Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÖRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvlnnsla: Landsprént. Drelfing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins á stafrænu
formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaðsins eru hljóðrituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSfMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 ÁO.
SAXDKORN
■ Nafnleysishræsni Morgun-
blaðsins náði nýjum hæðum í
gær þegar blaðið sagði frá því
að íslending-
ur hefði verið
ákærður í
Bandaríkjun-
um fyrir pen-
ingaþvætti
tengt LSD-
framleiðslu.
Þarna er að
sjálfsögðu
um að ræða Gunnar Stefán
Wathne en DV sagði frá því
11. september síðastliðinn að
hann væri eftirlýstur af Interpol
og hefur síðan fjallað ítarlega
um mál hans. Gunnar Stef-
án bíður þess nú að mál hans
verði tekiðfyrir dóm en hann
gengur laus gegn 330 milljóna
króna tryggingu.
■ Gunnar Stefán Wathne er
af góðum og grónum íslensk-
um ættum. f frændgarði hans
■ er meðal
annars Jón
Kristinn
Snæhólin,
fyrrverandi
aðstoðar-
maður borg-
arstjóra, sem
reynt hefur
að leggja
frænda sínum lið í því skyni
að hann fái hreinsað nafn sitt.
Þannig fékk Gunnar Stefán
stuðning frá fslandi til að losna
úr indversku fangelsi. Meðal
þess sem rætt hefur verið er
að fá Ólaf Ragnar Grímsson,
forseta fslands, til að beita sér f
málinu svo Gunnar fái hreins-
að nafn sitt.
■ Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarfulltrúi þykir vera með
pálmann í höndunum eftir
að Capac-
ent mældi
hana með
43 prósenta
fýlgi til að
verða borg-
arstjóri. Ef
Vilhjáimur
Þ. Vilhjálms-
son, leiðtogi
sjálfstæðismanna, lætur eftir
stólinn er fátt annað í stöðunni
en að láta Hönnu Birnu fá leið-
togasprotann sem ekki hugnast
öilum jafnvel. En aðrir eru á
því máli að hún sé framtíðar-
leiðtogi Sjálfstæðisflokksins
og nauðsynlegt að fylkja sér að
baki henni.
■ Björn Ingi Hrafnsson,
fyrrverandi borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins, er enn í
rólegheitum eftir að hann sagði
af sér á dögunum. Hann er
einstaklega dulur um framtíðar-
■y* áform sín
-t oghefur
i elckert látið
I uppskátt um
k væntanlegt
k lifibrauð
I sitt. Fastlega
I ergertráð
I fyriraðhann
™ snúisérað
viðskiptum og þá tengdum
Björgólfl Gudmundssyni
kaupsýslumanni. Þar með
gengur eftir spá völvu DV sem
lýsti því að svo yrði.
LEIÐARI
Hraðlest í Leifsstöð
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR.
Umferðin á höfuðborgar-
svæðinu er á álagstím-
um eitt allsherjar kaos
þar sem fólk kemst ekki
leiðar sinnar nema á hraða snig-
ilsins. Lausnir á borð við mislæg
gatnamót og fjölgun akreina hafa
aðeins náð að lágmarka umferð-
arhnútana. Fjölgun bifreiða hefur
verið meiri en svo að umferðarbæt-
ur hafi leyst vandann. Hugmynd-
ir um járnbrautarlest milli Kefla-
víkur og Reykjavíkur hafa fram
að þessu aðeins verið fjarlægar
og ekki komist á neitt það stig að
ná á framkvæmdastig. Það er til
dæmis um sofandahátt alþingis-
manna og borgarfulltrúa að ekki ------------------------------
skuli fyrir löngu vera haflnn undirbúningur að hraðlest sem hefði
endastöðvar í Vatnsmýrinni og í Leifsstöð. Nú virðist vera komin
hreyfing á hugmyndir með því að Hið íslenska lestarfélag, sam-
tök áhugamanna, er að gefa málinu gaum. Stefán Hand er einn
stjórnarmanna í félaginu. Hann sagði við DV í gær að félagsmenn
Kristján Möller samgöngnrádlterra á leik.
hefðu gert áætlanir sem sýndu já-
kvæðar rekstrartölur. Þá hafa þeir
rætt við borgarfulltrúa og fleiri
um hugmyndina. Þetta framtak
er virðingarvert og í rauninni er
ekki eftir neinu að bíða. Það ætti
að vera öllum ljóst hve gríðarleg-
ar samgöngubætur felast í því að
geta farið úr miðborg Reykjavík-
ur til Keflavíkur á fimmtán mín-
útum. Lestin myndi létta gríðar-
Iega á vegakerfinu þar sem fjöldi
fólks sem ferðast daglega akandi
á milii svæðanna hefði þann kost
að fara með lest. Þá er augljóst að
með tilkomu lestar yrði hægt að
leggja niður fiugvöllinn í Vatns-
mýrinni og færa innanlandsflug-
ið til Keflavíkur. Það er ánægjulegt að 12 alþingismenn úr öllum
flokkum skuli loks hafa kveikt á perunni og lagt fram þingsálykt-
unartillögu um að samgönguráðherra hefjist þegar handa við að
kanna kosti þess að koma á slíkum samgöngum. Kristján Möller
samgönguráðherra á leik.
t'ÍS
ATIMA
GRETTIRVO
SVARTHOFÐI
Svarthöfði er dáiítið veikur fýrir
karlmennskubrölti og töffara-
stælum og gat því ekki annað en
lesið fréttir af ævintýralegum flótta
Annþórs handrukkara með umtals-
verðri lotningu. Annþór er heljar-
menni og klárlega sldlgetið afkvæmi
þeirra berserkja sem bitu í skjald-
arrendur fýrr á öldum, enda segir
sig sjálft að heiglum er ekki hent að
brjóta rúðu á þriðju hæð, láta sig síga
út í myrkrið, falla til jarðar, rísa upp
óbrotinn og leggja drög að síðbúinni
afmælisveislu. Þama framdi aðalfé-
hirðir íslenskra undirheima íþróttaaf-
rek sem verður enn glæsilegra í ljósi
þess að hann hafði lögregluna og
fangaverði sína að fi'flum um leið.
Sjálfur Egill Skallagrímsson,
ofurvíkingur, lét sér nægja að
yrkja sig úr gæsluvarðhaldi með
ljóði. Slíkt hnoð á betur við skegg-
laus nýhilskáld á 21. öldinni en
blóðþyrsta vígamenn. Annþór er
öruggíega ekki maður margra orða
en hann lætur svo sannarlega verk-
in tala. Egill og j\nnþór em vitaskuld
um margt líkir þótt sá fyrmefndi
hafi einu sinni kjaftað sig frjálsan en
þó eru þeir miklu líkari Annþór og
Grettir Ásmundarson. Báðir em þeir
útlagar og þegar þeir vita að þeir hafa
engu að tapa láta þeir kné fylgja kviði.
A nnþór er nýbúinn að sitja
/ \ af sér fangelsisdóm og veit
J. Aþví manna best að lífið inn-
an veggja Litia-Hrauns getur verið
tilbreytingarsnautt og leiðinlegt.
Heldur hefur honum því sennilega
runnið í skap þegar hann velti fýrir
sér höfuðlausnum sínum á Hverfis-
götunni, kominn aftur undir manna
hendur, grunaður um að flytja ber-
serkjasveppi í duftformi til landsins
með póstskipi. Fyrir utan lögfræð-
inga með fýrstu einkunn úr háskóla
fýrirfinnast varla lögffóðari menn en
glæpamenn þannig að Annþór hefur
gert sér grein fýrir því að yrði hann
sekur fundinn um smyglið biði hans
langur, langur dómur.
Hann hefur því væntanlega
metíð stöðuna svo að hann
hefði engu að tapa, séð sér
leik á borði í galopnum fangaklefan-
um, með kaðalinn innan seilingar,
og ákveðið að bregða á leik og brjóta
rúðu. Viðbótarrefsing fýrir flóttann er
bara nokkrar mínútur ofan í það haf
mánaða og ára sem bíða hans og því
væntanlega vei þess virði að skella
aðeins á skeið og hrella kvalara sína.
Afrekaskrá Annþórs er alls
ekki falleg en breytir held-
ur engu um það að flóttinn
var snaggaralegur og töff. Útlaginn
verður að fá að eiga það sem hann á
og því svelgdist Svarthöfða á kaffinu
sínu þegar hann hlustaði á Heimi
Má Pétursson segja ffétt af flóttan-
um á Stöð 2 og klykkja út með því að
sumir þyrftu greinilega lögregluhjálp
til þess að koma út úr skápnum. Þótt
svo óheppilega hafi viljað tíl að Ann-
þór fannst í klæðaskáp þar sem hann
hugðist fela sig fýrir andskotum sín-
um þar til afmælisveislan byrjaði gef-
ur það enga ástæðu til þess að væna
garpinn um ergi.
Menningararfurinn hefúr
kennt okkur að hafa ekki
kempur að háði og spottí.
Enginn veit það betur en stúlku-
kindin sem hló að Grettí þegar hann
kom kaldur og hrakinn af sjósundi
með samanskroppinn títtling. Öllum
efasemdum um karlmennsku sína
eyddi hann snarlega með því að láta
konuna kenna á holdinu hörðu og
þrútnu. Slíkt hið sama gerði Annþór
Karlsson þegar hann tók lögregluna
aftan frá á fostudaginn og það verð-
ur ekki af honum tekið að það gerði
hann með stæl.
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
HLI URÐU ÁUY(i(iIUR \I STÖÐU ÍSI.LXSKU BAMvAWA?
„Nel, þetta á eftir að fara upp aftur. Það
hefur sýnt sig að þetta kemur og fer.
Þeir eiga nóga peninga."
Aðalsteinn Gunnarsson,
starfsmaður ÁTVR
„Ég get ekki neitað því, þetta kemur til
með að valda ýmsum erfiöleikum. En
það er ekkert óveöur svo slæmt að
bankarnir standi það ekki af sér."
Jón Hjartarson,
eftirlaunamaður
„Ég hef áhyggjuraf því að það gæti
verið að koma kreppa. En (slendingar
redda sér alltaf."
Agúst Bjarnason,
nemi í Kvikmyndaskóla fslands
„Nei, það væri fínt ef þeir færu á
hausinn, þá myndi ég losna við allan
yfirdráttinn."
Viktor Davíð Jóhannsson,
nemi í Kvikmyndaskóla fslands
/