Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 Bilar DV NÝR BORGARBÍLL Toyota IQ, lítill þriggja manna borgarbíll sem sýndur var á bfla- sýningunni í Frankfurt síðastlið- ið haust sem hugmyndarbfll, er nú að fara í framleiðslu og verð- ur sýndur í framleiðsluútgáfu á bflasýningunni í Genf eftir hálfan mánuð. IQ er skammstöfun fyrir Intelligence quotient, eða greindarvísitala. Hann er rétt um þriggja metra langur og rúmarþrjá fullorðna og eitt barn. Stólarnir eru færanlegir þannig að auðvelt er að hagræða íbflnum eftirþörfum fyrir farangursrými. Bfllinn er um níu sentímetrum styttri en upphaflegi Mini-bfllinn var, eða ámóta mikill um sig og Smart Fortwo. Ekkert hefur enn verið gefið upp um atriði eins og afl, eyðslu og hámarkshraða en það bíður sjálf- sagt Genfarsýningarinnar. Evr- ópskir bflafjölmiðlar telja sig þó hafa vissu fýrir því að vélin verði mótorhjólsmótor ffá Yamaha. ÚmsrunORHLISIÐ Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Jeep DODGE CHRYSLER BÍLJÖFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRiR FIMMTÁN milljónasti volvoinn Volvo númer 15 milljón af gerðinni C70. Fyrsti Volvo-bfllinn kom út úr verk- smiðjunni íUddevalla við Gautaborg 14. aprfl 1927. Gerðarheiti hans var ÖV4. ÖV er skammstöfun fyrir það sem á íslensku útleggst „opinn bíll". Talan 4 segir að vélin hafi verið fjög- urra strokka. Síðan ÖV4 kom fram hefur margt gerst í sögu þessarar merku bflaverk- smiðju og í gær, 20. febrúar, rann 15 milljónasti Volvoinn af færibandinu í Uddevalla. Það er líka opinn bfll eins og sá fýrsti - af gerðinni C70 en að vísu ekki alveg opinn því að hann er með niðurfellanlegu stálþaki. Þak- ið er í þrennu lagi og rennur niður í skottið þegar ýtt er á takka. Á fyrsta starfsári Volvo seldust 297 bflar. Framleiðslan óx hægt framan af en fýrirtækið lifði af hremming- ar heimskreppunnar sem hófst með verðbréfahruninu á Wall Street 1929 og heimsstyijaldarárin 1939 til 1945. Alls tók það Volvo 23 ár að ná því að framleiða fyrstu 100 þúsund bflana. í dag framleiðir bflaframleiðandinn 100 þúsund bfla á um það bil hverj- um þremur mánuðum. Volvo hefur hvorki verið né er stór bflaframleiðandi. Megináhersl- an hefur aldrei verið á fjölda fram- leiddra bfla heldur varð hún strax í upphafi á gæði, styrkleika, öryggi og endingu. Frá því um 1970 hefur mikil áhersla verið lögð á umhverfismál og umhverfisvernd í starfsemi Volvo. í öryggismálum hefur Volvo ver- ið brautryðjandi. Þriggja punkta ör- yggisbelti komu fýrst fram í Volvo- bflum og urðu staðalbúnaður í þeim árið 1959. Árið 1976 varð þrívirk- ur hvarfahreinsibúnaður með svo- nefndri Lamda-stýringu staðalbún- aður í Volvo-bflum. Vinsælasti Volvo-bfll nokkru sinni er Volvo 200 sem ffamleiddur var í tæplega þremur milljónum eintaka á árunum 1974 til 1993. FRÆGASTIVOLVOINN Sportbíllinn Volvo P1800 er sennilega þekktasta gerö Volvo. Þetta var bíll „dýrlingsins" sem Roger Moore lék I samnefndri sjónvarpsþáttaröð upp úr miðri slðustu öld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.