Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR2008 7 Bílstjóri neitaði að hlýða fyrirmælum um að keyra hættulegt tæki i álveri Alcoa á Reyðarfirði. Að hans mati var tækið hálfbremsulaust og fyrir vikið taldi hann öryggi sínu og annarra starfsmanna ógnað. Bilstjórinn segir að fyrir að óhlýðnast fyrirmælum hafi honum verið sagt að koma ekki aftur til vinnu. Erna Indriðadóttir, upplýs- ingafulltrúi Alcoa, visar ásökununum alfarið á bug og segir enga bremsulausa bila á ferðinni i álverinu. VARREKINNFYRIRAÐ VILJA EKKIDREPA NEINN TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Bflstjóri var rekinn úr starfi sínu í ál- veri Alcoa á Reyðarfirði fyrir að neita að keyra bremsulítið tæki á hættu- svæði um nýliðna helgi og honum tjáð að hann væri ekki velkominn þangað til starfa aftur. Hann tafdi hins vegar verulega hættu stafa af akstri sínum og hætti ekki á að verða sér eða öðr- um starfsmönnum að bana. „Mér finnst framkoma Alcoa í minn garð, og allra þeirra starfs- manna sem voru á gólfinu, svívirði- leg. Fyrir það fyrsta að hafa skipað mér að keyra hálfbremsulausan bfl- inn innan um aðra og síðan fyrir að reka mig fyrir að neita að hlýða stór- hættulegum fyrirmælunum. Að stýra þessum tækjum er vandmeðfarið svo ekki sé talað um ef bremsurnar vant- ar. Ef einhver lendir fyrir bflnum þarf ekki að spyrja að leikslokum," segir Páll Sverrisson bflstjóri. Kom ekki til greina Páil hefur undanfarið starfað sem verktaki í álverinu og sinnt akstri á svokölluðum skautbfl í álverinu. Hann segir bremsur bflsins áður hafa bilað þannig að úr þeim lak og því þurftí að gera við þær. Nýverið voru bremsurnar hins vegar aftur fam- ar að gefa sig og farnar að leka. Páll skilur ekkert í því hvers vegna ekki var samstundis gert við bremsurnar í stað þess að honum var skipað af stað í lífshættulegan akstur. „Eg var bú- inn að benda þeim aftur á lekann og segja þeim að þetta gengi ekki svona. Því miður hefur þetta verið vandi með mörg tækin þarna. Mér var ein- faldlega sagt að annaðhvort færi ég á bflnum eða þeir myndu finna annan í minn stað. Þegar stutt var í vakt hjá mér daginn eftir hringdu þeir svo í mig og sögðu mér að ég væri ekld vel- kominn aftur til vinnu. Ég var bein- h'nis rekinn fyrir að neita að skapa öðrum hættu á bremsulitlum og hættuiegum bfl," segir Páll. „Þegar ég mótmæltí og neitaði að keyra bremsulausan bflinn var mér sagt að verkstæðið bæri ábyrgð á því að bremsurnar væru í lagi. Þannig að Páll með dóttur sinni „Már var einfaldlega sagt að annaðhvortfæri ég á bílnum eða þeir myndu finna annan (minn stað. Þegar stutt var í vakt hjá mér daginn eftir hringdu þeir svo (mig og sögðu mér að ég væri ekki velkominn afturtil vinnu," segir Páll. Rekinn af svæði Alcoa I handbók Alcoa Fjarðaáls um öruggt vinnulag I álverinu kemur skýrt fram að umhverfi, heilbrigði og öryggi sé ávallt tekið fram yfir hagnað eða framleiðslu.,,1 mínum huga braut álverið allar reglur sem hægt var að brjóta," segir Páll. „Við leggjum gríð- aríega áherslu á öryggismál og ef bíll á svæðinu væri bremsulaus væri uyttf'-v 'aiCSÁjCF'" ^ ■■ hann umsvifalaust tekinn úr umferð." ég átti bara að halda áfram á bremsu- litíum bflnum og skapa hættu fyr- ir alla í kring. Málið er það að hefði ég valdið slysi og jafnvel drepið ein- hvern hefði ég að sjálsögðu borið ábyrgð á því. Það vfldi ég ekki eiga á samviskunni og sagði nei eins og skot." Vildi ekki drepa neinn Þorvaldur P. Hjarðar, umdæmis- stjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi, er undrandi yfir frásögn og upplifun bflstjórans. Hann segir reynslu sína af öryggismálum álversins ffarn til þessa hafa verið góða. „Ég er mjög hissa á þessu og þetta kemur mér á óvart miðað við fyrri reynsltí. Þetta þurfum við að skoða til að fá botn í málið og það munum við gera í ljósi frásagnar starfsmannsins. Ef rétt reynist líst mér illa á og get ekki sagt annað en að slflct væri mér mikil vonbrigði. Séu tæki ekki í lagi eiga þau ekki að vera í notkun. Notkun bremsulítils ökutæk- is erhreintogklárt bönnuð, það eiga allir að vita. Það væri mjög einkennilegt að væri fr am á annað og hafi verið grunsemdir um að tækið væri ekki í lagi brást starfsmaðurinn hárrétt við," segir Þorvaldur. f handbók Alcoa Fjarðaáls um ör- uggt vinnulag í álverinu kemur skýrt ffam að umhverfi, heilbrigði og ör- yggi sé ávallt tekið fram yfir hagn- að eða ffamleiðslu. „í mínum huga braut álverið allar reglur sem hægt ALCOA var að brjóta. Nú eru tals- menn álversins vísir með að neita þessu og segja að allt sé í himnalagi með bfl- inn. Uppsögnin var skelfiieg höfnun fyrir mig þvf ég taldi mig vera að gera hið eina rétta í stöðunni og tel mig ekki hafa átt að hlýða þess- um lífshættulegu fýrirmælum. Ég hugsaði um það eitt að drepa ekki neinn á staðnum," segir hinn svekkti bflstjóri. Engir bremsulausir bílar Erna Indriðadóttír, upplýsinga- fulltrúi Alcoa Fjarðaáls, vísar ásök- unum bflstjórans alfarið á bug. Hún hafnar því að nokkurt bremsiflaust farartæki sé til notkunar í álverinu. „Það sem maðurinn er að segja á ein- faldlega ekki við rök að styðjast. Við leggjum gríðarlega áherslu á öryggis- mál og ef bfll á svæðinu væri bremsu- laus væri hann umsvifalaust tekinn úr umferð. Maðurinn hefur verið hér sem verktaki og er því starfsmaður fyrirtækis sem við kaupum þjónustu af. Af margvíslegum ástæðum, sem ég get ekki farið nánar út í, sáum við okkur ekki fært að kaupa þjónustu viðkomandi áfram," segir Ema. „Ég vísamálinu á undirverktakann sem réði manninn. Ásökunum vísa ég alfarið á bug og frásögn bilstjórans á ekki við nokkur rök að styðjast. Við könnumst ekld við bremsuvandræði í þessum bflum og því standast mála- vextír engan veginn. Hér á álverslóð- inni em engir bremsulausir bflar á ferðinni." Flest snjóflóð í um það bil áratug: 40 snjóflóð á tveimur dögum „Það féllu 40 snjóflóð úr Súða- víkurhlíð á tveimur dögum í síð- ustu viku," segir Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á ísafirði. Snjóflóð hafa verið mjög algeng í Súðavíkurhlíð síðari hluta vetrar og síðustu viku hefur vart liðið sá dagur að flóð hafi ekki fallið úr hlíðinni. Geir segir að af þeim 40 flóð- um sem féllu í síðustu viku hafi 26 flóð farið fram á veg eða fram af vegi. „Það er alveg ljóst að þetta er í meira lagi undanfarin ár. Ég held að það sé óhætt að segja að tíu ár séu liðin frá því að þetta var svona mikið," segir Geir. Aðspurður hvort ástandið sé jafnslæmt ann- ars staðar á Vestfjörðum segir Geir að aukningin sé nánast eingöngu í Súðavíkurhlíð. „Það hefur verið mikil snjóflóðahætta í Óshllíðinni einnig en það er búið að gera varn- ■■■■■■KMSSMBBb Snjór mokaður af vegi 26 snjóflóð fóru fram á veginn (Súðavíkurhlíð á tveimurdögum. arvirki sem tekur eitthvað af flóð- unum." Geir segir að þessa stundina sé veður vont á ísafirði og snjóflóða- hættan í Súðavíkurhlíð sé enn til staðar. „Við bíðum átekta með að moka inn Súðavík og Bolungarvík." Tilboðsdagar! Ekki láta þetta framhjá þér fara! Ullarfatnaður í gífurlegu úrvali, á unga sem aldna! Ekki láta kuldann stoppa þig! Klæddu þig í Janus! Janusbúðin Bru-ómslígH, 101 Kcykjavík o. Haliiarslncti 99-101,600 Akurej-ri s. 532-7499. fax. 562-7499 ^ x. 461 -3006. fax. 461 -3007 www.janusbudin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.