Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 11
PV Helgarblað FIMMTUDAGUR 24. APRfL 2008 11 Lögreglan var grá fyrir járnum og und- irbúin fyrir hvaö sem verða vildi vegna mótmæla viö Rauðavatn í gær. Kylfum og piparúða var beitt. Tíu voru hand- teknir. DV segir frá atburðum miðviku- dagsins og lítur einnig yfir sögu átaka milli mótmælenda og lögreglu á íslandi eins og Gúttóslagnum árið 1932 og mót- mælunum á Suðurgötu árið 1921. ÍANAHOR SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON bíaöamadur skrifar: sigtryggur@dv.is Veggur Óeiröalögregla sýndi listir sínar á bílastæði við Olísstöð. Ungmenni hreyttu i þá ókvæðisorðum og hlógu. Handtekinn Stór hluti lögregluliðs- ins fór fyrirvaralaust af stað og handtók þennan mann. Fjórir lögreglumenn héldu honum í götunni á meðan tveir gáfu sér tíma til þess að þjarma að honum og handjárna. „Það hefur verið gengið alft of langt. Auðvitað þarf lögreglan að reyna að hafa hemil á mótmæl- unum. Það er hins vegar ekki rétt að nota táragas til þess. Vörubílstjór- arnir eiga mína samúð svo lengi sem þeir, eða stuðningsmenn þeirra, henda ekki grjóti. Mér flnnst lögreglan hafa gengið of langt og ég styð vörubílstjóra." Karl Leifsson, 25 ára starfsmaður Rizzo pizza Til harðra átaka kom á milli flutn- ingabílstjóra og óeirðalögreglu við Rauðavam í gærmorgun. Lög- reglumenn beittu kylfum og valdi óhikað við handtökur á fimm bíl- stjórum, sem ekki höfðu orðið við kröfum þeirra um að fjarlægja flutningabíla sem lokuðu Suður- landsvegi. Þegar frá leið bar minna á bílstjórum, en hópur fólks hafði safnast saman á bensínstöð Oh's. Um hádegisbilið réðst lögregl- an á ungan mann sem hafði verið með skrílslæti, eins og Hörður Jó- hannesson aðstoðaryfirlögeglu- þjónn orðaði það í sjónvarpsviðtali í gær. Fjórir lögreglumenn héldu honum niðri, einn lét kylfuhöggin dynja, á meðan sá sjötti sá um að handjárna piltinn. Tíu handteknir Það var strax upp úr klukkan níu í gærmorgun sem hópur flutn- ingabílstjóra lokaði fyrir umferð um Suðurlandsveg, skammt aust- an Rauðavatns við bensínstöð Olís. Lögreglulið var fljótlega komið á vettvang og var hópurinn stærri en áður þegar bílstjórar hafa lokað vegum. Lögregla krafðist þess að bílstjórarnir opnuðu fyrir umferð, ellegar yrði gripið til aðgerða. Bílstjórar urðu ekki við kröf- um lögreglu, sem þá tók til við að handtaka menn úr framvarðarsveit bflstjóranna. Mikill hiti greip um sig og úðuðu lögreglumenn pip- arúða yfir nærstadda með öskr- um og berserksgangi. Þegar DV fór í prentun í gær höfðu tíu manns verið handteknir, bílstjórar og aðr- ir mótmælendur. Suðurlandsvegur var lokaður fyrir allri umferð fram eftir gærdeginum. Lögreglumaður á slysadeild Á milli klukkan eitt og tvö í gær- dag tóku ungmenni til við að kasta eggjum í lögreglu, sem þau keyptu á bensínstöðinni þar sem átökin fóru fram. Eggin höfnuðu í skjöld- um óeirðasveitar lögreglunnar. Fyrr um daginn var steini kastað og hafnaði hann í höfði lögreglu- manns sem sendur var á slysa- deild. Haft er eftir Herði Jóhann- essyni að piparúðanum sé beitt til þess að komast hjá líkamlegum átökum. Flutningabílar voru í vegarkant- inum og bílstjórar þeirra hvergi sjáanlegir. Lögregla hóf þá að flytja bílana á brott. Þeim var komið fyr- ir á gamla strætísvagnaplaninu við Kirkjusand. Hörður Jóhannesson sagði í sérstökum aukafréttatíma Sjónvarpsins að ástæða þess að lögregla hafi farið í aðgerðir í þetta skiptið hafi verið sú að mótmæl- in hafi virst vera orðin stjórnlaus. Minna bar á flutningabflstjórum þegar leið á daginn, en ungmenni J heldu uppi motmælum gegn ofur- efli þungvopnaðrar lögreglunnar. Malarhlass a veginn Rétt fyrir klukkan tvö í gær birtist svo vörubílstjóri á Norðlingabraut- inni, skammt frá þar sem mótmælin fóru fram, og sturtaði moldarhlassi á veginn. Lögreglan elti bílstjórann uppi, handtók hann og lagði hald á vörubílinn. Fleiri bílstjórar með möl á palli komu sér fyrir í næsta nágrenni, tilbúnir í slaginn. Mótmælum var þó fyrst og fremst haldið uppi af almennum borgur- um, þar á meðal menntaskólanem- endum, uppáklæddum í svokallaða dimmisjón-búninga. Eggjum var kastað í lögreglu af miklum móð, allt þar til Olísstöðin hætti að selja egg- Ekki strið Á bilinu 40 til 50 lögreglumenn voru á svæðinu fram eftír degi. Stór hópur sérstakrar óeirðasveit- ar með hjálma, skildi og kylfur fór fyrir lögreglumönnunum. Á bak við var þéttur hópur óbreyttra lög- reglumanna sem beið þess sem verða vildi. Á svæðinu mátti sjá bíl frá sérsveit ríkislögreglustjóra, sem er vopnuð byssum. Lögreglumenn með skotvopn var þó hvergi að sjá á svæðinu þar sem mótmælin fóru fram. Talið er að lögreglumenn hafi verið um það bil jafnmargir og motmælendumir. Hörður Jóhann- esson ítrekar að lögreglan telji sig ekki vera í stríði við vörubílstjórana. Hins vegar hafi enginn þeirra viljað taka ábyrgð á mótmælunum og því hafi ekld verið hægt að reyna samn- ingaleiðina. Framhaldá næstusíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.