Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 15
DV Sport FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 15 EMMANUEL ADEBAYOR KLIKKAÐI ÚR SANNKÖLLUÐU DAUÐAFÆRI Á ÖGURSTUNDU GEGN AC MILAN í MEISTARADEILDINNI. ARSENAL OG MILAN GERÐU 0-0 JAFNTEFLI. Kristján Örn, leikmaður Brann, lætur ekki gróusögur trufla sig: Einbeitirsérað Brann Kristj án Öm Sigurðsson hefur verið mikið í umræðunni að undanfömu. Hann hefur verið orðaður við Charlton og Aston Villa á Englandi og þá hrósaði Phil Neville, leikmaður Everton, honum eftír fyrri leik Everton og Brann í UEFA-bikamum fyrir um viku. Síðari leikurinn fer fram í kvöld og var Kristján hinn rólegastí á hóteli í Liverpool-borg þegar DV náði í skottíð á honum. Everton vann fyrri leikinn 2-0 í Bergen. „Það er alltaf möguleiki. Fyrri leikurinn var nokkuð jafn að mínu mati. Ég sé ekki að það ættí eitthvað að breytast. Það var og er alltaf gaman að fá að spreyta sig á móti stómm liðum." Kristján hefur fengið hrós fyrir sína frammistöðu eftír fyrri leikinn og nýjasta liðið sem hefur sýnt Kristjáni áhuga er Charlton sem Hermann Hreiðarsson gerði garðinn frægan með. „Þetta gekk ágætlega bæði hjá mér og flestum í liðinu. Við náðum góðum leik miðað við hvar við stöndum á tímabilinu, við erum í raun nýbyrjaðir aftur eftír jólafrí, og við náðum upp góðri stemningu og góðum leik. Þetta var fyrsti alvöruleikurinn okkar í ár, við vorum búnir að taka tvo æfingarleiki fyrir leikinn en síð- asti mótsleikurinn var í desember. Við vissum allir í liðinu af þessum leik þannig að við höfum haldið okkur betur í formi en það sást undir lokin í leiknum að þá áttum við ekki nógu mikið eftír." Aston Villa sendi njósnara á leildnn í Bergen til að fýlgjast með Kristjáni. Liðið er sagt vilja fá hann sem arftaka Olafs Melberg sem hefur ákveðið að fara til Juventus eftir tíma- bilið. „Þetta er nú bara slúður held ég og það þýðir ekki að kippa sér upp við það. En það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég er bara að einbeita mér að Brann og reyni bara Úr fyrri leiknum Kristján stóð sig vel I fyrri leik liðanna og hefur fengið hrós víða um England. að spila vel með liðinu," segir Kristján og viðurkennir að hann sé ekki blóðheitur stuðningsmaður enska boltans eins og flestir íslendingar. Arsenal sé þó hans lið. „En það hefur ekki áhrif hvert maður vill fara, það er ekki eins og maður getí valið það. Maður stefnir samt alltaf hærra, það gera það allir en til þess þarf maður að spila vel fýrir Brann. Svo er bara að bíða og sjá," sagði Kristján. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.