Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008
Fréttir DV
SANDKORN
■ Einumlanglífastagetieikseinni
tíma lauk þegar tilkynnt var að
Ólafur Stephensen yrði næsti
ritstjóri Morgunblaðsins. Ólafur
áaðbaki
langan feril
á Morgun-
blaðinu þótt
hann hafiá
tímabili yfir-
gefið blaðið
og farið í
almanna-
tengslastörf
en síðan snúið aftur. Þegar Ólafur
var ráðinn ritstjóri Blaðsins/24
stunda á síðasta ári töldu sumir
það vera ákveðnar þjálfunarbúðir
fyrir starf Moggaritstjóra. Stjóm-
endur Árvakurs virðast allavega
ekki hafa orðið fyrir vonbrigð-
um með árangurinn en lestur-
inn slagar í 46 prósent. Svipað
og hann hafði áður orðið hæstur
haustið 2006 en síðan fallið mikið
í miUitíðinni.
■ Það vom ekki minni tíðindi að
Gunnhildur Ama Gunnarsdótt-
ir verður næsti ritstjóri 24 stunda.
Hún var ein lykilmanneskja í að
rífa Blaðið
upp haustið
2006enfyrir
þann tíma
hafði blaðið
aldrei náð
sér á strik.
Gunnhild-
ur var ráðin
fféttastjóri
f ritstjóratíð Sigurjóns M. Eg-
ilssonar en þá settu yfirmenn
hennar á Fréttablaðinu henni
stólinn fyrir dymar og ætíuðu að
reyna að halda henni í lengstu
lög. Nú verður líka bið á að
Gunnhildur taki við nýju starfi
á blaðinu því hún verður í bam-
eignarleyfi ff am í júní.
Wmm
■ Skáldið með stóm meining-
arnar ogyfirlýsingarnar, Eiríkur
Örn Norðdahl, hafði ástæðu til
að gleðjast í gær. Þá var hann
verðlaunaður fyrir þýðingu sína
á bókinni Móðurlaus Brooklyn
eftír Jonathan Lethem. Þýðingin
þykir ekki síst góð fyrir þær sakir
að söguhetjan er með Tourette
og því mikið um skrýtíð orðalag
sem er erfitt að þýða. Annars tók
Eiríkur ekld við verðlaununum í
gær heldur móðir hans. Eiríkur
lagði af stað til Bandaríkjanna á
þriðjudag, á vit ffelsisins eins og
hann orðar það sjálfur.
■ Verðlaun Eiríks Amar urðu
fyrrverandi kennara hans til-
efhi til að rifja upp skólagöngu
hans. Hlynur Þór Magnússon
kenndi Eiríki
í Mennta-
skólanum á
fsafirði fyrir
rúmum ára-
tug. „Hann
var latur og
alltaf syfjað-
ur í tímum.
Sennilega
hef ég verið svæfandi kennari.
Það er fyrirtak. Nemendur tmfla
ekki kennarann með fyrirspum-
um eða kjaftagangi sín í milli þeg-
ar þeir dotta, svo lengi sem þeir
hrjóta ekki að ráði. Ég hafði það
fyrir reglu að vekja nemendur ef
þeir hmtu. Einnig hafði ég það
fyrir reglu að vekja nemendur í
lok kennslustunda. Fannst það
sjálfsögð tillitssemi svo að þeir
misstu ekki af ffímínútunum."
-bþg
Mikil dýfa Snemma á
síðasta áratug síðustu
aldar gengu Finnar í
gegnum mikla kreppu,
meðal annars í landbún
aði. Kreppan var mjög
alvarleg á þessum árum
og við þær aðstæður
sóttu Finnar um aðild
að Evrópusambandinu.
GENGUIESBIH
SKUGGA KREPPU
JÓHANN HAUKSSON
bladamadur skrifar: johannh@dv.is
„Mikla dýfu í efitahagslífi Finna í
byrjun tíunda áratugarins má rekja
tíl slælegrar peningamála- og hag-
stjómar af hálfu stofnana sem
höfðu það ábyrgðarmikla hlutverk
með höndum."
Þetta segir Markús Lahtinen,
prófessor við háskólann í Tampere
í Finnlandi. Hann heldur því ffam
að aðild Finnlands að Evrópusam-
bandinu árið 1995 og síðan upp-
taka evrunnar árið 1999 hafi orðið
til þess að endurheimta trúverðug-
leika peningamála- og hagstjómar
í landinu.
Á ráðstefnu Alþjóðamálastofii-
unar Hí fyrir um þremur missemm
sagði Lahtinen að aukinn trúverð-
ugleiki peningamála- og hagstjóm-
arinnar væri ekki beinlínis afleið-
ing af upptöku evmnnar. „Hann
hvílir á pófitískri stefnu sem hefur
stöðugleika að leiðarljósi og traust-
um stofiiunum sem færar em um
að fylgja slíkri stefiiu eftir. Svo er að
sjá sem aðild Finna að sameigin-
legu myntsvæði Evrópu hafi hjálpað
þeim að ná vopnum sínum á ný að
þessu leytí."
Margt líkt með frændþjóðum
Athyglisvert er að bera saman
stöðu Finnlands árið 1990 við stöðu
íslands nú 18 árum síðar. Snemma
á tíunda áratug síðustu aldar gengu
Finnar í gegnum sína mestu kreppu
á síðari áratugum. Algerlega tók fyrir
hagvöxt og þjóðartekjur minnkuðu
um 13 prósent Ástæður vom marg-
ar, sumar heimatilbúnar, þar á með-
al vond peningamála- og hagstjóm.
Ytri ástæður vom einnig fyrir hendi
eins og fall Sovétríkjanna. Kreppan
var í rauninni mjög alvarleg á þess-
um árum og við þær aðstæður sóttu
Finnar um aðild að Evrópusam-
bandinu. Árið 1994 fengu kjósend-
ur að segja álit sitt í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Aðildin var samþykkt með
57 prósentum atkvæða. Vert er að
geta þess að þegar Finnar öðluðust
fulla aðild að ESB 1995 höfðu þeir
átt aðild að EES-samningnum um
eins árs skeið ásamt íslendingum
ogfleiriþjóðum.
Lathinen segir að efiiahagsleg-
ur ávinningur aðildarinnar hafi ekki
einvörðungu ráðið afstöðu Finna á
þessum tíma heldur einnig öryggis-
mál og ógnun af hálfu Rússa.
ESB breytti rekstrarumhverfi
Síðan um miðjan tíunda ára-
tuginn hefur Finnum vegnað vel í
efnahagslegu tilliti. Hagvöxtur varð
meiri en 3 prósent 2006 og meiri en
að jafnaði innan ESB. Verðbólgan
var einnig undir meðaltali ESB.
Þetta þakkar Lahtínen mikilli fram-
leiðni, hóflegum launahækkunum,
vaxandi samkeppni innanlands og
lækkandi innflutningsverði á öðru
en eldsneytí.
Árið 1999 tóku Finnar skrefið til
fulls og tóku upp evru með aðild að
EMU, sameiginlegu myntsvæði Evr-
ópu, og eru þeir eina Norðurlanda-
þjóðin sem hefur tekið það skref.
„Hraðan vöxt í lok tíunda áratug-
arins er ekki unnt að rekja alger-
lega til aðildarinnar að ESB þar eð
búast máttí við uppsveiflu í kjölfar
kreppunnar og hastariegrar geng-
isfellingar," sagði Lahtinen á áður-
greindri ráðstefnu. „Vöxturinn hefði
líklega orðið viðlíka með EES-samn-
inginn að vopnL Hins vegar hefur
ákvörðun Finna um að hverfa frá
EES-samningnum og ganga í Evr-
ópusambandið valdið gagngerum
breytingum á efnahagslegu um-
hverfi fyrirtækja. Það felst fyrst og
síðast í endurskipulagningu land-
búnaðarins, upptöku evrunnar og
aukinni samkeppni samfara þessu
tvennu."
Markus Lahtinen segir að aðild
að ESB hafi ekki verið dans á rósum
fyrir finnskan landbúnað. Á föstu
verðlagi hafi heildartekjur greinar-
innar dregist saman um 34 prósent
á 11 árum. En það má að stimu leyti
rekja til aukins kostnaðar og tekju-
samdráttar á markaði. Býlum hefur
hins vegar fækkað mjög líkt og ann-
ars staðar og tekjur á hvert býli hafa
auldst. Þá er að nefiia að Iandbún-
aðarstyrkir úr sjóðum ESB eru mikl-
ir og stöðugir.
„Þótt ávinningur aðildar að ESB
fyrir finnska bændur sé óviss er svo
mikið víst að lækkandi verð á búvör-
um hefur bætt hag neytenda með
lækkandi kostnaði og samsvarandi
„Svo er að sjá sem aðild
Finna að sameiginlegu
myntsvæði Evrópu hafí
hjálpað þeim að ná
vopnum sínum á ný að
þessu leyti."
aukningu kaupmáttar" segir Lah-
tinen.
Niðurbrot og skapandi afl
En hvað um upptöku evrunnar í
Finnlandi? „Sameiginleg mynt efl-
ir samkeppni. Verðmunur frá einu
landi til annars verður gagnsærri og
það stuðlar að aukinni samkeppni
eitt og sér. Kostnaður við að halda
útí sjálfstæðri mynt hverfur sem
slíkur. Það greiðir fyrir verslun milli
landa innan myntsvæðisins. Því
meiri verslun því meiri spamaður af
því að hafa sameiginlegan gjaldmið-
il. Sveiflur sjálfstæðs gjaldmiðils eru
dragbítur í viðsldptum."
Lahtinen er hallur undir það sem
kalia mætti skapandi tortímingu.
„Segja má að aðild Finnlands að
myntbandalagi ESB hafi leitt til eins
konar skapandi niðurbrots eða tor-
tímingar í efiiahagslífinu. Það blas-
ir við að fyrirtækin geta ekld lengur
treyst á gengisbreytíngar til að bjarga
sér úr þrengingum. Þar með leitast
þau við að sýna meiri fyrirhyggju en
áður. Ef þau af einhverjum ástæðum
glata samkeppnishæfni sinni verð-
ur því ekki bjargað með gengisfell-
ingu heldur breyta þau framleiðsl-
umynstri sínu.
En það er líka líf utan sameigin-
lega myntsvæðisins," segir Lahtinen
og bendir á Svía og Dani sem haldið
hafa gjaldmiðlum sínum.
Kreppa og afleit peningamálastjórn leiddu Finna inn í Evrópusambandið árið 1995.
Þeir höfðu aðeins notið EES-samningsins í eitt ár ásamt íslendingum og fleiri þjóðum
þegar þeir gengu í sambandið. Markus Lahtinen, prófessor í Tampere, segir að upp-
taka evrunnar í Finnlandi árið 1999 hafi reynst drjúgur ávinningur í viðleitni til að
endurheimta trúverðuga peningamála- og hagstjórn í landinu.