Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Kynjaveröld löklasýning á Höfn hefur verið opin um nokkurra ára skeið. Sum- arið 2000 var sett upp jöklasýn- ing sem tengdist Menningarborg- inni Reykjavík. Sýning sú var fljót að festa sig í sessi og árið 2002 var flutt í endurbætt húsnæði, þar sem áður var verslun KASK. Megintil- gangur sýningarinnar er að miðla þekkingu á jöklum og mótunará- hrifum þeirra á land og þjóð. Ann- ars má segja að sýning safnsins sé skipt í fimm hluta, þar sem er með- al annars fjallað um náttúruvernd, þjóðgarða, jöklafræði og í einum sal ganga gestir inn í sýndarveru- leika jöklasprungu og íshellis og upplifa þar og þannig kynjaveröld Vatnajökuls. HalldórfráHö&i Þekktastur allra Hornfirðinga fyrr og síðar er án efa Halldór Ás- grímsson, fyrrverandi forsætisráð- herra. Hann fæddist á Vopnafirði árið 1947, en fluttist ungur með foreldrum sínum til Hafnar, þar sem faðir hans var kaupfélags- stjóri. Lengst þingmannstíðar átti Halldór lögheimili eystra, enda var hann fulltrúi Austlendinga á þingi frá 1974 til 2003, er hann flutti sig í Reykjavíkurkjördæmi suður. Halldór vék svo af velii stjórnmálanna á síðasta ári. Af öðrum sem með einhverjum hætti tengjast Hornafirði má nefna Grétar Örvarsson, Stefán Hilmars- son og Gísla Martein Baldursson. Forsetasaga Laust eftir 19Í0 kom Kristján Eldjárn forseti fslands í opin- bera heimsókn til Hafnar. Strax í framhaldinu fór hann í heimsókn til Ísaíjarðar, þar sem hann flutti sköruglega ræðu og kvaðst vera að koma frá Hornafirði. Frá þessu segir Jón Baldvin Hannibalsson, sem þá var forystumaður í bæjar- málum vestra, í bókinni Tilhuga- líf og minnist þess að forseti hafi sagt að margir sem skoðuðu ís- land úr lofti eða af landakorti sæu það sem dýr. Þá væru Vestfirðir höfuð skepnunnar. „Forseti gerði hér hlé á málinu sínu því að hann var að hugsa sama og áheyrend- ur um framhaldið, það er að segja ef Vestfirðir væru höfuð skepn- unnar þá væri Höfn í Hornafirði væntan- lega afturendinn eða rassboran. Það mátti náttúrulega ekki segja," segir Jón Baldvin og bætir við að eftir þetta hafi Kristján ekld náð flugi í ræðu sinni. HornaQöröur er eitt víöfeðmasta sveitarfélag landsins og nær frá Skeiðarársandi í vestri aö Hvalsnesi í Lóni í austri en þarna í milli eru alls um 200 kílómetrar sem er um 15% af hringveginum. Þannig má í raun skipta sveitarfélaginu upp í nokkur svæöi; Öræfi, Suðursveit, Nesjar, Mýrar, Lón og svo Höfn í Hornafirði þar sem um 1.670 af 2.200 íbúum Hornafjarðar eiga heimkynni sín. Lífæðin Bryggjurnar eru lífæð Hornafjarðar, enda er sjávarútvegur grundvallargrein í atvinnulífi staöarins. •1 / / yr I B s Sakir fjarlægðar í nærliggjandi byggðir þurfum við á Hornafirði að vera sjálfum okkur næg um flest. Hér er öflug samfélagsþjónusta á öll- um sviðum og flest stærri fyrirtæki byggðarlagsins, svo sem útgerðin og ferðaþjónustan, eru í eigu heima- manna, sem ég tel að hafi mikla þýðingu fyrir framþróun byggðar- lagsins. Þannig hefur ferðaþjónsta hér verið í mikilli sókn síðustu ár og skiptir okkur sífellt meira máli," seg- ir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri á Hornafirði. Humarhöfuðborgin „Samkvæmt fyrirliggjandi tölum, til dæmis miðað við kvótastöðu, er Höfn einn allra stærsti útgerðar- staður landsins. Hér er stunduð al- hliða fiskvinnsla, en sjálfsagt þekldr fólk Höfn best sem humarhöfuðborg landsins. Humarmiðin eru ekki langt hér undan, til dæmis á Breiðamerkur- og Skeiðarárdýpi. Hum- arinn er mikilvægur þátt- ur af ímynd staðarins og veitingastaðirnir á staðn- um hafa allir humarrétti á sínum matseðli. 1 þró- unarsetrinu Nýheimum sem hér er starfrækt eru Háskólasetur Háskóla ís- lands og Matís ohf. svo að gera ýmsar athyglisverð- ar tilraunir í sambandi við humarinn, svo sem hvort megi veiða hann í gildru og flytja hann lifandi á markað. Það væri mjög spennandi ef þær tilraun- ir skiluðu tilætíuðum árangri, enda gæti það aukið aukið verðmæti af- urðanna til muna," segir Hjalti Þór sem er 29 ára og yngsti bæj- arstjóri landsins. Stundum hefur verið sagt að sakir landfræðilegr- ar stöðu á suðausturhom- inu sé Höfn í Homafirði það sem kalla mætti einslds- manns land. Þannig em tæp- lega 300 km. til Egilsstaða og 400 km. á Selfoss. „Á vett- vangi sveitarstjórnamála emm við í'ágætu samstarfi með Austíendingum en hvað landsmálin áhrærir þá til- heyrir Ilomafjörður Suður- kjördæmi. I raun höfum við þó reynt að fara hér ákveðinn milliveg og sagt að Hornafjörður sé á Suð-Austurlandi. Það hefur okkur fundist gefa góða raun og samræm- ast þeim veruieika sem við störfum eftir; að vera sjálfum okkur næg," seg- ir Hjaltí sem ólst upp á Hólabreklcu á Mýmm. í dag býr hann með fjöl- skyldu sinni á Homafirði. Búa vel að barnafólki „Mér fannst gott að alast upp í þessu umhverfi og finn það sama nú þegar ég er kominn með fjöl- skyldu. Af hálfu sveitarfélagsins höfum við lagt áherslu á að búa vel að barnafólki. Hér komast börn inn á leikskóla til dæmis ársgömul, starf grunnskólanna er mjög metn- aðarfullt og menningarlífið stendur í blóma. Hér er góður og framsæk- inn framhaldsskóli og í Nýheimum er ágæt aðstaða til að afla sér há- skólamenntunar, eins og milli 40 og 50 manns gera. Það fólk vill sig hvergi hreyfa, því það er gott að búa á Homafirði," segir Hjalti Þór Vign- isson. Hjalti Þór Vignisson Stjórnar málum á Höfn og er yngsti bæjarstjóri landsins, 29 ára. Dularfulla draugaborgin á Stokksnesi: Menn sáu ekki verðmætin Á Stokksnesi, skammt austan við Horna- fjörð, var ein af fjórum ratsjárstöðvum og var byggð árið 1954. Starfsemi hennar var hætt í kringum 1990. „Það var engu líkt að aka eftir eiðinu á fremur dumbungslegum desember- degi og sjá dularfulla skermana bera í þolcuna eins og útstöð í stjörnustríðsmynd, með mik- ilfenglega fjallstinda á vinstri hönd og svar- randi brim á kJettum, rétt fyrir utan þar sem Hornafjarðarröstin ólgar," segir Andri Snær Magnason í bók sinni, Draumalandið. Ratsjárstöðin var rifin niður árið 2003, en hún setti löngum afar sterkan svip á þetta umhverfi. Skermar, kúlur og önnur mann- virki voru mulin niður „... en einhvernveginn láðist mönnum að sjá verðmæti sem þarna voru falin og nota peningana í uppbyggingu í stað niðurrifs. Það er einhvernveginn dæmi- gert fyrir menningarblinduna að á sama tíma og Stokksnes var rifið, vildu heimamenn láta byggja íshöllina úr lélegu James Bond myndinni sem var tekin á Jökulsárlóni," seg- ir Andri Snær, sem telur að á Stokksnesi hafi verið möguleikar á til dæmis óvenjulegu vegahóteli, sumarhúsum eða safni. „Ratsjár- stöðin og umhverfi hennar hefðu verið góð- ur tökustaður fyrir lcvikmyndir, auglýsingar eða tískumyndir," segir Andri sem bætir við að þarna hefði verið frábært tækifæri til að fræða fólk um hættur kalda stríðsins. Mögu- leikar á slíku séu þó enn fyrir hendi á Kefla- víkurflugvelli. Svipur liðins tíma Ratsjárskermarnir við Stokksnes settu sterkan svip á umhverfið þar, en hafa nú verið rifnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.