Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Stfift313 Húsið á Eyrarbakka: Meðal elstu bygginga á landinu Húsið Þar sem nú er Byggðasafn Árnesinga, var byggt árið 1765. Letigarðurinn Fangelsið á Litla-Hrauni er austast í þorpinu á Eyrarbakka, en það var sett á laggirnar árið 1929. Bursta- byggingin, sem er elsti hluti fang- elsisins, var upphaflega reist sem sjúkrahús Sunnlendinga en þegar framkvæmdir stöðvuðust vegna fjárskorts brá dómsmálaráðherr- ann Jónas Jónsson frá Hriflu á það ráð að nýta bygginguna sem fang- elsi. Raunar var Litía-Hraun lengi framan af vinnuhæli fremur en fangelsi, enda nutu fangar nokk- urs frjálsræðis og vinna var rauður þráður í betrun þeirra. Á Litla- Hrauni er nú pláss fyrir 77 fanga í afplánun og 10 gæsluvarðhalds- fanga. Starfsmenn eru 49 og hafa þeir meðal annars umsjón með vinnu fanga, en helstu verkefni fanganna eru vörubrettasmíði, hellusteypa, þrif, skrúfbútafram- leiðsla, skjalaöskjuframleiðsla, bíl- númera- og skiltagerð, samsetn- ing í járn- og trésmíði og bón og þvottur bíla. Menningar- maður Einn frægasti Eyrbekkingur allra tíma er án vafa Ragnar Jónsson frá Mundakoti, sem jafnan var kenndur við smjörlíldsgerðina Smára. Hann er þó efalítið best þekktur sem forleggjari í bóka- útgáfunni Helgafelli, sem var menningarlegt stórveldi á sinni tíð. Undir merkjum hennar gaf Ragnar út verk margra þeirra höf- unda sem settu svip sinn á menn- ingarlíf 20. aldarinnar og er þar nærtækast að nefna Halldór Lax- ness. Þá var Ragnar sjálfur mjög iðinn við kaup á listaverkum sem hann ráðstafaði síðar til Alþýðu- sambands íslands. — Elsti skólinn Barnaskólinn á Eyrarbakka tók til starfa árið 1852 og er elsti grunn- skóli landsins. Þótt skólar hafi tekið til starfa í Reykjavík 1826 og um miðja átjándu öldina í Vestmannaeyjum varð skólahald þar ekki samfellt. Stokkseyri og Eyrarbakki urðu því fyrst þorpa hér á landi til að eignast barna- skóla sem á sér óslitna sögu. Þykir mönnum það segja sitt um fram- sýni og hugsjónir þeirra manna sem settu skólann á laggirnar, á tímum þegar skólaganga var allt annað en sjálfsögð. Eyrarbakki Götumyndin á Eyrar- bakka er um margt sérstök, enda mörg húsanna þar komin vel til ára sinna en eru þó í upprunalegu horfi. „Götumyndin í vesturhluta byggðar- innar hér á Eyrarbakka er sérstök og hefur vakið eftirtekt margra. Erlendir ferðamenn sem hingað koma segja þetta þorp eiga sér fáar hliðstæður. Hér eru mörg gömul hús sem byggð voru á síðari hluta nítjándu aldarinn- ar og í kringum aldamótin 1900. Þau setja mjög sterkan svip á staðinn. Og sem betur fer hefur okkur Eyrbekk- ingum borið gæfa til að varðveita þessar menningarminjar í stað þess að mylja þær niður undir jarðýtutönn líkt og einhvern tíma voru uppi hug- myndir um," segir Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka. Siggeir stýrir garðyrkjudeild Ár- borgar, en Eyrarbakki er eitt þriggja byggðarlaga innan þess sveitarfélags. Hin tvö eru Selfoss og Stokkseyri, en í hinu síðarnefna er Siggeir fæddur og uppalinn. „Þó aðeins séu fimm kíló- metrar héðan af Bakkanum austur á Stokkseyri þá er mannlífið í þessum sjávarþorpum við suðurströndina gjörólíkt. Ég hef samanburðinn, en veit hins vegar ekki hvað skýrir þenn- an mun sem felst meðal annars í gjör- ólíkri afstöðu til lífsins og tilverunnar. Ef til vill stafar þetta þó að einhverju leyti af upplagi fólks og bakgrunni. Fólk í þessum þorpum á rætur sín- ar oftar en ekki á einhverju allt öðru landshorni en setti sig niður við suð- urströndina í von um góða afkomu. Hér búnaðist fólki líka oft mjög vel, til þess voru líka öll skilyrði til dæmis þegar hvað mest var hér umleikis í út- gerð og fiskvinnslu," segir Siggeir. Útgerð á undanhaldi Enda þótt hafnarskilyrði á Eyrar- bakka væru bág og innsiglingin erfið, var þar lengst af stunduð talsverð út- gerð. Með Óseyrarbrúnni sem tekin var í notkun árið 1988 fluttist útgerð Eyrarbakkabáta í Þorlákshöfn. „Þegar best lét voru hér þrjú all- stór fiskvinnslufyrirtæki, það er Hraðfrystihús Eyrarbakka, Einars- höfn og Fiskver. Það síðasmefnda hætti starfsemi fyrir ekki ýkja mörg- um árum - en lengra er síðan rekst- ur hinna fyrirtækjanna lagðist af. f húsakynnum Einarshafnar var síð- ar starfrækt álpönnuverksmiðjan Alpan, en framleiðsla hennar var fýrir einu eða tveimur árum flutt til Rúm- em'u. Og ætíi þetta sé ekki dæmigert fyrir það hvernig þjóðfélagið hefur þróast á undanförnum árum? Fisk- vinnsla og iðnaður eru greinar á und- anhaldi. Sama gildir um verslunina hér á staðnum. Um langt skeið eða Siggeir Ingólfsson „Hér búnaðist fólki líka oft mjög vel, til þess voru líka öll skilyrði til dæmis þegar hvað mest var hér umleikis í útgerð og fiskvinnslu." allt fram á fýrstu áratugi tuttugustu aldar var Eyrarbakki einn helsti versl- unarstaður landsins og þegar Guð- laugur Pálsson kaupmaður hóf hér verslunarrekstur árið 1917 voru hér ellefu verslanir. Þeim hafði hins vegar talsvert fækkað þegar Guðlaugur lést 1993 og nú er hér aðeins sjoppa þar sem fólk getur bjargað sér um allra helstu nauðsynjar. Annað sækjum við á Selfoss." Jákvæð einkenni fámennisins En þótt útgerð, iðnaður og versl- un á Eyrarbakka megi muna sinn fífil fegurri segir Siggeir Ingólfsson að því fari víösfjarri að þar ríki eymdin ein. Raunar þvert á móti. Ferðaþjónusta á Bakkanum sé í sókn. Veitingastaður- inn Rauða húsið njóti vinsælda og sé eftir því fjölsóttur. Þá hafi margir hafi viðkomu í Byggðasafhi Árnesinga í Húsinu. „Satt að segja er ég mjög vongóð- ur fýrir hönd Eyrarbakka. Hér lítur fólk til framtíðar af bjartsýni, sem sést best á því að hér eru allmörg ný hús í byggingu og íbúum fjölgar. Það er já- kvæð þróun. Á hinn bóginn er mikil- vægt að staðurinn verði ekki svo stór eða fjölmennur að hin jákvæðu ein- kenni fámennisins hverfi. Eyrbekk- ingar láta sér sér nefnilega annt um hag hvers annars og bjáti eitthvað á, eru allir boðnir og búnir að veita þeim sem í vanda er staddur alla þá aðstoð sem möguleg er. Gagnkvæmt traust milli íbúanna og sá stuðningur sem þeir veita hver öðrum bjátí eitthvað á er ómetanlegur, eins og ég hef sjálfur reynt. Þetta stuðningsnet ætti hvar- vetna að vera til staðar, að minnsta kosti vil ég hvergi búa nema sú sé raunin," segir Siggeir Ingólfsson. Húsið á Eyrarbakka er meðal elstu bygginga landsins. Það var flutt tilsniðið til landsins árið 1765 og er stokkbyggt timburhús. Ass- istentahúsið nefnist viðbyggingin vestan við Húsið en tengibygging er milli þeirra. Það var byggt árið 1881 og var upphaflega aðsetur verslunarþjóna Lefolii-verslunar- innar, samkvæmt því sem segir á heimasíðu Byggðasafiis Ámesinga. Frá 1765 til 1925 var Húsið heimili kaup- manna og starfsfólks Eyrarbakkaverslunar. Það var nefnt Húsið í daglegu tali senni- lega vegna þess að lengi ffam eftir 19. öld var ekkert annað íbúðartimburhús á Eyr- arbakka og bar það því höfuð og herðar yfir annan húsakost. Húsið er ffægt fyrir sögu sína og hlutverk í íslenskri menningarsögu. Árið 1932 eignuðust hjónin frá Háteigi í Reykjavík, Halldór Kr. Þorsteinsson og Ragnhildur Pétursdóttir Húsið. Þau létu gera við það og er jafnvel talið að með þeirri viðgerð hafi tekist að bjarga Húsinu ffá nið- urrifi enda þá ekki algengt að vemda hús með gamla sögu. Halldór og Ragnhildur leigðu Assistentahúsið út rnn langt skeið. Guðmundur Daníelsson rithöfundur bjó í Assistentahúsinu um nokkurn tíma á 5. áratugnum og léði Halldóri Laxnes það árið 1945 þegar hann vann að bókinni Eldur í Kaupinhöfn. Auðbjörg Guðmundsdóttir og Pétur Sveinbjarnarson keyptu Húsið árið 1979. Þau létu endurbæta margt í Húsinu og bjó Auðbjörg í því frá þeim tíma til 1994. Árið 1992 keypti Ríkissjóður Húsið. Þjóðminja- safn íslands tók þá við eigninni fyrir hönd ríkisins og hafði umsjón með viðgerðum. Byggðasafn Árnesinga flutti starfsemi sína í Húsið 1995 og opnaði það almenningi til sýnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.