Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Vestmannaeyingnum og verkalýðssinnanum Guðgeiri Matthíassyni er margt til lista lagt. Hann byrjaði að mála myndir af Vestmannaeyjum eins og þær litu út fyrir gos eftir minni til að hafa eitthvað við að vera þegar hann var í landi en Guðgeir var á sjó í sautján ár. Hann segist aldrei hafa átt upp á pallborðið hjá ráða- mönnunum en hefur alltaf barist og barist og gefst ekki upp. MALAR EFTIR BARNSMINNINU Við óskum eftir hressu og áhugasömu fólki á KFC á Selfossi. Leitum að fólki í heilsdags- og hlutastörf í sal, afgreiðslu og eldhús. Tökumdaglegavið umsækjendum á staðnum. „Ég kalla mig nú ekki listmálara heldur bara verkamann og sjómann en það eru svo margir orðnir svo miklir listamenn í dag," segir Vest- mannaeyingurinn Guðgeir Matthí- asson og bætir snögglega við: „Ég kalla mínar myndir alltaf smásög- ur, ég reyni alltaf að vinna eitthvað efni. Ekki það að ég máli húsin bara af því að þau séu hús heldur af því að það er voru manneskjur í húsun- um. Þá fær maður sál og þá fer mað- ur að vinna." Guðgeir er þekktur í Eyjum fyrir málverk sín af Vestmannaeyjum eins og þær litu út fyrir gosið. Auk þess er hann með sannkallað lista- verkasafn í garðinum sínum þar sem hann dundar sér einnig við það að höggva út í stein. En hvernig kom það til að Guðgeir fór að mála? „Ég var á sjónum í sautján ár en svo hafði ég það alltaf í millitíðinni þegar ég kom í land að mála hús og gerðist húsamálari. En ég hafði svo mikið að gera að hinir málararnir kærðu mig alltaf. Þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að hafast við í landi." Ljósmyndin drepur hugann Guðgeir segir að honum hafi fundist það hreinlega blasað við honum að þar sem hann átti heima í austurbænum að reyna að nota barnsminnið til að draga upp mynd af gamla bænum. „Margir ljós- myndarar voru hérna og áhuga- menn gerðu margt og mikið gott en það er eins og hefur oft verið sagt við mig. Guðgeir, hver heldurðu að hafi haft áhuga á að taka myndir af 1 Guðgeir með verkunum sínum Guðgeir hélt sína fyrstu einkasýningu í maí árið 1977. þessum kofum? Þá fór ég að hugsa þetta sko og leit alltaf á goshauginn sem nokkurs konar Acropolis." Upp frá því ákvað Guðgeir að hætta í húsamáluninni og byrja að mála gamla bæinn. „Þetta er allt málað eftir minni, ég notast ekki við ljósmyndina því hún drepur hugann og tekur allt sjálfstæði af þér." Gefst aldrei upp Guðgeir segist þurfa að segja blaðamanni eins og er, að hann hafi nú alltaf verið mikill verkalýðssinni og það hafi kostað sitt. „Við eigum ekkert upp á pallborðið hjá ráða- mönnum og verðum út undan sem handverksmenn. Ég hef alltaf bar- ist og aldrei gefist upp. Ég hélt fyrstu einkasýninguna mína 15. maí árið 1977 með myndum af Eyjunum eins og þær litu út fyrir gos. Bærinn hafði þann háttinn á að kaupa alltaf myndir af listamönnum sem héldu sýningar til að styrkja þá. Það varð hins vegar að halda bæjarráðsfund til að ákveða hvort kaupa ætti mynd af mér. Þeir keyptu nú eina mynd en hafa ekki keypt mikið síðan." Leikur sér með myndirnar Guðgeir segist vera frumkvöðull hvað það varðar að halda myndlist- arsýningu á goslokahátíðinni í Eyj- um. „Ég var með eina sýningu ann- aðhvort árið 1987 eða 1988 og fékk níu hundruð manns á sýninguna. Svo fékk ég yfir tólf hundruð manns á sýninguna árið 1993. Ég hef alltaf fengið ofsalega margt fólk á sýning- arnar mínar." Sjálfur segist listamaðurinn vera gríðarlega pólitískur .„Ég er mjög pólitískur og læt það alveg sjást í myndunum mínum og er ekkert að skafa af því neitt." Listaverk Guðgeirs má sjá víð- ar en á striga inni í stofu í heima- húsum en stórt verk eftir hann má sjá á skemmunni hjá ísfélagi Vest- mannaeyja. „Þar málaði ég mynd- ir sem voru fjórir sinnum tíu metr- ar af gamla bænum. Þetta eru allt svona myndir sem ég leik mér með. Ég laga myndirnar mínar aðeins til svona eins og í kvikmynd eru mynd- ir lagaðar aðeins til eftir bókarefn- inu til að fá fólk til að hugsa." Hélt sýningu í bakaríi Guðgeir var búsettur í Reykjavíká tímabili og hélt áfram að mála í höf- uðborginni. „Ég bjó fyrst í Reykja- vík í níu ár, flutti svo aftur til Eyja og árið 1995 fluttist ég aftur til Reykja- víkur. Þá var nefnilega orðið ekkert að gera fyrir okkur róttæku ræflana og við máttum bara skammast okk- ar í burtu," segir hann hlæjandi. „Ég hélt fyrstu sýninguna í Reykjavík í bakaríinu við hliðina á Gallerí Fold á Rauðarárstígnum árið 1998. Ég seldi mjög vel þar. Gallerí Fold vildi líka fá mig en eins og með listina eru það alltaf aðrir sem vilja ráða svo það komu upp örlitlar deil- ur og ég fór bara í bakaríið við hlið- ina á. Árið 2003 fluttist ég svo aftur til Eyja en ég hef alltaf búið í sama húsinu hér í Eyjum, Vestmanna- braut fjörutíu og sex." Sjö hundruð heimsóknir f garðinum hjá Guðgeiri á Vest- mannabrautinni er hálfgert högg- myndasafn en síðastliðið sumar fékk Guðgeir sjö hundruð manns í heimsókn sem vildu skoða verk hans jafnt utandyra sem innandyra. „Ég hegg líka út í grjót og hef selt dálítið af styttum líka. Fólk kemur og kíkir við þegar það á leið um Eyjar. Það er mikið af eldri borgurum sem hafa komið sem og Þjóðverjarnir og Englendingarnir á skemmtiferða- skipunum. Maður flýr hálfpartinn húsið stundum fyrir öllum gesta- ganginum," segir Guðgeir skelli- hlæjandi eins og honum einum er lagið. krista@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.