Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008 Fókus DV HVERT ER LAGIÐ? „Ég er kvennamaður, hef engan tíma í spjall OTRULEGA BIODOMUR í SKYNDI KRISTIN KRISTJÁNSDÓTTIR fórrí Tiudropa HRAÐI: VEITINGAR VIÐMÓT: UMHVERFI: ■ W Djassinn dunar á ný Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram starfsemi sinni á vorönn með nýrri fimmtán tónleika dagskrá. Fyrstu tónleikar tónleikaraðarinnar verða í kvöld á Domo að Þingholts- stræti 5 og eru þeir til heiðurs gít- arsnillingnum Jóni Páli Bjarnasyni sem varð sjötugur á dögunum. Á tónleikunum munu margir af helstu djassleikurum þjóðarinnar leika með Jóni í ýmsum samsetningum, til dæmis gítartríó skipað Ásgeiri Ásgeirssyni og Eðvarð Lárussyni og hljómsveit skipuð Sigurði Flosasyni, Þóri Baldurssyni og Einari Scheving. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er þúsund króna aðgangseyrir. Síðustu logamirílOl Síðasta sýningarhelgi sýningar Brynhildar Þorgeirsdóttur, Það logar í 101, er nú um helgina í 101 Gallery. Á sýningunni er náttúran lífguð og persónugerð og er með- al annars kynnt til sögunnar ný tegund: eldsprettur og logsugur. Fjallasýnin er fjölbreytt og næst okkur standa svört sandfjöll með seiðandi eldstungum. Á sýning- unni gefur að líta skúlptúra sem unnir eru í steinsteypu, gler og sand. 101 Gallery er við Hverfis- götu 18a og er opið frá fimmtu- degi til sunnudags frá kiukkan 14 til 17. Fuelabúr asviði Leikfélag Fjölbrautaskóla Garða- bæjar frumsýnir í kvöld söngleik- inn Birdcage sem að miklu leyti er byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 1996. Verkið fjallar um sam- kynhneigðan skemmtistaðareig- anda og son hans sem er að fara að giftast inn f fhaldssama fjölskyldu þar sem fjölskyldufaðirinn er á móti samkynhneigð. Neyðast því faðir brúðgumans og ásthugi hans til að fela kynhneigð sína þegar fjölskylda brúðarinnar kemur í heimsókn. Þetta er í sjöunda skiptið sem leik- félag FG setur upp söngleik en á meðal fyrri uppfærslna eru Hárið, Rocky Horror og Litla hryllingsbúð- in. Leikstjórar sýningarinnar eru Hrefna Þórarinsdóttir og Ásta María Harðardóttir. VOND MYND Kvikmyndin Jumper ijallar um ungan mann sem er svokallaður „stökkvari". Það þýðir að hann getur stokkið milli staða alls staðar í heiminum. Hann getur sem sagt verið hér í Reykjavík og innan við sekúndu síðar mættur í pylsu og kók í kóngsins Köben. Það er Doug Liman sem leik- stýrir myndinni en hann hefur áður gert myndimar Mr. and Mrs. Smith og The Boume Identity sem var sú fyrsta í Boume-þríleiknum. Jumper segir sem sagt sögu Dav- ids Rice, sem er leildnn af Hay- den Christensen úr nýju Star Wars- myndunum og er stökkvari. David átti erfiða æsku og þegar hann upp- götvar hæfileika sína ákveður hann að stökkva á betra líf ef svo má að orði komast. Þegar David er svo orð- inn eldri og ver morgninum í Par- ís, fær sér kaffi í Taílandi og slakar á ofan á sfinxinum í hádeginu fara hlutimir að flækjast. Þá kemur inn í söguna hinn illi Roland sem Samuel L. Jackson leiicur. Roland er svokall- aður riddari sem hefur tileinkað lff sitt því að drepa stökkvara. I kjölfar- ið hefst mildll eltingaleikur um allan heim og inn í hann flækist æskuást Davids sem O.C.-skvísan Rachel Bil- son leikur. Það er skemmst frá því að segja að Jumper er með slakari myndum sem ég hef séð í seinni tíð. Myndin sjálf ristir ekkert dýpra en stikla, eða „trailer", hennar gerir. Stiklan segir sögu manns sem getur stokkið mili staða, er eltur af öðrum manni og er ástfanginn af stúlku. Myndin í heild sinni segir engu dýpri sögu en þetta. Maður fær ekki nokkra útskýringu á því af hverju stökkvarar em gæddir þessum ótrúlegu hæfileikum og af hveiju í ósköpunum heilt leynisam- félag ofsatrúarmanna hefur helgað líf sitt því að elta þá og deyða. Eina útskýringin er sú að Samuel L. Jackson ælir því út úr sér að aðeins Guð ætti að búa yfir þessum hæfileikum. Myndin er illa leildn og þá sér- staklega af hálfu Haydens Chris- tensen sem er að mínu mati einn ofmetnasti leikari Hollywood í dag. Eini ljósi punkturinn í leikarahópn- um er Jamie Bell sem lék í myndinni Billy Elliot. Þá skil ég ekki hvað há- gæðaleikari eins og Samuel L. Jack- son er að gera í svona slakxi mynd. Maður hefur fyrirgefið honum leik ÓTELJANDIKAFFISOPAR í ansi mörgum slökum myndum hingað til en þetta fer að verða full- mikið. Hugmyndin á bak við myndina hefur eflaust litið ágætlega út á pappír en það skilaði sér ekki í gegn. Það hefði verið hægt að búa til mun flottari bardagasenur til dæmis með því að notast meira við hægar og hraðar myndsenur til skiptis en það mistókst. Það sem er jákvætt við myndina eru allir þeir fallegu staðir sem maður fær að berja augum auk þess sem tæknibrellur og sjónræna hliðin eru mjög vel unnar. Annars er þetta mynd sem er hreinlega ekki þess virði að eyða tíma sínum í. Ásgeir Jónsson Það er fátt betra en heiðarleg kjötsúpa í garranum. Eitthvað sem ólgar á vör og syngur í kút okkar sem erum á sífelldum hlaupum en viljum samt fá eitthvað næringarríkt og gott að borða. Dömurnar á Tíu dropum við Laugaveg eru einstaklega flínkar að matreiða ffanska kjötsúpu sem þær bera ffarn rjúkandi með sýrðum ijóma og nýbökuðu brauði. Þær eru aukþess einstaklega vinsamlegar og benda gestum sínum á það í óspurð- um fréttum að það sé ábót á kaffið og að sá sem fái sér heitt súkkulaði geti líka fengið kaffiábót. Þetta er auðvit- að stórkostleg gestrisni. Súpan góða kostar 750 krónur með ábót og kaffi eða tebolla en kaffibollinn út af fyrir sig kostar hins vegar 250 krónur. Samlokurnar á Tíu dropum eru líka einstaklega safarikar, löðrandi í gúmmelaðisósu, camembert osti, grænmeti, skinlcu, beikoni og öðru gotti. Hádegisverðarseðillinn er því býsna öflugur. Jafnvel þó á honum væri ekkert annað en samlokurnar og súpan. Dropadömurnar bjóða þó upp á ýmislegt fleira, bökur og annað slíkt sem svangir Laugavegslabbakútar geta gengið að vísu og eldd er nú verra að droppa við í síðdegiskaffi til þeirra. Upprúllaðar pönnukökur, kleinur, kanilsnúðar og annað sígilt góðmeti er á sínum stað en svo bjóða þær lflca upp á múfiur og alls kyns ofurhnallþórur sem renna ljúflega niður með óteljandi kaffisopum. SAMUEL L. JACKSON Verður að hætta að leika f lélequm myndum. mm JUMPER ★ LEIKSTJÓRN: Doug Liman AÐALHLUTVERK: Hayden Christensen, Samuel L. Jackson, Rachel Bilson, Jamie Bell Virkilega slök hasarmynd sem ererfittaöfinna nokkuð jákvætt viö. JUMPER „Myndin sjálf ristir ekkert dýpra en stikla, eða„trailer", hennar gerir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.