Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 11 KOLBEINN ÞORSTEINSSON bladamodur skrifar: kolbeinn^dv.is Ekkert lát er á sigurgöngu Baracks Obama í forvali demókrata fyrir for- setakosningarnar í Bandaríkjunum. Obama innbyrti sinn tíunda sigur í forvalinu á Havaí eftir að hafa sigr- að með sannfærandi hætti í for- kosningunum í Wisconsin. Sigur í Wisconsin var Obama afar mikilvægur því þar gat brugðið til beggja vona. Fyrirfram var talið að fylkið væri svæði Hillary Clinton því þar eru ekki margir þeldökkir kjósendur, en þeir hafa skapað Bar- ack Obama ákveðið bakland í öðr- um fylkjum. En ekkert er sjálfgefið í stjórnmálum og í sigri sínum í Wis- consin sótti Obama að miklu leyti stuðning í raðir þeirra sem hingað til hafa verið grunnur fylgis Hillary; kvenna og hvíts láglaunafólks. Barack Obama sigraði með sautj- án prósentustiga mun í Wisconsin og fékk fimmtíu og átta prósentur á móti fjörutíu og einni prósentu Hillary. Obama nuddaði síðan salti í sárið með því að sigra í forvalinu á Havaí, en sá sigur ætti ekki að koma á óvart þar sem Obama eyddi stór- um hluta bernskuára sinna þar. Skipting kjörmanna Demókratinn BarackObama hefur aukið forskot sitt á Hillary Clinton í heildarfjölda kjörmanna I baráttunni um umboð flokksins í komandi kosningum, og John McCain hefur yfirgnæfandi forskot í slagnum um útnefningu repúblikanaflokksins. A DEMÓKRATAR JqJÞ j Fjöldi kjörmanna til að hljóta útnefningu: 2,025 REPÚBLIKANAR Fjöldi kjörmanna til «« að hljóta útnefningu: 1,191 245 Huckabee € GRAPHIC NEWS Obama-æði Mikil stemning myndast í kringum Barack Obama. Lífróður hjá Hillary Hillary hefur ekki farið í graf- götur með væntingar sínar til for- kosninganna í Ohio og Texas, en þær fara fram 4. tjtars. Tap í öðru þeirra fylkja gæti gert draum henn- ar um Hvíta húsið að engu. Strangt til tekið er yfirgnæfandi sigur í báð- um fylkjum, sem og í Pennsylvam'u þann 22. apríl, Hillary nauðsynlegur til að jafna það forskot sem Obama hefur. Obama hefur nú meira en eitt hundrað og fimmtíu kjörmönn- um fleiri en Hillary Clinton og hefur sett mikinn þrýsting á Hillary. Hillary Clinton taldi sig hafa snert snöggan blett á Barack Obama í fyrradag þegar hún sakaði hann um ritstuld. Obama hafði þá geng- ið í smiðju samherja síns, ríkisstjóra Massachusetts, Devals Patrick. Hill- ary sakaði Barack Obama um að vera orðin tóm og Barack svaraði að bragði: „Ég á mér draum - eru það bara orð? Allar manneskjur fæðast jafnar - eru það bara orð?" Úr her- búðum Hillary var bent á að þessi væru ekki orð Obama, heldur áður- nefnds Devals Patrick. Deval Patr- ick hafði notað þessa setningu sjálf- ur í kosningaslag árið 2006. Obama viðurkenndi fúslega að setning- in kæmi upphaflega frá Patrick og hann hefði átt að geta þess. En svona gerðust kaupin á eyrinni, sagði hann. „Deval og ég skiptumst oft og tíðum á hugmyndum, og vitið þið hvað, hann notaði stundum lín- ur frá mér," sagði Obama um þessa uppákomu. McCain gegn Obama Það virðist útséð með öllu hver verður ffambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. Öld- ungadeildarþingmaðurinn frá Ar- isóna, John McCain, ber höfúð og herðar yfir sinn helsta keppinaut Mick Huckabee, fyrrverandi rík- isstjóra Arkansas. McCain hefur tryggt sér um fjórum sinnum fleiri kjörmenn en Huckabee og nýlega tilkynnti fýrrverandi Bandaríkjafor- seti, George Bush eldri, um smðn- „Þessar kosningar snú- ast hvorki um mig né andstæðing minn. Þær snúast um ykkur. Ykkar líf, ykkar drauma, ykkar framtíð," sagði Hillary. ing sinn við McCain. Ron Paul frá Texas hefúr neitað að viðurkenna sig sigraðan og fékk um fimm pró- sent í forkosningunum í Wisconsin. John McCain fékk um fimmtíu og fimm prósent atkvæða og Hucka- bee tæplega fjörutíu prósent. Merki áherslubreytinga sjást í æ ríkari mæli hjá Barack Obama. Hann beinir gagnrýni sinni gjarnan að John McCain og engu líkara en hann sé farinn að undirbúa harðan forsetaslag við McCain. Meðal þess sem Obama lét sér um munn fara var að vandamálið sem Bandaríkin stæðu frammi fýrir væri ekki skort- ur á góðum hugmyndum. „Vanda- málið er að Washington er orðin staður þar sem góðar hugmynd- ir deyja," sagði Obama og bætti við að Bandaríkin þörfnuðust ekki „ ...sama gamla fólksins við stjórn- völinn í Washington." Obama sagði McCain standa fyrir stefnum gær- dagsins „ ...og við viljum vera flokk- ur morgundagsins." McCain virðist að sama skapi vera farinn að sjá framtíðarkeppi- naut í Obama og í kjölfar forkosn- inga í Wisconsin skaut hann föstum skotum að Obama og spurði: „Vilj- um við taka áhættuna á ráðvilltri forystu óreynds frambjóðanda?" f ræðu í Columbus í Ohio sagði John McCain að hann myndi berjast alla daga baráttunnar „... tíl að tryggja að Bandaríkjamenn verði ekki blekktir með fáguðu en innantómu ákalli um breytingar." Hillary, aðgerðir ekki orð Á sama tíma og Barack Obama og John McCain gefa sér tíma til að skjóta hvor á hinn, neyðist Hill- ary Clinton til að einbeita sér að höfuðandstæðingi sínum, Obama. Það má því segja að Obama berj- ist á tveimur vígstöðvum. Hillary reynir nú í auknum mæli að draga athygli fólks frá þeirri stemningu og æði sem virðast leika um Obama. „Þessar kosningar snúast hvorki um mig né andstæðing minn. Þær snúast um ykkur. Ykkar líf, ykkar drauma, ykkar framtíð," sagði Hill- ary. Hún sagði að kjósendur þyrftu að einbeita sér að því raunverulega vali sem þeir stæðu ffamrni fýrir, burtséð frá því hvort frambjóðandi þeirra væri fýrsta konan eða fýrsti blökkumaðurinn í framboði fyrir demókrataflokkinn. „Aðeins ann- að okkar hefur þrjátíu og fimm ára reynslu í að framkvæma, að berjast og vera rödd þeirra sem enga aðra hafa," sagði Hillary og bætti við að það yrði hennar framlag í Hvíta húsinu. Valið stendur, að hennar mati, á milli ræðuhaldara og mann- eskju aðgerða. Fram undan eru forkosningar í Ohio, Texas og Massachusetts og fátt getur komið í veg fýrir að John McCain verði frambjóðandi rep- úblikana, en allt getur gerst á enda- sprettinum hjá demókrötum. Spytj- um að leikslokum. Öflugur jaröskjálfti reiö yfir Indónesíu: íbúar felmtri slegnir Að minnsta kosti þrír létust og á þriðja tug slösuðust í hörðum jarðskjálfta sem reið yfir Indónesíu í gær. Skjálftinn mældist 7,6 á Richter og voru upptök hans á svipuðum slóðum og skjálftans sem olli flóðbylgjunni sem kostaði á þriðja hundrað þúsund manns lífið, í árslok 2004. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en endurkölluð að skömmum tíma liðnum. Ibúum á svæðinu er enn í fersku minni hörmungarnar sem dundu yfir í desember fýrir fjórum árum og svo þremur mánuðum síðar. Víða varð vart mikils ótta og fjöldi fólks yfirgaf heimili sín og flýði til fjalla vegna ótta við flóðbylgju. Fjöldi bygginga eyðilagðist í jarðskjálftanum og í Banda Aech, höfuðborg Aech- héraðsins, flykktist fólk út undir bert loft af ótta við að hús hryndu. Á eyjunni Simeuiue í Aech-héraði Indónesíu varð skjálftans hvað mest vart, en þar búa um sjötíu og fimm þúsund manns. Sú eyja varð ein- mitt verst úti í jarðskjálfta sem reið yfir aðeins þremur mánuðum eft- ir flóðbylgjuna miklu. Sá jarðskjálfti mældist 8,7 á Richter og kostaði um eitt þúsund manns lífið. íbúar á Súmötru urðu skjálftans einnig varir. Aech-hérað varð verst útí í flóðbylgj- unni 2004. Skjálftinn sem olli henni var níu stig á Richter og kostaði hátt í tvö hundruð þúsund íbúa Indónes- íu lífið. í á öðrum tug annarra landa varð einnig manntjón vegna flóð- bylgjunnar. Indónesía er á afar virku svæði með tilliti til jarðhræringa og jarðskjálftar ekki sjaldgæfir. í kjöl- far flóðbylgjunnar 2004 var sett upp viðvörunarkerfi til að koma í veg fyr- ir að harmleikurinn frá 2004 endur- tæki sig. Samtaka átak til verndar górillum: Sjö hundruð íheiminum í heimi sem er litaður ofbeldi, átökum og græðgi manna vilja oft gleymast þau fórnarlömb sem ekki teljast til hins vitiborna manns. Nú hafa þrjú Afríkuríki ákveðið að taka höndum saman til bjargar einni þeirra dýrategunda sem eru í hvað mestri útrýmingarhættu. Þar er um að ræða górilluapa og ríkin sem að samvinnunni standa eru Rúanda, Kongó og Úganda. Fjöldi górilla í heiminum er að- eins um sjö hundruð dýr og stöðug hætta steðjar að stofninum vegna veiðiþjófa. Stærsti hluti stofrisins heldur til í Virunga-þjóðgarðinum sem er á mörkum Kongó og Rú- anda, en þar fundust í júlí á síðasta ári fimm górillur og var engu líkara Fullkomið traust Tumaini (Von) í fangi velgjörðarmanns slns í Kongó. en þær hefðu verið „teknar af lífi". Hinn hlutinn heldur til á Bwindi- verndarsvæðinu í Úganda. Ríkisstjórnum þessara landa er vel ljóst mikilvægi górilla því ferða- menn greiða háar fjárhæðir til að fá að fylgjast með ferðum þeirra. En ríkisstjórnirnar eiga við ramm- an reip að draga því heimaslóðir górilla hafa löngum verið vettvang- ur vopnaðra átaka sem gera þjóð- garðsvörðum erfitt um vik að sinna starfi sínu. Verndaráætlun ríkjanna þriggja er gerð til tíu ára og verða fyrstu fjögur árin fjármögnuð af Hollandi. Til að auka á öryggi górillanna og draga úr ásókn íbúa nærliggjandi samfélaga í nærliggjandi skóga á að gefa íbúunum hlutdeild í þeim ágóða sem er tilkominn vegna áhuga ferðamanna á górillunni. Þetta er í fýrsta skipti sem þessi þijú ríki ákveða í sameiningu að skera upp herör gegn veiðþjófum og vinna markvisst að því að koma þessu mikilfenglega dýri til bjargar. Drápsmarglytta ógnar þorski Útbreiðsla drápsmarglyttu í Eystrasalti hefur valdið mörgum áhyggjum. Nú hefur hennar orðið vart í Borgundarhólmsdjúpinu sem er talið eini góði hrygningarstaður þorsks í austurhluta Eystrasalts. Þetta kom nýlega í ljós í leiðangri hafrannsóknaskipsins Dana. Drápsmarglyttan er upprunnin í Svartahafi þar sem hún hefur gert mikinn óskunda. Ekkert bendir til þess að íslenski þorskstofninn sé í hættu vegna marglyttunnar ógurlegu. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Minnistöflur Umboðs- og söluaðiLi Birkiaska ehf. sími: 551 9239 FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.