Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV fossi man ég eftir lágvöruverslun í bragga. Kaup- félögin sköðuðust í einhverjum innri átökum hjá SÍS og menn gáðu ekki að sér að stækka ein- ingarnar og horfa fram á veginn. Þetta fór því illa jafnvel þótt enn séu starfandi sterk og góð kaup- félög." í þessu samhengi bendir hann á Skaga- fjörðinn, þar sem hann segir kaupfélagið vera sterkt á öllum sviðum og vinni að því að halda auði sveitarinnar innan héraðs. „Ég skal hins vegar viðurkenna að bæði Baugsverslanir og Nóatúnsverslanir eru að standa sig gríðarlega vel í mínu kjördæmi og skila miklu til neytenda. Hins vegar finnst mér gott ef samkeppnisaðilarnir í landinu verði alla- vega þrír." Guðni spáir því í þessu samhengi að nýr Bandaríkjaforseti muni hafa áhrif á Suðurland- inu. Ég tel að pólitík heimsins muni breytast með nýjum forseta Bandaríkjanna, hvort sem Clinton eða Obama verða fýrir valinu. Það mun hafa áhrif hér á íslandi og gott er nú að Bush er á förum. Mér hefur aldrei geðjast að hans pólitík." Óráðsía í kvótakerfi Austan sandanna stóru í suðurkjördæmi er Höfn í Hornafirði. „Þar hefur alltaf verið gott at- vinnulíf jafnvel þótt þar hafi orðið fólksfækkun á síðustu árum. Ég tel reyndar að hún stafi fýrst og fremst af óvandaðri ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að skera þorskkvótann niður í 130 þúsund tonn," segir Guðni. Óhjákvæmilegt er að spyrja hann nánar út í kvótakerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur auðvitað farið með stjórn þessa kerfis í sautján ár, jafnvel þótt alltaf sé látið í veðri vaka að Framsóknarflokk- urinn einn beri ábyrgð á kerfinu," segir hann. „Hinar svokölluðu mótvægisaðgerðir hafa fýrst og fremst verið einhvers konar grín. Þær hafa lít- ið snert þau byggðarlög sem fýrir áfallinu verða. Við sjáum afleiðingar þess bæði á Höfn, í Vest- mannaeyjum, Þorlákshöfn og Grindavík. Þessar mótvægisaðgerðir sem við fáum eru náttúrulega háðung. Össur Skarphéðinsson hefur sagt þetta vera mestu byggðaaðgerðir í sögunni. Þetta er bara útúrsnúningur og videysa hjá honum. Það reynir á sjávarþorpin við þessar aðstæður." Guðni telur að ákvörðunin um að skerða þorskkvóta niður í 120 þúsund tonn hafi verið illa ígrunduð. „Það hefði verið heppilegra fyrir ísland að fara í 150 til 160 þúsund tonna þorsk- kvóta. Það eru jafnmiklar líkur á því að vernda þorskstofninn með því móti auk þess sem þá hefði verið auðveldara að taka á móti þorski sem meðafla. Það eru svo margir aðrir veiði- menn í sjónum en maðurinn. í raun réttri vita vísindin líka allt of lítið um sjóinn og hví þorsk- urinn hefur látið undan." Aðspurður hvort bylta þurfi kvótakerfinu svarar Guðni að nú þurfi að búa þannig um hnútana að ekki sé hægt að saka íslenskyfirvöld um að stunda mannréttindabrot. Ekki þurfi þó að leggja út í byltingu. „Það þarf að endurskoða kvótakerfið eins og öll mannanna verk." Nýjan Herjólf „Vestmannaeyingar eru í þeirri stöðu, sem betur fer, að þar hefur fólk haldið vel í sitt í sjáv- arútveginum. Störfum hefur þó óhjákvæmilega fækkað í sjávarútvegi þannig að eyjarnar þurfa alltaf á nýjum tækifærum að halda," segir Guðni. Hann telurþó að hin stóru tímamót Vestmanna- eyja liggi í bættum samgöngum. „Vestmanneyingar vildu bera saman þrjá kosti í samgöngumálum. f fýrsta lagi Bakkafj öru- höfn. f öðru lagi jarðgöng til lands og í þriðja lagi er spurningin um nýjan Herjólf. Samanburður- inn á Bakkafjöru og jarðgöngum hefur því mið- ur ekki farið fram. Bakkafjöruhöfnin hefur verið keyrð áfram án þess að niðurstöður lægju fyrir um göngin. Ég reyndar trúi því ekki að jarðgöng komi til greina í dag. Kannski seinna." Vestmannaeyjar eru eitt af stórum hjörtum Suðurlandsins að mati Guðna og hann leggur mikla áherslu á að ekki verði tafið við að bæta samgöngurnar við land. „Það þarf að gera frek- ari rannsóknir og bora tilraunaholur og til þess þarf sjötíu milljónir króna. Bakkafjaran er nið- urstaðan jafnvel þótt það sé umdeild lausn í Eyj - um og annars staðar. Mikilvægast hefði verið, eins og ég reyndar hélt fram í ríkisstjórn, að fá nýjan Herjólf á meðan ákvörðun væri tekin um hitt. Það þarf að huga að samgöngumálum við Eyjar, enda eru þær eitt af stóru hjörtunum á Suðurlandinu." Daufir sjálfstæðismenn Sjálfstæðisflokkurinn er daufur stjórn- andi þegar kemur að efnahagsmálum, að mati Guðna. „Það eru mörg hættumerki uppi í and- ránni eins og DV hefur bent á. Sjálfstæðismenn virðast trúa því, og forsætisráðherrann, að hlut- irnir muni lagast af sjálfu sér og nú sé best að halda að sér höndum og grípa ekkert inn í at- burðarásina," segir hann. Guðni segir að nú þurfi ríkisstjórnin að leggja Ekki Evrópusamband Guðnl seglr (slendlnga elga að styrkja samband sitt við Norðmenn í stað þess að hugsa um skyndilausnir. út í mikla kynningarherferð um allar jarðir til þess að vekja athygli á sterkri stöðu ríkissjóðs og öfiugu kerfi lífeyrissjóða. „Nú er bankakerf- ið náttúrulega í töluverðri áhættu og um allan heim er illa um íslensku bankana og íslenska þjóðfélagið talað. Bankarnir búa nú við meira óöryggi erlendis en áður. Nú hefði verið gríðar- lega mikilvægt að ríkisstjórnin tæki af skarið og kynnti fyrir umheiminum sterka stöðu þjóðar- búsins í heild sinni. Við eigum aðeins eitt mark- mið, að efnahagur íslendinga haldist góður og að við náum að losna undan því að fara í djúpa kreppu. Til þess þarf samstillt átak hjá þeim sem eru í ríkisstjórn og við viljum auðvitað leggja ríkisstjórninni og þjóðinni gott eitt til, þótt við séum í stjórnarandstöðu." Guðni telur Sjálfstæðisflokkinn hafa að ein- hverju leyti orðið undir í samstarfi við Samfylk- inguna um efnahagsmálin. „Það þýðir ekkert að hafa hendur í kjöltu við þessar aðstæður og Samfýlkingin hefur hingað til ekki sýnt mikla ábyrgð í efnahagsmálunum." Ekki Evrópusamband En hvað skyldi þurfa að taka til bragðs til þess að auka gengi Framsókanrflokksins fyrir næsm kosningar? Halldór Ásgrímsson, forveri Guðna, ræddi oftsinnis um að íslendingar þyrftu að huga að aðild að Evrópusambandi. Guðni er ekki opinn fýrir þessum mögukleika. „Halldór gerði meira en að tala mildilega til Evrópusambandsins, hann vildi hreinlega und- irbúa aðildarumsókn. í þessum ólgusjó í efna- hagsmálum sem við búum við í dag, með versn- andi stöðu bankanna og stýrivaxtahækkunum, hneigjast menn til þess að leita skyndilausna. Evrópusambandið er hvorki á dagskrá ríkis- stjórnar né þjóðarinnar," segir Guðni. „Við eigum að halda okkur við EES-samning- inn. Það er ekki hægt að líta á Evrópusamband- ið sem lausn allra okkar vandamála. Við getum ekki heldur tekið upp einhvern annan gjaldmið- il. Það er stórt viðfangsefni að skipta um gjald- miðil og um það þarf að hugsa til framtíðar. Við erum hins vegar í núinu og verðum að leysa okkar vanda eftir þeim leikreglum sem oklcur eru settar. Við erum ekki í Evrópusambandinu og erum ekki á leiðinni þangað." Guðni telur að fslendingar eigi að leggja út í nánari samvinnu við Norðmenn. fsland og Nor- egur hafi mælst með mest lífsgæði allra landa í könnun Sameinuðu þjóðanna árið 2005. „Við höfum plumað okkur mjög vel án aðildar að Evrópusambandinu. Við eigum að standa þessa vakt með Norðmönnum." Græna grasið Af samræðum við Guðna má ráða að jafnvel þótt flokkurinn hafi í seinni tíð verið talinn fýrst og ffemst hagsmunaflokkur dreifbýlis og land- búnaðar, og fyrir vikið misst skilning og stuðning innan borgarinnar, sé lykillinn að framtíð flokks- ins að vinna kjósendur í þéttbýli á sitt band. Þetta þýðir þó ekki að landsbyggðin sé flokkn- um gleymd. „Réttast hefði verið, þegar Síminn var seldur, að setja peningana í samgöngubætur á íslandi frekar en í stórt sjúkrahús," segir Guðni, spurður um þessa hluti. „Samgönguráðherrann segir reyndar núna að einhverju af háhraðanet- tengingum fyrir landsbyggðina seinki um ár. Inrternetið er orðið svo mikilvægur hlutur í lífi hvers heimilis og því verða þessar samskipta- leiðir að vera í lagi." En hvað ætíar Guðni að gera til þess að vinna borgina? „Vittu til, grasið á eftir að grænka." sigtryggur@dv.is CENTRAL ...allt fyrír hana, Sendum í CENTRAL Eyravegi 2 • 800 Selfoss • S:481-2200 • www.mycentral.is IHHHHHHHHHllll^HHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.