Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Sport DV
Valur þurfti að tjalda öllu til þess að leggja 1. deildar lið Vikmgs 1 Eim-
skipabikarnum í gærkvöldi, 32-38. Tölurnar segja nákvæmlega ekkert
um leikinn sem var hreint út sagt magnaður og einfaldlega stórkostleg
skemmtun. Bikarleikur eins og þeir gerast allra bestir.
-
Valur vann sex marka sigur á Vík-
ingi, 32-38, í Víkinni í Eimskipabik-
arnum í gærkvöldi. Víkingar sem
leika í 1. deild börðust eins og ljón
og geta vel við unað en á endanum
áttu þeir ekki nóg til að klára Islands-
meistarana. Besti leikur ársins svo
einfalt er það.
Það var eins og að stíga aftur til
fortíðar í Víkinni í gærkvöld. Þetta
forna stórveldi í handboltanum á
muna sinn fífil fegurri en ieikurinn í
gær minnti óneitanlega á gamla tíma.
Stemningin var gríðarleg og í raun
ágætis innsýn á hversu skemmtilegt
getur verið á íslenskum handbolta-
leikjum.
Víkingar urðu fyrir áfalli á fyrstu
mínútum leiksins þegar lykilmaður
þeirra, Sverrir Hermannson, þurfti
að ljúka leik vegna meiðsla. Sverrir
er gríðarlega mikilvægur íyrir Vík-
ingsliðið og er fyrir utan það eina
örvhenta skyttan í liðinu.
Strax frá fyrstu mínútu sást að
Víkingar voru ekki komnir til þess
eins að vera með. Þeir sýndu fs-
landsmeisturunum enga virðingu
og tóku hart á þeim í vörninni. Öll-
um að óvörum var það fyrstu deild-
ar liðið sem leiddi í hálfleik tveimur
mörkum, 14-12.
Víkingur gaf ekkert eftir
Valsmenn komu mun ákveðnari
til leiks í seinni hálfleik staðráðnir í
að keyra upp hraðann og skilja Vík-
inga eftir. Þeir náðu að jafna fljótleg
í 18-18 og virtist sem svo að tími Vík-
ingaværi úti.
Svo var nú aldeilis ekki því Vík-
ingar skoruðu þrjú mörk í röð og
breyttu stöðunni í 21-18. Heima-
menn urðu svo fyrir öðru áfalli þeg-
ar hin stórskyttan, Sveinn Þorgeirs-
son, var sendur í bað með sína þriðju
brottvísun eftir glórulausan dóm.
Áhorfendur trúðu vart eigin aug-
um þegar staðan var 25-25 og að-
eins tvær og hálf mínúta eftir. Það
voru Valsarar sem fengu tækifæri til
að klára leikinn en fengu dæmdan á
sig ruðning þegar 20 sekúndur voru
eftir og Víkingar gátu allt í einu skor-
að draumamarkið. Það tókst þó ekki
en aukakast Þóris Júlíussonar eftir að
leiktíma lauk, fór í stöngina, aftan í
Pálmar í markinu og út og því þurfti
að framlengja.
Spennan í algleymingi
Þórir Júlíusson var þó hetjan eft-
ir fýrri framlenginguna þegar hann
jafnaði leikinn með undirhand-
arskoti f sama mund og lokaflaut-
an gall. Valur var með unninn leik í
höndunum, marki yfir og með bolt-
ann þegar 40 sekúndur voru eftir.
En til þess að stemma stigu við
spennuna sem var í leiknum létu
þeir dæma af sér boltann. Víldngar
fóru í sókn og áttu 20 sekúndur til að
bæta við framlenginu. Það tókst eins
og greintr er frá hér að ofan. Staðan
var 30-30 þegar seinni framlenging
hófst.
Það var farið að sjást í fyrri fram-
lengingunni að Vfldngarnir ættu ekki
meira inni. Aðeins gríðarlegur vilji
og dugnaður fleytti þeim áfram um
sinn en þegar á leið var búið á tank-
num.
Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu
mörkin í síðari framlengingunni en
áffam fóru Víkingar á viljanum sem
yfirgnæfði hina gífurlegu þreytu sem
var komin í liðið og skoruðu þeir tvö
mörk í röð og minnkuðu muninn í
eitt mark, 32-33.
Undir lokin átti Valur einfaldlega
meira inni og kláraði leikinn örugg-
lega með sex marka sigri, 32-38. Vík-
ingar geta þó borið höfuð hátt fyr-
ir frammistöðu sína í gærkvöldi og
greinilega er framtíðarlið þarna á
ferð. tomas@dv.is
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fagnar framtaki ÍBR og Atorku
Viduka hefur enn hlutverk
Kevin Keegan stjórl Newcastle hefur
sagt að Mark Viduka sóknarmaður
liðsins sé enn (sínum framtíðarplön-
um. Viduka
hefur sagt að
leikmenn liðsins
verði að spila
fyrir stoltið það
sem eftir er af
tímabilinu því
ekki koma
bikarar í hús hjá
liðinu. Keegan
hefur ekki mikið
verið að nota stóra Ástralan en segir
að hann hafi enn hlutverki að gegna
hjá liðinu.„Hann hefur verið að glíma
við smá meiðsli undanfarið en nú er
því lokið og hann hefur verið frábær á
æfingum. Þegar hann verður orðinn
alveg heill þá er ekki spurning að
hann hefur enn hlutverki að gegna
hjá þessu liði. Hann er einn besti
leikmaður heims þegar kemur að því
að halda boltanum upp á topp. Ef
hann fær boltan í fæturnar missir
hann boltan sjaldan." Newcastle er í
13 sæti deildarinnar, sex stigum frá
fallsvæðinu.
Gat vel spllað með Lampard
Þjóðverjinn Michael Ballack segir það
af og frá að hann og Frank Lampard
geti ekki spilað saman á miðjunni.
Margir hafa bent á að Ballack sé að
gera Lampard
það sama og
Steven Gerrard
geri við hann
hjá enska
landsliðinu, þeir
séu of líkir.
„Frank er frábær
leikmaðurog
hvaða lið vildi
ekki hafa Frank
Lampard í sínu liði. Hann skorar mörk
og leggur þau upp. Ég get vel spilað
með hverjum sem er á miðjunni og
það hjálpar að hafa góðan leikmann í
stað lélegs leikmanns, það segir sig
sjálft. Við höfum spilað áður saman
þannig ég skil ekki alveg hvaðan þetta
kemur," sagði Ballck rólegur.
Sagan að endurtaka sig
Fyrir fjórum tímabilum var Scott
nokkur Parker að blómstra með
Charlton. Hann skoraði falleg mörk,
tæklaði allt sem hreyfðist og tapaði
boltanum sjaldan. Hann var kallaður
íenska
landsliðið og
fórtil Chelsea á
10 milljónir
punda. Það sem
átti að vera
drauma
félagaskipti
breyttist fljótt í
martröð þar
sem Parker var
meiddur mikið og spilaði aðeins
fáeina leiki fyrirfélagið. Þaðan hefur
hann síðan farið til Newcastle og svo
til West Ham þar sem hann situr í
stúkunni meiddur. Fyrir tveimur
árum var Steve nokkur Sidwell að
blómstra hjá Reading. Hann skoraði
falleg mörk, tæklaði allt sem
hreyfðist og tapaði boltanum
sjaldan. Nú er hann hjá Chelsea og er
dottinn úr leikmannahóp liðsins í
Meistaradeildinni. Minnir óneytan-
lega á söguna hér á undan.
Ofurtilboð Read Madrid í
Berbatov
Enn leita áhugasamir menn logandi
Ijósi að nýju liði handa Dimitar
Berbatov. Sama þó engar fréttir
berist úr herbúðum Tottenham eru
fjölmiðlar alltaf tilbúnir að leita uppi
nýjustu liðin sem hafa áhuga á
framherjanum
magnaða. Nú er
það Real Madrid
sem vilja fá
Búlgarann og
munTottenham
fá ríkulega
greitt fyrir hann.
Peningaupp-
hæðin á víst að
vera f einhverju
eðlilegu samhengi en auk seðlanna
ætla Spánarmeistararnir að láta í
skiptum þrjá leikmenn. I þessum
félagaskiptum sem líkjast helst þeim
sem ganga á (körfuboltanum á
Berbatov að fara til Madrid en til
Lundúna fara þeir Julio Babtista, Roy-
ston Drenthe og Gabriel Heinze.
Hjartastuðtæki um alla Reykjavík
íþróttabandalag Reykjavíkur
og Átorka kynntu á blaðamanna-
fundi í húsi slökkviliðsins í gær nýtt
átak sem hafið er. Átakið felst í því
að tBR með dyggilegu framlagi At-
orku gefur öllum íþróttahúsum
á Reykjavíkursvæðinu handtækt
hjartastuðtæki. Alls fá tuttugu og
tvö íþróttamannvirki að gjöf þetta
merka tæki.
„Svona er nú alvara lífsins," voru
orð að sönnu hjá slökkviliðstjóran-
um Jón Viðari Mathíassyni þegar
hann talaði um hversu mikilvægt
tækið væri. Hann hafði vart sleppt
orðunum þegar sjúkrabíll sem
staddur var í skemmunni var kall-
aður út. Slökkviliðið mun sjá um
þjálfun aðstandenda íþróttahús-
anna við notkun tækjanna og sér
um eftirlit með því.
Mörg íþróttahúsin sem fá þetta
góða tæki eru með deild innan vé-
banda KSf og formaðurinn, Geir
Þorsteinsson, var ánægður við af-
hendinguna. „Þetta er frábært
framtak hjá ÍBR og Atorku sem ég
fagna mjög. Þetta er ekki einung-
is mikilvægt fyrir leikmennina því
hvað knattspyrnuna varðar eru
mjög margir áhorfendur sem mæta
á leiki og þetta mun engu síður
þjóna þeim jafnvel. Ég þekki það
vel sjálfur að í langri sögu knatt-
spyrnunnar hafa orðið dauðsföll á
áhorfendapöllunum.
Hvað leikmennina varðar er
þetta mjög mikilvægt og í fyrra
ákváðum við á Laugardalsvelli að
koma okkur upp svona tæki. Þetta
tæki er mikilvægt til að halda áfram
að styrkja okkar öryggisnet í kring-
um okkur íþróttafólk. Við erum svo
heppin að í Reykjavík er stutt að fara
á sjúkrahús en þetta mun auka enn
meira öryggið við okkar íþrótta-
fólk," segir Geir Þorsteinsson.
tomas@dv.is
BESTILEIKUR ARSINS
Hart barist Mikil
barátta einkenndi leik
Víkings ogVals.