Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Suðurland DV
Sævar Þór Gíslason fór í víking og spilaði fótbolta í
úrvalsdeild með Reykjavikurliðunum ÍR og Fylki.
Hann sneri aftur á heimaslóðirnar á siðasta ári og
tók þátt í að ná liði Selfoss upp í fyrstu deild. Hann
gagnrýnir sveitarstjórn Árborgar harðlega fyrir
framkvæmdaleysi í íþróttamálum.
Kominn heim Sævar Þór
Glslason leikur nú með
Selfyssingum eftireð hafa
spilað með (R og Fylki.
„SPARNAÐURINN ER SVO MIKILL
AÐ ÞAÐ ER SKRÚFAÐ NIÐUR í
HITANUM MEÐ ÞEIM AFLEIÐING-
UM AÐ VIÐ MISSUM ÚR ÆFING-
AR UM LEIÐ OGILLA VIÐRAR"
„Það er gott að vera kominn heim,"
segir Sævar Þór Gíslason, knatt-
spyrnumaður í liði Selfyssinga, sem
mjakaði sér upp í fyrstu deild á síð-
asta keppnistímabili. „Þeta var búið
að vera þrettán ára streð, en nú ligg-
ur ieiðin áfram upp," bætir hann
við.
Sævar ólst upp á Selfossi og æfði
og keppti þar í yngri flokkum. Hann
þótti harðsnúinn og fljótur á vellin-
um, erfiður viðureignar og varð fljótt
annálaður markaskorari. Árið 1998
lá leiðin síðan til Reykjavíkur þar sem
Sævar gekk til liðs við ÍR, sem und-
ir stjóm Njáls Eiðssonar náði sæti í
úrvalsdeild. Árið 2000 gekk Sævar
til liðs við Fylki, spilaði þar til árs-
ins 2006 og náði meðal annars bik-
armeistaratidi. Meiðsli háðu honum
nokkuð á þessu tímabili og nýtt starf
á Selfossi varð til þess á endanum að
hann ákvað að flytja austur og ganga
til liðs við Selfoss. „Það stóð á endum
að nú emm við komnir upp."
Sparnaður og svikin loforð
„Við erum reyndar bara búnir að
ná tíu til fimmtán æfingum núna eft-
ir áramótin," segir Sævar. „Við not-
umst við gervigrasvöll sem var upp-
runalega búinn til árið 1977 ef ég
man rétt. Hann er upphitaður, en
sparnaðurinn er svo mikill að það er
skrúfað niður í hitanum með þeim
afleiðingum að við missum úr æfing-
arumleið og illa viðrar."
- Sævar er ófeiminn við að gagn-
rýna sveitarstjórnina fýrir andvara-
leysi þegar kemur að íþróttum.
„Það vqntar ekki fögur fyrirheit
í þessum málum. Nú síðast talaði
Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjar-
stjóri um að nýr keppnisvöllur yrði
tilbúinn á þessu ári. Eg hef ekki séð
aðjnenn séu byrjaðir á þessum velli
og veit ekki hvemig hann eigi að vera
kominn ínotkun í sumar."
Auðvelt að reisa hús
Til þess að íþróttír megi komast
á það ról sem Sævari þykir æskilegt
í Árborg segir hann mikilvægast að
reisa fjölnota íþróttahús. „Hérna er
ágætís körfuknattleikslið sem spilar
undir merkjum Fjölbrautaskóla Suð-
urlands. Það er á dagskránni að reisa
hér útívelli fyrir körfuna, en þetta em
bara skammtímalausnir," segir hann.
Sævar segir að á Suðurlandinu sé
góður og sterkur hópur íþróttafólks
sem þurfi nauðsynlega á aðkomu
bæjarfélagsins að halda til þess að
ná viðeigandi árangri. „Hér þarf að
hugsa fram í tímann og reisa bæði
nothæfan keppnisvöll með stúkum
fyrir fótboltann og svo gott fjölnota
íþróttahús sem getur þjónað okkur
lengi. Það er enginn skortur á sterk-
um fjárfestum og fasteignafélögum
sem em tilbúin til þess að taka þátt
í því að reisa þessi mannvirki, að því
gefnu að sveitarstjórnin sé tílbúin tíl
að undirrita leigusamninga í heild
eða að hluta."
Þrjátíu ára stöðnun
„Það má raunverulega segja aðhér
hafi ríkt stöðnun í íþróttunum í ein
þrjátíu ár,“ heldur Sævar áfram, óm-
yrkur í máli. Hann bendir máli sínu
tii smðnings á að síðast þegar íþrótta-
og tómstundanefrid Árborgar úthlut-
aði styrkjum hafi unglingahljómsveit
fengið 150 þúsund króna styrk en
íþróttafólkið lítíð sem ekkerL
„Ég vil reyndar alls ekki gera h't-
ið úr starfi hljómsveitarinnar, sem
er bæði gott og lofandi. Hins veg-
ar blasir hið augljósa við að á með-
an ekki er hægt að æfa á ísilögðum
gervigrasvellinum þurfa foreldrar
að aka krökkunum í fimmtu tíl sjö-
undu flokkum yfir Hellisheiðina á
æfingar. Fjölskyldumar borga einn-
ig keppnis- og æfingaferðalög krakk-
anna til útlanda. Það segir sig sjálft
að þetta starf nær ekki að rísa mikið
hærra nema sveitarfélagið ákveði að
ffamkvæma einhver af sínum háleitu
markmiðum." sigtryggur@dv.is
Draugasetrið á Stokkseyri er um það bil að vakna úr vetrardvala:
Hrollvekjandi skemmtun
Það er hressandi að láta hræða úr sér líftór-
una þegar við vitum að við erum óhult. Þess
vegna em draugahúsin í tívolíum alltaf vin-
sælli en allar hinar salíbunumar, hvort sem
það er rússíbaninn, klessubílamir eða hring-
ekjan. —
Því skyldi engan undra að landsmenn
hafi tekið því fagnandi þegar Draugasetrið
á Stokkseyri var opnað fyrir um fimm árum,
enda tívolf ið í Hveragerði löngu dautt og menn
orðnir þyrstír í sinn sviðsetta draugagang.
Draugasetrið vaknar úr vetrardvala nú um
mánaðamótín með veglegri hátíðardagskrá
1. mars. Helstu draugasérfræðingar semrsins
munu þá skemmta gestum með hrollvekjandi
sögum og fýrirlestmm auk þess sem-boðið
verður upp á skemmtiatriði fyiiraiia fjölskyld-
una. _
Draugasetrið er afar vinsælt meðal er-
lendra ferðamanna. „FóUc hefur komið tíl
okkar í aftakaveðri," segir Linda Ásdísardóttír,
starfsmaður Draugasetursins.
Þar er boðið upp á svokaUaðar draugaferð-
ir þar sem farið er með fólk á staði þar sem
reimleika hefur orðið vart. „Veðrið bítur auð-
vitað ekkert á draugana og því hvergi slakað
á," segir Ásdís. „Við fengum tíl dæmis hóp út-
lendingaum daginn sem kom á þremur jepp-
um í brjáluðu veðri og lét sig hafa það að böðl-
ast í gegnum kafaldsbyl til þess að komast á
álfasafnið okkar. Ég held að óveðrið hafi bara
aukið á stemninguna." Ásdís segir Draugasetr-
ið kærkomna afþreyingu fyrir erlenda ferða-
•menn sem hafa ef til viU ekki áhuga á að hanga
í búðum borgarinnar.
„Við höfum verið með kvöldferðirúr bæn-
-um þar sem haldið er á vit álfa og drauga auk
þess sem við leitum uppi norðurljós ef þau
eru á lofti," segir Ásdís. Eitt af því sem setrið
býður upp á er „ógnvekjandi nótt fýrir þá sem
þora". Gestum er þá boðið að verja nótt í sjó-
búðinni inni á safninu þar sem draugar ku
vera á sveimi. Annars felst hefðbundinn rúnt-
ur í gegnum safnið í því að fólk er sent af stað
í pörum með draugasögur í vasadiskói sem
fylgir með aðgöngumiðanum. Sögumar em
tuttugu og fjórar og leiða gestí að ýmiss konar
hrollvekjandi innsemingum sem byggjast á ís-
lenskum draugafi'gúrum á borð við skottm og
móra. Karakterar á borð við brennivínsdraug-
inn, maurapúka, sjódrauga, talandi bema-
grindur, fjárhúsdrauga og útburði verða á vegi
gesta og er ekki mælt með leiðangrinum fyrir
viðkvæmar sálir eða börn yngri en 12 ára.
Draugasetrið verður opið um helgar frá
og með 1. mars klukkan 13-18, en hægt er að
panta ferðir sérstaklega þar fýrir utan.
Hssmi
Skotta Hrellu
gesti Diauga- % >
setursins. ' '