Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008
Fréttír DV
[ópur manna réðst á þá Timothy Branson og
t Chris Lowen fyrir utan Nesti við Hringbraut i
Reykjavík. Á meðan Chris var snúinn niður í
| jörðina og laminn, voru setningar hlaðnar kyn-
þáttafordómum hrópaðar að honum. Þeir tveir
höfðu þá ekkert unnið sér til saka og höfðu aldrei
hitt árásarmenn sína áður. Þeir komu til íslands
í leit að betra lífi, en þeir ólust báðir upp i slæm-
um hverfum í Bandaríkjunum. Þeir höfðu aldrei
búist við að lenda í einhverju sem þessu.
Timothy Branson
Félagarnir ákváöu að kæra
ekki árásina til lögreglunnar
þarsem þeirtöldu
lögregluna úrræðalausa.
Friðrik Smári Björgvinsson
yfirlögregluþjónn hvetur alla
til að kæra líkamsárásir sem
þessa til lögreglunnar.
.Á
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
bladcimadur skrifai: ioberthb(“dv.is
„Þetta var ósköp venjulegur dag-
ur hjá okkur í upphafi. Við fórum
að spila körfubolta eftir vinnu. Að
honum loknum komum við við á
Subway í Nesti við Hringbraut. Við
fórum svo út og stóðum þar þar
sem Chris kveikti sér í sígarettu.
Næsta sem við vitum er að rauðum
bíl er keyrt að okkur. Út úr honum
stigu íjórir menn. Við vissum strax
þegar við sáum framan í þá að ekki
var allt með felldu," segir Timothy
Branson í viðtali við DV.
Reyndu að komast undan
Timothy varð ásamt Chris
Lowen fyrir þeirri óskemmtilegu
reynslu að hópur manna réðst að
þeim fyrirvaralaust síðasta sum-
ar. Þeir höfðu ekkert unnið sér til
saka, en þeim varð fljótt ljóst að
árásin var á grundvelli kynþátta-
fordóma. Chris og Timothy eru
báðir Bandaríkjamenn af afrískum
uppruna.
Þegar þeim varð ljóst hvað var í
þann mund að gerast, reyndu þeir
að komast undan. Timothy náði
að komast undan á hlaupum en
þrír árásarmannanna náðu að króa
Chris af og réðust að honum. Einn
þeirra hljóp svo á eftir Timothy.
Þessir þrír náðu að snúa Chris nið-
ur í jörðina og lömdu hann á með-
an þeir hrópuðu setningar á borð
við: „Farið aítur til Afríku."
Tim segir meiðsli þeirra tveggja
ekki hafa verið alvarleg, en hann
segist fullviss um að árásarmenn-
irnir hefðu gengið lengra ef vitni
hefðu ekki verið að atvikinu. Hann
segist þó telja að tilgangur árás-
arinnar hafi fyrst og fremst ver-
ið til þess að hræða þá tvo frekar
en að meiða þá. Hið ógnvænlega
sé að árásarmennirnir hafi ver-
ið fullvaxnir karlmenn á aldrinum
20 til 25 ára. Þarna hafi því verið
ljóst að ekki var um árás unglinga
að ræða eins og oft í tilvikum sem
þessum. Auk þess átti árásin sér
stað um klukkan hálf ellefu að
kvöldi þriðjudags, sem verði að
teljast óvenjulegt. Þá segist Timot-
hy sannfærður um að mennirnir
hafi ekki verið undir áhrifum þegar
árásin var gerð.
Bjuggust ekki viö
þessu á íslandi
Timothy og Chris vinna báðir í
veitingageiranum. Þeir komu báð-
ir á sínum tíma til íslands í leit að
betra lífi, en þeir höfðu alist upp
í slæmum hverfum í Bandaríkj-
unum. Þeir höfðu aldrei búist við
einhverju sem þessu á íslandi. Að-
spurður hvaða áhrif þetta atvik hafi
segir Tim það vissulega hafa orðið
til þess að hann sé meira á varð-
bergi en áður, en hann neitar því
að hann finni á einhvern hátt fyr-
ir hræðslu þegar hann gangi um
borgina. Hann segist munu halda
áfram í þá skoðun sína að íslands
sé friðsælt. „Ég læt ekki íjóra menn
breyta hugsun minni á 300 þús-
und manns. Ég tel að fordóm-
ar hafi byggst upp, sérstaklega
eftir aukinn aðflutning fólks frá
Evrópusambandslöndunum. En
það er einungis agnarsmár hluti
sem kemur hingað til að valda
ERLENDIS RÍKISBORGARAR
Chris Lowen Átti sér einskis ills von
þegar mennirnir fjórir komu aðvífandi.
vandræðum. Yfirgnæfandi meiri-
hluti vill lifa friðsamlegu lífi. Þessi
litli hluti kemur aftur á móti óorði
á alla hina og býr til staðalímynd-
ir um þá," segir Timothy, en hann
hefur komið sér vel fyrir á íslandi
og á barn með íslenskri konu.
Kærðu ekki árásina
Timothy og Chris tóku þá
ákvörðun eftir atvikið að láta lög-
reglu ekki vita um hvað hafði gerst,
þrátt fyrir að nokkrir hafi orðið
vitni að árásinni. „Ég er gestur hér
og vil ekki verða til vandræða. Það
er betra að láta þetta eiga sig frekar
en að styggja þá sem réðust á okk-
ur. Ég komst í burtu og ég vil eng-
in eftirmál vegna þessa. Vegna þess
að við Chris höfðum heyrt af mörg-
um mun verri málum ákváðum við
Ár Fjöldl
2000 8.824
2001 9.850
2002 10.221
2003 10.180
2004 10.636
2005 13.778
2006 18.563
2007 21.278
Hlutfall af landsmönnum
13,1%
13,4%
13,5%
13,5%
13,6%
14,6%
|6,0%
6,8%
Inni i þessum tölum eru ekki þeir sem hafa fengið islenskan ríkisborgararétt siðar meir.
Heimild: Hagstofa Islands
aftur á móti að segja sögu okkar,"
segir Timothy.
Timothy segist telja lögregluna
máttíausa þegar kemur að kyn-
þáttaofbeldi sem þessu. f raun
þjóni engum tilgangi fyrstu fimm
til sex árin sem búið er á íslandi að
tilkynna slík atvik. Eftir á sér hann
hins vegar eftir því að hafa ekki
kært árásina. „Þetta er nokkuð sem
má alltaf búast við og ég hef tekið
því," segir Timothy.
Hvetur alla til að kæra
Friðrik Smári Björgvinsson, yf-
irlögregluþjónn hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, hvetur alla
þá sem verða fyrir líkamsárás sem
þessari að tilkynna hana til lög-
reglunnar. Aðspurður hvort mik-
ið sé um tilvik sem þessi, þar sem
útlendingar ákveða að kæra ekki
kynþáttaárásir til lögreglu vegna
ótta og efasemda um að lögregl-
an taki á þeim, segir Friðrik Smári
ómögulegt að fullyrða um eitthvað
í þeim efnum þar sem engin tölu-
leg gögn séu fyrir hendi þess efn-
is. „Ef um lfkamsárás er að ræða er
hún rannsökuð eins og hver önn-
ur. Ef þar eru svo kynþáttafordóm-
ar eða ærumeiðingar er tekið á
því. Þarna gildir ekkert annað um
útíendinga en fslendinga," segir
Friðrik Smári.
Ekki ólíkt einelti í skóla
Einar Skúlason, framkvæmda-
stjóri Alþjóðahúss, tekur undir
sjónarmið Friðriks og hvetur alla
til að kæra árásir sem þessa til lög-
reglu. Nokkuð er um að fólk leiti
til Alþjóðahúss fyrst eftir að það
verður fyrir reynslu sem þessari.
Þar er í flestum tilvikum um að
ræða upphrópanir og mismun-
un, en þá hefur einnig verið nokk-
uð um líkamsárásir. „Þetta er ekk-
ert ólíkt einelti í skóla. Barn þorir
ekki að klaga og vonar að um stakt
tilvik sé að ræða. Það er alltaf ein-
hver til staðar sem hægt er að tala
við. Það er réttur hvers og eins að
fá að vera í friði," segir Einar.