Með vífið í lúkunum. DV
ræddi við Guðfinnu Gunnarsdóttur, formann Leikfélagsins.
SUNNLENSI
LEIKLIST
150 AR
"
• 1
Með táning í tölvunni Verið er að
sýna afmælisverk félagsins. Um er að
ræða framhald gamanleiksins Með
vífið í lúkunum eftir Ray Cooney.
I • Slll
dori@dv.is
■■
Guðfinna Gunnarsdottir,
formaður leikfélags Selfoss
Segir sýningar félagsins
vinsælar á Suðurlandi.
W7íl
X-,
1 m.:,
pm
„Það var stofnað 9. janúar árið 1958 í gamla Iðnaðarmannahúsinu
á Selfossi, en svo skemmtilega vill til að þar erum við með aðstöðu
í dag fyrir félagið, en við köllum húsið Litla leikhúsið við Sigtún,"
segir Guðfinna Gunnarsdóttir, formaður Leikfélagsins á Selfossi,
sem fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli. Leikfélagið er feiki-
lega öflugt og hefur sett upp 67 verkefni á þeim 50 árum sem það
hefur starfað. „Þar má finna skemmtilega blöndu af íslenskum og
erlendum verkum og síðustu ár höfum við frumflutt mörg verk.
Tvær sýningar, Smáborgarabrúðkaup og Þuríður og Kambsránið,
hafa verið valdar athyglisverðasta áhugasýning ársins, en það felur
í sér að verkið er sýnt í Þjóðleikhúsinu," segir Guðfinna.
Afmælissýning í gangi
Uppsetningar leikfélagsins eru vinsælar á Suðurlandi og er
um þessar mundir afmælisverkið, Með táning í tölvunni eftir Ray
Cooney, í fullum gangi. Leikritið er framhald gamanleiksins Með
vífið í lúkunum, sem fjallaði um leigubflstjóra í London sem var
giftur tveimur konum, sem vissu ekki af hvor annarri. „Þetta verk
gerist 18 árum síðar og enn er hann með tvö heimili, nema nú á
hann sitt hvorn unglinginn, strák og stelpu, með konunum sín-
um og þau hittast á netinu. Þá fer allt á hvolf þegar hann reynir að
koma í veg fyrir að þau hittist, mikill misskilningur á misskilning
ofan, hurðaskellir, óvænt símtöl og almenn læti." Það er Jón Stefán
Kristjánsson sem bæði leikstýrir og þýðir verkið, en það hefur ekki
verið flutt áður hér á íslandi.
Ferðast með sýningar
„Áður íýrr var miklu algengara að farið væri með sýning-
ar út um allar trissur, það hefur breyst," segir Guðfinna.
Leikfélagið hefur þó ferðastyfir hafið pieð leiksýning-
ar. „Við fórum með sýninguna Hnerrinn, gamanleik-
rit samansett úr verkum eftir Tsjekov, á leiklistar-
hátíð í Litháen í íýrra og félagið hefur áður farið
á viðlíka hátíðir í Færeyjum og á Irlandi." I
kjölfar afmælisins var gefið út sérsakt af-
mælisblað og var því dreift í öll hús á
Suðurlandi. í mars mun svo leikfélagið
bjóða upp á ýmis námskeið. „Það sem
er athyglisvert við svona félag og sögu
þess er að sjá hversu margir í samfé-
laginu hér hafa tekið þátt á einn eða
annan hátt í starfsemi félagsins í
gegnum tíðina."
Þeim sem hafa áhuga á því að
sjá Með táning í tölvunni er bent
á að hringja í síma 482 2787, en
sýningar verða út þessa viku að
minnsta kosti.
Hoflandsetrið er notalegur
veitingastaður í Hveragerði.
Við bjóðum uppá PIZZUR og ýmsa smárétti.
Boltinn og aðrir viðburðir á breiðtjaldi.
Tökum vel á móti hópum stórum sem smáum.
Komið við á Setrinu leggið ekki svöng í heiði. Mæðgunar Gullý og
Linda Hofland eiga staðinn og reka, þarna eru konur við stjórnvöld
HOFLANDSSETRIÐ
Heiðmörk 58. 810 Hveragerði ■ S:483-4467 ■ www.hoflandssetrid.is