Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTlin " ' R 2008 Fréttir DV Kristján Gunnarsson segir það áfall fyrir alla þjóðina að loðnuveiðum verði hætt í dag. Friðrik Arngrímsson telur tekjutap vegna þessa geta numið sjö milljörðum króna. Aðalsteinn Baldursson sér fram á að fjöldi fólks missi starfið. HUNDRUÐMUNU MISSAVINNUNA Fór að ráðgjöf Hafró N Einar K. Guðfinnsson ákvað að loðnuveiðum skyldi hætt á hádegi í dag. „Þetta er áfall fyrir þjóðina alla," segir ICristján Gunnars- son, formaður Starfsgreina- sambands Islands, um þá ákvörðun Einars K. Guðfinns- sonar sjávarútvegsráðherra að öllum loðnuveiðum verði hætt á hádegi í dag. Ákvörðun Ein- ars kemur í kjölfar leggingar Hafrannsóknastofnunar þess efnis. Friðriki Arngrímssyni; fram- kvæmdastjóra Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, kemur þetta ekki á óvart enda hafi Haffó mælt litla sem enga loðnu ffá áramótum. Fregnirnar eru engu að síður slæm- Skuggalegar fréttir Eftir að þorskkvótinn var skor- inn niður um þriðjung í fyrra töldu margir að botninum væri náð. Nú er fallið hins vegar orðið enn meira. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir fulla ástæðu til að hafa verulegar áhyggj- ur: „Þetta eru skuggalegar fréttir sem koma mjög illa við sjómenn og fisk- vinnslufólk." Hann bendir á að á síðustu mánuðum hafi um fjögur til fimm hundruð manns sem störf- uðu við sjávarútveg misst vinnuna. Hvað atvinnumissi á næstu vikum og mánuðum varðar segir hann: „Ég sé þetta ekki fyr- Leit að loðnu haldið áfram Friðrik Amgrímsson segir það mikið m^r 1 tugum heldur í áfall ef ekki tekst að finna nægjanlega loðnu til að hefja veiðar á ný. hundruðum." Sjö milljarða tekjutap Leit að loðnunni heldur áfram þó veiðum verði hætt. Friðrik Arn- grímsson segir það mjög mikið áfall ef ekki tekst að finna nægjanlegt magn til að hefja veiðar á ný. „Það þýðir tekjutap upp á um sjö millj- arða ef ekki verða frekari veiðar. Þetta er grafalvarlegt mál gagnvart þeim sem byggja afkomu sína á fisk- veiðum," segir hann. Kristján Gunnarsson segir það al- gjört reiðarslag ef ekki finnst meiri loðna: „Ég er dapur að heyra þess- ar fréttir. Ég bind þó enn vonir við að hún komi aftur blessunin," segir hann. Veikir illa stödd sveitarfélög Loðnuvinnslan hefur verið einna mest á Austur- og Norðausturlandi, þar með talið á Seyðisfirði, Vopna- firði og Eskifirði en einnig í Vest- mannaeyjum. Aðalsteinn segir það hafa mikil áhrif á fjárhag þeirra sveit- arfélaga þar sem loðnunni er landað ef loðnan kemur ekki í bráð: „Mörg sveitarfélög standa mjög illa og þetta mun veikja þau enn meir." Stjórnarþingmaður gagnrýnir mótvægisaðgerðir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur vinstri grænna, sagði á Alþingi í gær að milljarðar hyrfu úr þjóðar- búinu ef loðnuveiðum yrði hætt og sjávarbyggðirnar færu einnig illa ef sú yrði raunin. Hann brýndi nauðsyn þess að Hafrannsóknastofnun reyndi að finna leið til að kanna hvort hægt væri að veiða meira af loðnunni. Lúðvík Bergvinsson, þingmað- ur Samfylldngarinnar, tók einnig til máls og gagnrýndi mótvægisað- gerðir ríkisstjórnarinnar vegna nið- urskurðar þorskveiðikvótans. Hann sagði mótvægisaðgerðirnar ekki geta mætt þeim störfum sem töpuðust vegna kvótaskerðingarinnar. Loðnan er aðalfæða þorsks- ins og því samhengi milli stærð- ar þorsk- og loðnustofna. Loðnu- stofninn hefur minnkað og heldur sig á öðrum slóðum en þorskurinn. Friðrik segir marga telja líklegast að hitastigi sjávar og þar með gróður- húsaáhrifúnum sé um að kenna, en loðnan leitar í kaldan sjó. erla@dv.is V 'i,l( fafl mm § ÆSm W\~Z ÉJI bfll | . <Hna vm i v . i „z&SiÆL.. ■ci ff j i r ( -V; ujgKjgfl| iv f'.o 1 1 íu|Pl! i i'i'1 IMzÉfR w & 1»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.