Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Suöurland DV
Ólafur Sigurjónsson á Forsæti í Villingaholtshreppi mótmælir áformum um virkjun við Urriðafoss harð-
lega. Hann segir það vera óskoraðan rétt íbúa og landeigenda að mótmæla gegn stórfyrirtæki sem hafi ráð
á skipulögðu áróðursstríði. Hann telur að Landsvirkjun hafi beitt blekkingum í vegferð sinni við að fá að
virkja neðri hluta Þjórsár.
'H-
-
‘ z^jSssS - ísSHbs
'
Urriðafoss Verði Þjórsá virkjuð
við Urriðafoss mun vatni verða
veitt um jarðgöng framhjá
þessum vatnsmesta fossi (slands
V -
Ólafur Sigurjónsson, húsasmið-
ur og bóndi á Forsæti III í Villinga-
holtshreppi heíúr beitt sér ötullega
gegn áformum Landsvirkjunar um
að virkja Urriðafoss í Þjórsá, skammt
neðan þjóðvegar. Hann segir Lands-
virkjun hafa rekið kerfisbundið áróð-
ursstríð sem miði að því að virkja foss-
inn, hvað sem það kostar.
„Það sem gerist hér ef áin verð-
ur virkjuð er ekld aðeins það að búið
verður til uppistöðulón í sjálfum
Þjórsárdal, heldur verður fossinn
sjálfur meira og minna vatnslaus, árið
um kring," segir Ólafur. Þetta mun, að
hans mati, hafa veruleg áhrif á ferða-
þjónustu á svæðinu sem margir Þjórs-
árbændur hafa tekið upp sem aðalat-
vinnuveg. „Landsvirkjun hefur farið
hér með fúlltrúa sína manna á milli
og treyst á það að við töluðum ekki
mikið saman okkar á milli. Þannig
hefúr verið látið í veðri vaka að bónd-
inn á næsta bæ sé tilbúinn til þess að
semja um vatnshæð og varnargarða,
án þess jafnvel að fótur sé fyrir því,"
segir hann.
Váin er ný
Á kynningarfundi um málið sem
haldinn var í haust var greint frá því
að með nýju uppstöðulóni í Þjórsár-
dal yrðu bændur við ána mun örugg-
ari gegn flóðum og annarri vá sem
kanna að stafa af ánni. „Okkur var
tjáð að héryrðu byggðir varnargarðar
meðfram ánni. Farsímasamband yrði
stórbætt og viðvörunarlúðrum yrði
komið fyrir þannig að við gætum bet-
ur varið okkur gegn stórflóðum." Við
þetta kýs Ólafur að reisa spurningar.
„Hvemig stendur á því að öryggi
okkar eykst svona mikið ef þörf er á
öllum þessum varúðarráðstöfúnum?
Fólk hefúr búið hér við ána í gegn-
um aldirnar án þess að vorflóð eða
brostnar klakastíflur gerðu okkur sér-
stakt mein. Það er væntanlega verið
að verja okkur gegn brostnum stífl-
um, þar sem flóðin geta orðið miklum
mun hættulegri," segir hann og bætir
við að fýrst árið 1977 hafi borið á erf-
iðum flóðum í ánni, í kjölfar virkjana
á hálendinu.
Sjálfstæðisbaráttan
„Við lítum í rauninni á þetta sem
sjálfstæðisbaráttuna, alveg upp á
nýtt. Þetta hefur verið þreytandi og
erfið barátta og oft á tíðum er komið
ffam við okkur eins og við séum ein-
hvers konar fifL Landsvirkjun er stórt
Nýtt íVogue/butabaer.is Selfossi
Yfir 200 sortir af svarovski hringum, eyrnalokkum og
hálsmenum á mjög góðu verði hringar á kr. 5.200.- stk.
Nýkomnar countryvörur t.d. fallcgir lampar einnig erum við
með fataefni, gardínuefni og bútasaumsefni.
Selfossi • Eyravegur 15 • 800 Selfoss • Slmi 4822930 • butabaer@simnet.is
Bóndinn á Forsæti Ólafur segir Landsvirkjun hafa beitt blekkingum í áróðri sínum
fyrir því að fá að virkja Urriðafoss.
fyrirtæki sem hefur greiðan aðgang
að peningum og spunameisturum,
og það þarf því kannski ekki að koma
á óvart þegar heilu kirkjukórarnir í
sveitinni geta farið í utanlandsferðir
með styrk frá Landsvirkjun," segir Ól-
afur.
Hann segir að ekki megi gera lít-
ið úr rétt almennings til þess að mót-
mæla jafh alvarlegum og róttækum
áformum eins og virkjun Urriðafoss.
„Sú aðferð er stundum notuð að gera
lítið úr þeim sem mótmæla. Þetta
er hins vegar bæði réttur okkar og
skylda. Það var ekki endilega bara
skríll sem kaus að taka sér stöðu á
Torgi hins himneska friðar í Kína."
Pólitískur stuðningur
Minna hefur borið á þeim sem eru
hlynntir Urriðafossvirkjun á svæðinu
í kring um Þjórsá. Ólafur telur að þeir
séu þó til en láti sjálfsagt litið fýrir sér
fara. „Það er mögulegt að í þessum
hóp sé yngra fólk sem jafnvel á eitt-
hvað af tækjum og getur fengið góð
atvinnutækifæri á meðan virkjun er
reist. Hins vegar held ég að fólk sé al-
mennt vel meðvitað um hvað þetta
mál snýst í heild sinni. Þegar upp er
staðið þá snýst málið ekki um pen-
inga. Það snýstum framtíðina ogvirð-
ingu fyrir náttúrunni og umhverfinu."
Ólafur segir að jafnvel þótt Lands-
virkjun sem rfldsfyrirtæld hafi verið
harsnúin í áróðri sínum fýrir virkjun-
inni, þá séu Þjórsárbændum ekki öll
sund lokuð í pólitfldnni. „Við höfúm
fengið góðan hljómgrunn frá bæði
Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráð-
herra og Þórunni Sveinbjarnardóttur
umhverfisráðherra. Svo eigum við vit-
anlega hauk í horni hjá Atla Gíslasyni
og Vintrihreyfingunni - grænu fram-
boði."
Ólafur og kona hans, Bergþóra
Guðbergsdóttir, reka nú ferðaþjón-
ustu á bænum og hafa í sameiningu
reist þar safn þar sem handverks-
munir eru til sýnis. „Við höfúm í raun-
inni kosið að reyna að halda þessari
ferðaþjónustu fyrir utan þessa baráttu
okkar sem er í eðli sínu pólitísk. En
framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu
byggist að nokkru leytí á því að nátt-
úran fái að halda sinni upprunalegu
mynd," Ólafúr að lokum.
sigtryggur&dv.is
rr
ÞAÐ ÞARF ÞVÍ KANNSKIEKKIAÐ KOMA Á ÓVART
ÞEGAR HEILU KIRKJUKÓRARNIR í SVEITINNIGETA
(UTANLANDSFERÐIR MEÐ STYRK FRÁ